Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ


Ár 2011, 10. júní, var haldinn 149. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 13.06. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Kjartan Magnússon, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Gauti Marteinsson, Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna í Reykjavík og Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjórar í Reykjavík. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur E. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir og Hildur Skarphéðinsdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

Formaður bauð Gauta Marteinsson og Kristínu Soffíu Jónsdóttur velkomin á sinn fyrsta fund í menntaráði.

1. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Klambra. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 8. júní sl., vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Átta umsóknir bárust, tvær voru dregnar til baka. Lagt er til að Jónína Lárusdóttir verði ráðin leikskólastjóri Klambra.
Samþykkt.

2. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Hólaborg. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 8. júní sl., vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Sjö umsóknir bárust, ein var dregin til baka. Lagt er til að Fanný Kristín Heimisdóttir verði ráðin leikskólastjóri Hólaborgar.
Samþykkt.

3. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Ösp. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 8. júní sl., vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Þrjár umsóknir bárust. Lagt er til að Nichole Leigh Mosty verði ráðin leikskólastjóri Aspar.
Samþykkt.

4. Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Kvistaborg. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 8. júní sl., vegna ráðningar í stöðuna. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir umsækjendur og auglýsing um stöðuna. Fimm umsóknir bárust, ein var dregin til baka. Lagt er til að Guðrún Gunnarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri Kvistaborgar.
Samþykkt.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð óskar nýráðnum leikskólastjórum velfarnaðar í starfi og þakkar fráfarandi leikskólastjórum vel unnin störf í þágu leikskólastarfs í Reykjavík.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna vill vekja athygli á hversu vel menntaðir og metnaðarfullir umsækjendur um störf leikskólastjóra eru og hversu mikilvægt er að Reykjavíkurborg og menntaráð borgarinnar leiti allra leiða til þess að vel menntaðir leikskólakennarar eigi möguleika á framgangi í starfi og fái umbun fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið kl. 13.25

Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Kjartan Magnússon
Kristín Soffía Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sigríður Pétursdóttir