No translated content text
Skóla- og frístundaráð
MENNTARÁÐ
Ár 2011, 10. ágúst, var haldinn 151. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.45. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Óttarr Ólafur Proppé, Sigríður Pétursdóttir, Stefán Benediktsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Stella Marteinsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Rósa Steingrímsdóttir, Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík; Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjórar í Reykjavík og Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélag Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Hildur Skarphéðinsdóttir, staðgengill sviðsstjóra Leikskólasviðs, Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Jónsdóttir og Auður Árný Stefánsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtyggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Hof. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 10. ágúst 2011, vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Fjórar umsóknir bárust. Lagt er til að Ingveldur Hrönn Björnsdóttir verði ráðin leikskólastjóri Hofs.
Samþykkt.
2. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Laufskála. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 10. ágúst 2011, vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Sex umsóknir bárust, einn umsækjandi uppfyllti ekki kröfu um leikskólakennarmenntun. Lagt er til að Hildur Lilja Jónsdóttir verði ráðin leikskólastjóri Laufskála.
Samþykkt.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð óskar nýráðnum leikskólastjórum velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi leikskólastjórum vel unnin störf í þágu leikskólastarfs í Reykjavík.
3. Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins óska eftir kynningu og umræðu á næsta fundi menntaráðs um kjaraviðræður og áhrif mögulegs verkfalls leikskólakennara á Reykjavíkurborg.
Fundi slitið kl. 11.15
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sigríður Pétursdóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir