Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ

Ár 2010, 25. ágúst var haldinn 126. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í sal Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 12.40. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Erna Ástþórsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Óttarr Ólafur Proppé, Stefán Benediktsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir SAMFOK, Halldóra Guðmundsdóttir starfsfólk í leikskólum, Rósa Steingrímsdóttir Börnin okkar, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir Skólastjórafélag Reykjavíkur, Þorgerður L. Diðriksdóttir Kennarafélag Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir Félag stjórnenda í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri leikskólasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Jón Ingi Einarsson, Kristín Egilsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Hjartardóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 10. ágúst sl. um embættisafgreiðslu erinda sem borist hafa menntaráði, tvö mál.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra Leikskólasviðs dags. 23. ágúst sl., embættisafgreiðsla erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.

- Kl. 12.45 tók Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

3. Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir að óska eftir 102 m.kr viðbótarfjármagni vegna tónlistarskóla til borgarráðs.
Greinargerð fylgir.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir að marka stefnu um tónlistarfræðslu í Reykjavík. Fræðslustjóra verði falið að skipa í starfshóp sem skili tillögum fyrir áramót. Leiðarljósið verði að efla fagvitund, kostnaðarvitund, samstarf og jafnræði þegar kemur að tónlistarnámi og öllu skipulagi tónlistarskóla í Reykjavík. Menntaráð samþykkir jafnframt að frá og með hausti 2011 verði tónlistarnám barna og ungmenna í forgangi. Því verði sett aldursviðmið um þá nemendur sem Reykjavík niðurgreiðir tónlistarnám hjá.
Greinargerð fylgir.
Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um stefnumótun í tónlistarfræðslu í Reykjavík.
Fulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur óskað bókað:
Fulltrúi kennara leggur áherslu á að sveitarfélög þrýsti á samningaviðræður ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi tónlistarskóla. Í samræmi við verkaskiptingu í hinu almenna skólakerfi þá er hliðstæð nálgun í tónlistarskólakerfinu, sem ekki er aldurstengt, að miða annars vegar við grunn- og miðnám og hins vegar við framhaldsnám. Fulltrúi kennara vill beina því til menntaráðs a ð tekið verði mið af uppbyggingu tónlistarnáms í viðræðunum og lagt að ríkinu að taka í sinn hlut framhaldsnám í tónlistarskólum.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna fagnar því að málefni tónlistarskólanna skuli verða tekin til endurskoðunar og vonar að sjónarmið og áherslur Reykjavíkurborgar fái hljómgrunn í því samningsferli sem nú stsendur yfir milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins. Rekstur tónlistarskólanna er lögbundinn og því vekur furðu að ekki hafi verið gert ráð fyrir heildarútgjöldum í fjárhagsáætlun fyrir 2010. Þó viðræður um endurskoðun á kostnaðarskiptingu sveitarfélaga og ríkis standi yfir hefur nefndin ekki lokið störfum. Því var óraunsætt að gera ráð fyrir aðkomu ríkis í fjárhagsáætlun 2010. Greiður aðgangur að tónlistarmenntun er vissulega mikilvægur en á tímum efnahagsþrenginga og óhóflegs niðurskurðar í starfi leik- og grunnskóla og frístundaheimila er bagalegt að þurfa að fara fram á viðbótarfjármagn til tónlistarskólanna. Svo virðist sem óhóflegrar bjartsýni hafi gætt við gerð fjárhagsáætlunar um að breytingar yrðu á greiðslu þátttöku sveitarfélaga í rekstri tónlistarskóla. Vinstri græn telja að eðlilegast hefði verið að gera ráð fyrir framlaginu í upphafi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja stofnun starfshóps um stefnumótun í tónlistarfræðslu í Reykjavík. Sveitarfélögum er það í sjálfsvald sett hve miklu fjármagni er varið til rekstrar tónlistarskóla og því var Reykjavíkurborg í fullum rétti að standa að fjárhagsáætlun ársins 2010 með þeim hætti sem gert var í trausti þess að niðurstaða næðist í samningaviðræðum ríkisins og sveitarfélaga um breytingar á greiðsluþátttöku ríkisins. Leggja ber áherslu á að umræddum viðræðum verði haldið áfram af krafti og niðurstaða náist sem fyrst í þessum mikilvæga málaflokki.

4. Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Menntaráð samþykkir að fela fræðslustjóra að stofna starfshóp sem fer yfir tilhögun náms og kennslu nemenda með djúpa og miðlungs þroskahömlun með eða án viðbótarfatlana og væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir s.s. einhverfu, daufblindu og fjölfötlun. Hópurinn skal skoða sérstaklega stefnumótun í málaflokknum sem samþykkt var í menntaráði 2007 og sérkennslustefnu leikskólasviðs sem samþykkt var í leikskólaráði árið 2009, með tilliti til núverandi stöðu mála bæði hvað varðar faglegar áherslur og fjárhagslegt svigrúm. Hópurinn skal skila forgangsröðuðum tillögum til menntaráðs fyrir 1. nóvember nk.
Greinargerð fylgir.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð óskar eftir því að mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar verði falið að veita umsögn um tillögur starfshóps um tilhögun kennslu nemenda með þroskahömlun, áður en þær verða lagðar fyrir menntaráð.

5. Lagt fram minnisblað um innritunarmál í leikskólum.

6. Endurskipan í starfshópa.
Aðgerðahópur Pisa: Samþykkt að eftirtaldir skipi hópinn: Oddný Sturludóttir sem verður formaður, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Erna Ástþórsdóttir. Auk þeirra eru í hópnum, Árný Inga Pálsdóttir‚Ólafur Örn Pálmarsson, Hildur Hafstein, Ragnar Þorsteinsson, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Björk Svavarsdóttir og Steinunn Ármannsdóttir.
Starfshópur um forvarnir og lífsleiknikennslu: Frestað
Valnefnd vegna barnabókaverðlauna: Frestað
Hvatningarverðlaun (fyrir grunnskóla):
Samþykkt var að eftirtaldir skipi valnefnd: Óttarr Ólafur Proppé sem verður formaður, Ingi Bogi Bogason og Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Auk Þeirra eru í nefndinni: Sigurður Lyngdal Reynisson, Sigrún Gunnarsdóttir og Auður Árný Stefánsdóttir.
Hvatningarverðlaun (fyrir leikskóla):
Frestað

7. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Barnanna okkar, frá fundi menntaráðs 23. júní sl.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, frá fundi menntaráðs 11. ágúst sl., varðandi mötuneytismál í leik- og grunnskólum Reykjavíkur.

9. Lagt fram bréf um útkomu ársskýrslu Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2009.

10. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar. Umræður.
11. Fulltrúi Barnanna okkar lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
I. Sameining/samrekstur leikskóla:
Í skýrslu starfshóps um tilraun um samrekstur leikskólanna Tjarnarborgar og Öldukots 2009-2010 og í umræðu fundar menntaráðs 11. ágúst 2010 kom fram að það hefði mátt gefast meiri tími til funda með skólastjóra og starfsfólki beggja leikskóla. Í ljósi niðurskurðar á yfirvinnutíma leikskólastarfsmanna til fundarhalda, spyrjum við:
1. Verður tryggð fjárveiting til reglulegra fundarhalda starfsfólks, t.d. einu sinni í mánuði, á yfirvinnutíma a.m.k. fyrsta starfsárið þegar leikskólar verða sameinaðir?
II. Viðmiðunarmatseðill/hráefnismatseðill og samræmd innkaup í mötuneytum leik- og grunnskóla:
1. Hvernig verður tryggt að birgjar uppfylli útboðsgögn um gæði hráefnis, t.d. hvernig verður tryggt að það sé 70#PR fiskur í fiskbollum, og að magn og innihald uppfyllingar- og aukaefna séu í samræmi við markmið Lýðheilsustöðvar?
2. Hverjir munu sjá um úttekt hjá birgjum?
3. Hversu oft er slík úttekt ráðgerð?
4. Á viðmiðunarmatseðli fyrir 14 vikna tilraunaverkefni í Vesturbæ er á miðvikudögum súpa, grjónagrautur, pasta eða annar spónamatur á matseðli. Slíkur matseðill er ekki gagnsær og ekki auðvelt fyrir foreldra að átta sig á hollustu og innihaldi hráefnis. Ef vel er að verki staðið má hæglega elda hollar grænmetis- eða kjötsúpur eða hollan grjónagraut úr hýðishrísgrjónum eða heilhveitipasta. Hins vegar væri líka hægt að bjóða uppá næringalitla fæðu t.d. með að notast við pakkasúpu, hvítt pasta eða hvít hrísgrjón.
a. Hvernig verður tryggt að mötuneytin komi til með að uppfylla ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um hollustu í matarvali?
b. Hvernig koma foreldrar til með að geta nálgast á aðgengilegan hátt upplýsingar um innihaldslýsingar á matnum t.d. hvort grænmetissúpan á matseðli skólans sé í raun pakkasúpa?

12. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
• Hvernig var þátttaka (t.d. í #PR) í haustnámskeiðum kennara sem Menntasvið stóð fyrir?
• Hver stóð straum af kostnaði?
• Er námskeiðið niðurgreitt?
• Er eðlilegt að kennarar borgi fyrir þátttöku á haustnámskeiði? Er lagaheimild fyrir rukkuninni og hvaða reglur gilda um kostnaðinn við námskeiðið?

13. Fulltrúi Samfok lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í hvaða lög og/eða reglugerðir er vísað þegar kostnaðarhlutdeild foreldra í skólamáltíðum er ákvörðuð?

14. Fulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er staðan á innritun inn á frístundaheimilin? Eru öll börn að fá pláss?
Ef ekki, hve langur er biðlistinn og hvernig er áformað að leysa þennan vanda?

15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Óskað er eftir upplýsingum um framkvæmdir við skólalóð Vesturbæjarskóla.
1. Munu þau áform ganga eftir að battavöllur verði lagður á skólalóðinni á árinu?
2. Tilkynnt hefur verið að til standi að setja tvær færanlegar kennslustofur á skólalóðina til að auka rými frístundaheimilisins Skýjaborga en fyrir er ein slík stofa á lóðinni, sem notuð er í þágu þess. Foreldrar og nemendur hafa lýst yfir óánægju með þessar framkvæmdir þar aðstaða til leikja og íþróttaiðkunar á lóðinni mun enn skerðast vegna þeirra. Óskað er eftir því að leitað verði annarra leiða til að bæta úr húsnæðisþörf frístundaheimilisins en að skerða leikaðstöðu nemenda. Í því sambandi má skoða möguleika á að frístundaheimilið fái aukna aðstöðu í skólahúsnæðinu eða í lausu húsnæði í grenndinni.

Fundi slitið kl. 14.40

Oddný Sturludóttir

Erna Ástþórsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Stefán Benediktsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir