No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2013, 6. mars, var haldinn 36. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.12. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður (S), Eva Einarsdóttir (Æ), Kristín Erna Arnarsdóttir (S), Óttarr Ólafur Proppé (Æ), Sóley Tómasdóttir (V) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D).
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna J. Waage, foreldrar barna í leikskólum og Helgi Sigurðsson, stjórnendur frístundamiðstöðva.
Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. mars 2013 þar sem fram kemur að borgarráð vísar tillögu um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Auk þess lögð fram drög að umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður starfshóps um mótun heildarstefnu í umhverfis- og auðlindamálum, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2013030027
Helena Óladóttir sat fundinn undir þessum lið.
- Kl. 10:50 tóku Kjartan Magnússon og Kristín Egilsdóttir sæti á fundinum.
2. Framtíðarsýn Náttúruskóla Reykjavíkur og samspil hans við innleiðingu sjálfbærnihugsunar í starfsemi skóla- og frístundasviðs. Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskólans, kynnti og svaraði fyrirspurnum.
3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 25. febrúar 2013, varðandi tillögur að breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum. Auk þess lagðar fram reglur um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum með tillögum að breytingum. SFS2012110232.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
4. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. janúar 2013, um umhverfisdag skóla og íþróttafélaga: hreinsa næsta umhverfi. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 1. mars 2013, varðandi tillöguna. SFS2013020064
Samþykkt að vísa tillögunni frá.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar tillöguflytjanda fyrir góða tillögu. Henni er vísað frá því umhverfisdagar eru til staðar á skóladagatölum grunnskóla í Reykjavík. Þeir eru gjarnan nýttir á þann hátt sem tillöguflytjandi leggur til. Skóla- og frístundaráð hvetur ÍTR til að taka tillöguna einnig til umfjöllunar með það í huga að hvetja íþróttafélög í borginni til að taka virkan þátt í því að halda borginni hreinni.
5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem
frestað var á fundi ráðsins 6. febrúar 2013:
Lagt er til að tilraunaverkefni um námskynningu grunnskólanemenda á iðn- og starfsnámi í samtarfi við Háteigsskóla og Tækniskólann haldi áfram. Reynsla af verkefninu og jákvæð upplifun nemenda og starfsmanna verði kynnt og nýtt sem skapalón til að fjölga þeim nemendum í borginni sem fá tækifæri til að kynnast iðn- og starfsnámi. Markmiðið verði að allir nemendur borgarinnar fái sambærilegt tækifæri.
Samþykkt að vísa svohljóðandi breytingartillögu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2014:
Lagt er til að vel heppnað tilraunaverkefni um námskynningu grunnskólanemenda á iðn- og starfsnámi í samtarfi við Háteigsskóla og Tækniskólann verði fest í sessi og fleiri grunnskólar og framhaldsskólar taki þátt.
Greinargerð fylgdi.
6. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 27. febrúar 2013, þar sem borgarstjórn vísar
svohjóðandi tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna til meðferðar skóla- og frístundasviðs:
Lagt er til að leik- og grunnskólahlutar skóla- og frístundasviðs hækki um samtals 20 m.kr. svo hægt verði að ráða inn þrjá sérfræðinga í þremur af þeim grunnþáttum sem Aðalnámskrá kveður á um; sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi og jafnrétti með það að markmiði að tryggja aðgang leik- og grunnskólakennara að stuðningi og ráðgjöf í þeirri vinnu sem framundan er við að innleiða Aðalnámskrár. Gert verði ráð fyrir sömu fjárhæð við gerð fjárhagsáætlunar árins 2014.
Greinargerð fylgdi. SFS2012060156
Frestað.
Auk þess lögð fram á fundinum minnisblöð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. mars 2013, varðandi innleiðingu þriggja grunnþátta menntunar, þ.e. jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda og sjálfbærni, í leikskólum og grunnskólum Reykjavíkur.
7. Val skóla- og frístundasviðs á þeim þjónustuþáttum skóla- og frístundasviðs sem unnir verða með aðferðarfræði kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar.
Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að skipa teymi sem stýri vinnu við þann þjónustuþátt skóla- og frístundasviðs sem áætlað er að taka út með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. Sá þjónustuþáttur er sérkennsla og stuðningur í sinni víðustu mynd og fyrirkomulag úthlutunar fjármagns til sérkennslu og stuðnings í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Teymið skili til sviðsstjóra tillögum að nálgun, umfangi og sjónarhornum, verklagi, tímaáætlun og þörf fyrir gögn og frekari rýningu umfram það sem þegar liggur fyrir í tölfræðigrunni skóla- og frístundasviðs. Sviðsstjóri geri skóla- og frístundaráði grein fyrir niðurstöðum teymis í aprílmánuði þar sem næstu skref verða ákveðin.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi
tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að skipa teymi sem kanni nýtingu námsgagna, sérstaklega bóka, í leikskólum. Teymið skili til sviðsstjóra tillögum að nálgun á verkefnið, sem unnið verði með aðferðafræði kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunargerðar. Markmiðið verði að kanna hvort staðlaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna sé að finna í bókakosti leikskólanna, og ef svo er hvernig brugðist er við því.
Samþykkt með 5 atkvæðum, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sátu hjá.
8. Lögð fram viljayfirlýsing, dags. 22. febrúar 2013, um faglegt samstarf skóla- og frístundasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. SFS2013020151
- Kl. 12:05 tók Guðlaug Erla Gunnarsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. mars 2013, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi Talnalykil, sem lögð var fram á fundi ráðsins 20. febrúar 2013. SFS2013030025
10. Lagt fram á fundinum svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. mars 2013, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi lóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla sem lögð var fram á fundi ráðsins 16. janúar 2013. SFS201301013
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir framlagt svar við fyrirspurn sinni frá 16. janúar um úrbætur á lóð frístundaheimilisins Stjörnulands og þá skýru viljayfirlýsingu, sem þar kemur fram, að lóðin verði lagfærð og yfirborðsefni hennar endurnýjuð þegar veður leyfir. Í fyrirspurninni var einnig tekið fram að bæta þurfi hljóðvist í frístundaheimilinu og væri gott að fá fljótlega svar við því hvenær vænta megi úrbóta að því leyti.
11. Umræður um verkferla skóla- og frístundasviðs og samskipti við aðra varðandi röskun á starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila vegna veðurs.
- Hlé gert á fundinum frá 12:20 til 12:50.
12. Starfs- og fjárhagsáætlunargerð skóla- og frístundasviðs 2014.
- Kl. 13.30 vék Óttarr Ólafur Proppé af fundi.
- Kl. 14:00 vék Sóley Tómasdóttir af fundi.
- Kl. 14:10 vék Eva Einarsdóttir af fundi.
- Kl. 14:30 viku Helgi Sigurðsson og Kristín Erna Arnarsdóttir af fundi.
13. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir skýringum á því af hverju umsóknarfrestur um stöður skólastjóra Háaleitis-skóla og Melaskóla, sem rann út 3. marz, var framlengdur um tvær vikur.
14. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að skilgreint verði og kynnt foreldrum hversu mikið af gjaldi foreldra fyrir mat í skólum borgarinnar fer til hráefniskaupa handa börnum.
Greinargerð fylgdi.
Frestað.
Fundi slitið kl. 14.35
Oddný Sturludóttir
Kjartan Magnússon Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir