Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ


Ár 2010, 10. nóvember var haldinn 132. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í sal Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 12.40. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Erna Ástþórsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Stefán Benediktsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Guðrún Valdimarsdóttir, SAMFOK; Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélag Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Kolbrún Vigfúsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Jón Hartmann Elíasson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram handbók um samstarf fjölskyldu og leikskóla, dags. 2010. Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir leikskólaráðgjafi kynnti handbókina og svaraði fyrirspurnum.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð fagnar handbók um samstarf fjölskyldna og leikskóla og þeirri góðu vinnu sem hefur átt sér stað við gerð hennar. Menntaráð óskar eftir því að verkefnið verði kynnt ítarlega fyrir starfshópi um samstarf foreldra og skóla sem Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á Menntasviði leiðir. Þannig verði lærdómar af verkefninu dregnir svo áfram geti Mennta- og Leikskólasvið Reykjavíkurborgar átt frumkvæði að gifturíku samstarfi við foreldra. Menntaráð óskar einnig eftir því að foreldraráð í leikskólum fái hana til umfjöllunar. Því er sérstaklega fagnað að tekið hafi verið tillit til foreldra af erlendum uppruna með þýðingu bæklings til foreldra sem byggður er á handbókinni á sjö tungumál.

2. Lögð fram skýrsla starfshóps um foreldraviku í leikskólum, dags. 2010. Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi á leikskólaskrifstofu Leikskólasviðs kynnti skýrsluna og svaraði fyrirspurnum.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir tillögur starfshóps um foreldraviku í leikskólum enda um frábært verkefni að ræða til að styrkja samband foreldra og skóla. Leikskólasviði er falið að útfæra tillögurnar í skrefum fyrir starfsáætlun næsta árs og að verkefnið verði kynnt í starfshópi um samstarf foreldra og skóla sem Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á Menntasviði leiðir.

3. Lögð fram skýrsla starfshóps um þekkingarheimsóknir, dags. 2010. Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi á leikskólaskrifstofu Leikskólasviðs kynnti skýrsluna og svaraði fyrirspurnum.

- Kl. 13.12 tók Pétur Magnússon sæti á fundinum.

Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir tillögu starfshóps um þekkingarheimsóknir og óskar eftir því að sérstaklega verði lögð áhersla á tvo eftirfarandi þætti:
Að unnið verði yfirlit um sérstöðu og gæði reykvískra leik- og grunnskóla í alþjóðlegu samhengi. Skoðaðir verði möguleikar á ráðstefnuhaldi í samvinnu við Háskóla Íslands og fleiri aðila. Menntaráð óskar eftir því að annarra tillagna starfshópsins sjáist stað í starfsáætlunum Leikskóla- og Menntasviðs 2011.

4. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs fór yfir stöðu tilraunaverkefnis í matarmálum í leik- og grunnskólum í Vesturbæ og svaraði fyrirspurnum þar að lútandi.

5. Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi á leikskólaskrifstofu Leikskólasviðs og Guðrún Edda Bentsdóttir verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu Menntasviðs, kynntu samráð um stefnumarkandi þætti í starfsáætlunum Leikskólasviðs og Menntasviðs 2011.

- Kl. 14:44 vék Pétur Magnússon af fundi og Óttarr Ólafur Proppé tók þar sæti.

6. Samþykkt að skipa Óskar Örn Guðbrandsson í stýrihóp BRÚAR – samráðsvettvangs um skólamál.

7. Lagt fram erindisbréf frá borgarstjóra dags. 3. nóvember 2010 vegna starfshóps um greiningu til samreksturs og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

- Kl. 15.05 vék Stefán Benediktsson af fundi.

8. Lagt fram svar fræðslustjóra og sviðsstjóra Leikskólasviðs, dags. 19. október 2010, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur, frá fundi menntaráðs 22. sept. sl., á eftirliti, skráningu og vinnureglum varðandi það þegar lús og njálgur koma upp í skólum borgarinnar.

9. Lagt fram svar fræðslustjóra dags. 19. október 2010, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa SAMFOKS, dags. 20. október sl., frá fundi menntaráðs, dags. 13. október sl., um starfstíma grunnskóla.

10. Lagt fram svar, dags. 10. nóvember 2010, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi menntaráðs 22. september sl., um þörf á þjónustu við yngstu árganga barna borgarinnar.

- Kl. 15.33 tók Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

11. Formaður kynnti að fyrirhugað sé að boða til aukafundar menntaráðs miðvikudaginn 17. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 15.35

Oddný Sturludóttir

Erna Ástþórsdóttir Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Óttarr Ólafur Proppé
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir