Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2009, 4. nóvember kl. 14:00 var haldinn 66. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Ragnar Sær Ragnarsson formaður, Þórey Vilhjálmsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Ingvar Mar Jónsson, Oddný Sturludóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Hermann Valsson. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna í leikskólum og Ólöf Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir og Kristín Egilsdóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Grænfánaverkefni í leikskólanum Hálsakoti og fjárhagslegum ávinningi af því að vera grænfánaleikskóli. Inga Dóra Jónsdóttir leikskólastjóri kynnti.
- Kl. 14:15 mætti Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi F-lista á fundinn.
2. Endurnýting og orkusparnaður í leikskólum, minnisblað lagt fram.
Leikskólaráð ályktar: Um leið og lokaskýrsla um endurnýtingu og orkusparnað liggur fyrir verður áfram unnið áfram með viðkomandi verkefni.
3. Starfs- og fjárhagsáætlun 2010. Hugmyndir að nýjum skrefum kynntar.
Bókun frá samtökunum Börnin okkar:
Foreldrar vilja ítreka að í komandi niðurskurði verði staðið vörð um allt hið góða starf sem fer fram í leikskólum og börnum tryggð áfram þjónusta í samræmi við að leikskólar séu fyrsta stig náms. Leikskólar mega ekki verða að barnageymslum. Þetta felur m.a. í sér að alls ekki verði hróflað við þeim fjölda starfsmanna sem er áætlaður á hvert barn, börnum sem á því þurfa að halda verði tryggð sérkennsla, laun haldi sér til að tryggja að starfsfólk með kennara- og aðra uppeldismenntun haldist í starfi. Forgangsröðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar taki mið af því að niðurskurður bitni sem minnst á leikskólum, og reynt verði til hins ýtrasta að skera niður á öðrum sviðum áður en þjónusta á leikskólum verði skert.
Bókun frá áheyrnarfulltrúa leikskólastjóra:
Áheyrnarfulltrúinn fagnar gríðarlega metnaðarfullum skrefum í starfsáætlun Leikskólasviðs 2010. Starfsáætlunin undirstrikar mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigs.
4. Lagt fram minnisblað um viðmið varðandi stjórnunarstöður í leikskólum árið 2010. Bókun frá leikskólaráði:
Leikskólaráð telur nauðsynlegt að setja gegnsæjan ramma utan um stjórnunarstöður í leikskólum Reykjavíkur. Enda er eðlilegt að gæta samræmis á milli skóla. Því hafa verið setta nýjar skýrar reglur sem leikskólastjórar vinna eftir.
5. Lögð fram drög að auglýsingu um styrki úr þróunarsjóði leikskólaráðs. Áherslur ráðsins fyrir árið 2010 snúa að læsi og menningu.
6. Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram og undirritaðar.
- Kl. 15.58 fór Marsibil Sæmundardóttir af fundi
7. Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, lagðar fram.
8. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar varðandi þjónustu við börn með tal- og málhömlun.
9. Tillaga Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi viðhorfskönnun meðal foreldra. Afgreiðslu frestað.
10. Tillaga Samfylkingarinnar frá síðasta fundi varðandi könnun á raundvalartíma. Afgreiðslu frestað.
11. Athygli vakin á opnu málþingi Barnvænt samfélag sem haldið verður 10. nóvember.
12. Lögð fram til kynningar hugmynd að starfshópi sem kanna á möguleika á að efla Reykjavík sem áfangastað þekkingar og þróunar í starfsemi leikskóla.
Fyrirspurnir frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Hversu margir starfsmenn verða fyrir launalækkunum vegna breytinga á fjárúthlutun vegna stjórnunar í leikskólum árið 2010?
Hversu margir starfsmenn hafa verið færðir til í starfi á milli leikskóla vegna breytinganna?
Er sú breyting að gera aðstoðarleikskólastjórum það að taka að sér deildarstjórn tímabundin aðgerð og þá til hvað langs tíma?
Fyrirspurn frá fulltrúaVinstri grænna:
Hversu mörg börn hafa fengið úthlutun úr sérkennslukvóta vegna hreyfiþroskaröskunar í leikskólum Reykjavíkur síðustu 5 ár.
Fundi slitið kl. 16.25
Ragnar Sær Ragnarsson
Hermann Valsson Þórey Vilhjálmsdóttir
Oddný Sturludóttir Fanný Gunnarsdóttir
Ingvar Mar Jónsson