Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

M E N N T A R Á Ð

Ár 2010, 8. desember var haldinn 135. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í sal Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 12:45. Fundinn sátu Óttarr Ólafur Proppé varaformaður, Erna Ástþórsdóttir, Eva H. Baldursdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Stefán Benediktsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, SAMFOK; Ingibjörg Jósefsdóttir, Félag skólastjórnenda í Reykjavík; Rósa Steingrímsdóttir, Börnin okkar; Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélag Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjórar í Reykjavík. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarp-héðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Jón Ingi Einarsson, Kristín Egilsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrslan Nemendur með einhverfu í almennum grunnskólum, dags. júní 2010. Hrund Logadóttir, verkefnastjóri sérkennslu á Menntarsviði, kynnti skýrsluna og svaraði fyrirspurnum.

Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð þakkar starfshópi sem fjallaði um nemendur með einhverfu í almennum grunnskólum, fyrir vel unnin störf og áhugaverða greinargerð. Mikilvægt er að standa vörð um þjónustu við nemendur með einhverfu og skoða stefnumótun þeirrar þjónustu í heildarmynd sérkennslu í borginni. Menntaráð samþykkir að vísa niðurstöðum hópsins til frekari skoðunar inn í stefnumótunarhóp um sérkennslu sem nú er að störfum og mun skila drögum að nýrri sérkennslustefnu fyrir 1. apríl 2011.

2. Lögð fram minnisblöð, sviðsstjóra Leikskólasviðs dags. 6. desember sl. og fræðslustjóra dags. 30. nóvember sl., um nýtingu fjármagns sem úthlutað er til skóla vegna einstakra nemenda með fatlanir og alvarlegar raskanir.

3. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um leikskólaþjónustu, ásamt minnisblaði dags. 2. desember sl., auk draga að gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2011.

Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum og vísað til borgarráðs.

4. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um framlag vegna barna hjá dagforeldrum auk minnisblaðs dags. 2. desember sl.

Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum og vísað til borgarráðs.

5. Lögð fram tillaga að breyttum viðmiðunarreglum um úthlutun fjármagns vegna barna af erlendum uppruna í leikskólum í Reykjavík.
Samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram bréf sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 1. desember 2010 og bréf fræðslustjóra, dags. 6. desember 2010, um embættisafgreiðslu erinda sem borist hafa menntaráði. Tvö mál Leikskólasviðs og tvö mál Menntasviðs.

7. Lagt fram yfirlit yfir fundi menntaráðs á vorönn 2011 með fyrirvara um breytingar.

8. Lagt fram minnisblað, dags. 7. desember 2010, um Skólapúlsinn, niðurstöður mælinga í grunnskólum Reykjavíkur haustið 2010. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu Mennta- og Leikskólasviðs, kynnti niðurstöðurnar og svaraði fyrirspurnum.

9. Niðurstöður PISA 2009 kynntar. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu Mennta- og Leikskólasviðs, kynnti niðurstöðurnar og svaraði fyrirspurnum.

Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð óskar eftir kynningu frá Námsmatsstofnun á niðurstöðum PISA strax á nýju ári til að geta metið stöðu nemenda í Reykjavík á milli kannana og þær aðgerðir sem unnið var með fyrir síðustu könnun 2009.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð vill lýsa ánægju sinni og stolti yfir áberandi betri árangri reykvískra nemenda í niðurstöðum PISA könnunar 2009 sem kynnt var í gær. Fyrst og fremst ber að þakka nemendunum sjálfum og öllum þeim kennurum og starfsmönnum sem hafa lagt sig fram við að breyta og bæta kennslu og gögn til að ýta undir árangur nemenda í námi. Að auki ber sérstaklega að þakka þeim aðgerðarhópi sem, undir stjórn Lilju Alfreðsdóttur þáverandi varaformanns menntaráðs, vann markvisst með viðhorf til PISA kannana til að snúa vörn í sókn. Í vinnu starfshópsins og Námsmatsstofnunar kom m.a. fram að nokkuð stór hluti þátttakenda kvaðst ekki hafa lagt sig fram í fyrri könnuninni vegna þess að tilgangslaust virtist fyrir einstaklinginn að leggja sig fram þar sem hann fengi ekki vitneskju um eigin árangur. Því var ákveðið að fara í markvisst átak í að kynna fyrir kennurum og nemendum 10. bekkja tilgang og inntak könnunarinnar, m.a. með því að þýða kenningarramma PISA/OECD. Þegar nálgaðist „Pisadaginn“ var Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður fenginn til að flytja nemendum 10. bekkja hvatningarkveðju og jafnframt ákvað menntaráð að bjóða nemendum morgunmat. Nokkrir skólar fengu utanaðkomandi gesti, fyrrverandi nemendur skólans, til að spjalla við krakkana um gildi þess að gera sitt besta í PISA könnuninni. Allt þetta vann saman í því að benda nemendum á að prófið skipti miklu máli, fyrir þá sjálfa, fyrir skólana í Reykjavík og fyrir þá nemendur sem á eftir koma. Hér sannast að samstilltur vilji getur skilað miklum árangri og nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut. Áfram er meðal annars unnið með hópi kennara í grunnskólum í Reykjavík og kennurum við menntavísindasvið HÍ að efla enn fremur nám og kennslu í 8.-10. bekk í samræmi við kenningarramma OECD um grunnfærni einstaklinga. Einnig er mikilvægt að rýna enn frekar þau tækifæri sem liggja í að fjölga nemendum í efstu hæfnisþrepunum.

