Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2009, 18. nóvember kl. 14:00 var haldinn 67. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Ragnar Sær Ragnarsson formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Oddný Sturludóttir, Helga Vala Helgadóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna í leikskólum og Ólöf Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.
Þetta gerðist:
Formaður bauð Helgu Völu Helgadóttur varafulltrúa Samfylkingarinnar velkomna á sinn fyrst fund í leikskólaráði.
Formaður lagði til að aukafundur ráðsins yrði haldinn um starfs- og fjárhagsáætlun. Samþykkt að hafa fundinn kl. 13:30 föstudaginn 20. nóvember.
1. Greinargerð um starfs- og fjárhagsáætlun Leikskólasviðs fyrir árið 2010, lög fram.
Bókanir frá áheyrnarfulltrúa leikskólastjóra:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra fagnar ákvörðun leikskólaráðs um að greiða áfram neysluhlé til starfsmanna í leikskólum.Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra er undrandi á niðurskurði í starfsmannahaldi í leikskólum Reykjavíkurborgar á sama tíma og áfram er greidd þjónustutrygging til foreldra, sem sveitarfélaginu ber engin skylda til að greiða.
Kl. 14:15 mætti Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi F-lista á fundinn.
Kl. 14:18 mætti Þórey Vilhjálmsdóttir á fundinn.
2. Áætlun um fundi leikskólaráðs næstu mánuðina lögð fram.
3. Reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald, lögð fram.
4. Ný samþykkt fyrir leikskólaráð lögð fram til samþykktar. Samþykkt einróma.
5. Vinna í nefndum Reykjavíkurborgar – Leikskólaráð, viðmið til samþykktar. Samþykkt einróma.
6. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna um sérkennslukvóta fyrir börn með hreyfiþroskaröskun.
7. Tillaga Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi viðhorfskönnun meðal foreldra. Frestað.
8. Tillaga Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi könnun á raundvalartíma.
Frestað.
9. Jólafundur Leikskólasviðs og stjórnenda í leikskólum. Verður á 7. hæð í Höfðatorgi, föstudaginn 4. desember kl. 16-18.
Fundi slitið kl. 16.00
Ragnar Sær Ragnarsson
Hermann Valsson Þórey Vilhjálmsdóttir
Oddný Sturludóttir Fanný Gunnarsdóttir
Helga Vala Helgadóttir Einar Örn Ævarsson