10. Lagt fram níu mánaða fjárhagsuppgjör og útkomuspá Leikskólasviðs. Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri sviðsins, kynnti stöðuna og svaraði fyrirspurnum.

11. Lagt fram níu mánaða fjárhagsuppgjör og útkomuspá Menntasviðs. Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri sviðsins, kynnti stöðuna og svaraði fyrirspurnum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna þakka fyrir góðar upplýsingar um 9 mánaða uppgjör. Enn og aftur er bent á að í nýrri fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir að bæta í ramma sviða fjármunum er varða sérkennslu, langtímaforföll og langtímaveikindi. Ljóst er að til dæmis sérkennsla mun halda áfram að aukast enda fjölgun nemenda með greiningu um 9#PR á milli ára. Samt er ekki gert ráð fyrir að bæta áætlaða framúrkeyrslu sem er um 60 milljónir á Leikskólasviði og 65 milljónir á Menntasviði á næsta ári. Þarna er samtals krafist hagræðingar í sérkennslu upp á 125 milljónir. Það er alvarlegt að slík hagræðing á svo viðkvæmu sviði sé alveg falin og ósögð.
Í yfirferð yfir 9 mánaða uppgjör kemur í ljós að það stefnir í mikinn halla á Menntasviði, um 400 milljónir. Viðvaranir skólastjóra og starfsmanna hafa heyrst frá því í haust og ámælisvert að nýr meirihluti hafi ekki gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir þennan halla. Í slíku árferði þarf að vakta allar þær viðkvæmu breytingar mjög stíft og þessar tölur benda til þess að áætlanir næsta árs séu strax í uppnámi. Allt þetta endurspeglar óskýr skilaboð meirihlutans til starfsmanna borgarinnar, t.d. um það hvort verja eigi störf starfsmanna borgarinnar eða ekki.

12. Lögð fram svör sviðsstjóra Leikskólasviðs og fræðslustjóra, dags. 1. desember sl., við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi menntaráðs 17. nóv. sl., varðandi raunniðurskurð skóla með og án innri leigu.

13. Lögð fram svör sviðsstjóra Leikskólasviðs og fræðslustjóra, dags. 1. desember sl., við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna, frá fundi menntaráðs 17. nóv. sl., varðandi starfsmannamál.

14. Lögð fram svör sviðsstjóra Leikskólasviðs og fræðslustjóra, dags. 1. desember sl., við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa leikskólastjóra í Reykjavík frá fundi menntaráðs 17. nóv. sl., varðandi ávinning af sameiningu og eða samrekstri skóla og frístundaheimila.

Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra óskaði bókað:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra þakkar fyrir svörin. Það er fullvíst, að ef til koma sameiningar leikskóla og skólastiga, næst fjárhagslegur ávinningur með fækkun stjórnenda. Hinsvegar er faglegur ávinningur afar óljós. Í mörgum leikskólum eru leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri einu leikskólakennaramenntuðu starfs-mennirnir. Í aðalnámskrá leikskóla er hlutverk leikskólastjóra vel skilgreint og þáttur hans í faglegri ráðsmennsku mjög skýr. Samkvæmt henni er leikskólastjóri faglegur leiðtogi og í forystu í þróun metnaðarfulls leikskólastarfs.

15. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 2. desember sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu menntaráðs í starfshóp til að yfirfara reglur um forvarnar- og framfarasjóð. Samþykkt að skipa Líf Magneudóttur í hópinn.

16. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
1. Óskað er eftir upplýsingum um afdrif tillögu sem vísað var úr menntaráði til mannréttindaráðs þann 11. ágúst 2010 og fjallaði um að skipa starfshóp til að leita leiða til að uppræta staðlaðar kynjamyndir í skólastarfi.

2. Óskað er eftir upplýsingum um afdrif tillögu sem fulltrúinn bar upp á fundi þ. 8. september 2010 um gerð upplýsingaefnis um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi sitt, sameiginleg svæði og eigur annarra.

Fundi slitið kl. 15:45

Óttarr Ólafur Proppé

Erna Ástþórsdóttir Eva H. Baldursdóttir
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir