Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2009, 7. október kl. 14:00 var haldinn 63. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Ragnar Sær Ragnarsson formaður, Þórey Vilhjálmsdóttir, Ingvar Jónsson, Einar Örn Ævarsson, Hermann Valsson, Marsibil Sæmundardóttir og Oddný Sturludóttir. Auk þeirra sátu fundinn Gunnar Hólm, varaáheyrnarfulltrúi F-lista, Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Ingunn Gísladóttir.
Fundargerð ritaði Guðrún Hjartardóttir.


Þetta gerðist:


Formaður bauð þau Marsibil Sæmundardóttur nýjan fulltrúa S-lista sem tekur við af Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur og Gunnar Hólm nýjan varafulltrúa F-lista velkomin til sinnar fyrstu setu í leikskólaráði. Jafnframt var Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur þakkað fyrir vel unnin störf í ráðinu.

1. Kynning á starfsemi í leikskólanum Sæborg sem fékk hvatningarverðlaun leikskólaráðs 2009. Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri kynnti fjölbreytilegt og skapandi starf í leikskólanum Sæborg.

2. Uppbyggingaráform Leikskólasviðs árið 2010. Fulltrúar frá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar kynntu helstu áform um framkvæmdir í leikskólum og á leikskólalóðum á komandi ári. Svar við fyrirspurn frá Samfylkingunni á síðasta fundi.

3. Þróun og spá um fjölgun barna á leikskólaaldri, svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar.

4. Starfs- og fjárhagsáætlun, umræður. Haldnir hafa verið fjóra samráðsfundir vegna starfsáætlunargerðar, með leikskólastjórum, fulltrúum starfsmanna, fulltrúum foreldra og börnum í leikskólum. Nokkur atriði frá þessum fundum voru kynnt sem hugsanlegar hugmyndir að skrefum í starfsáætlun 2010. Vinna við fjárhagsáætlun stendur yfir. Þrír vinnu- og samráðsfundir meiri- og minnihluta hafa verið haldnir og leikskólastjórar hafa komið saman og rætt hugmyndir vegna fjárhagsáætlunar. Vinna við fjárhagsáætlun mun halda áfram á næstunni og þarf að vinnast hratt. Formaður lagði til að boðað yrði til aukafundar í leikskólaráði í næstu viku, vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Bókin áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra:
Í ljósi þess að Leikskólasvið þarf að hagræða um 600 millj. kr. fyrir fjárhagsárið 2010 beinir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra því til leikskólaráðs að þjónustutrygging til foreldra verði endurskoðuð.

5. Viðaukasamningur við Hjallastefnuna, til samþykktar.
Samningurinn samþykktur með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá, einn var á móti.

Kl. 16:20 vék Ingvar Jónsson af fundi.

6. Sérkennslumál, svar við fyrirspurn Vinstri grænna, lagt fram.

7. Fyrirspurnir til sviðsins:
Fyrirspurn frá fulltrúum Vinstri grænna:
Hversu mörg börn nutu sérkennslu í leikskólum árið 2008 og hversu mörg börn njóta sérkennslu í leikskólum miðað við 1. október.
Fyrirspurn um stöðu dagforeldrar frá fulltrúum Samfylkingarinnar:
Samfylkingin óskar eftir minnisblaði um stöðu dagforeldra í Reykjavík, fjölda starfandi dagforeldra og fjölda barna á hvert dagforeldri.
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar
Óskað er eftir yfirliti um kerfiskostnað sem Leikskólasvið hefur þurft að bera vegna innleiðingar þjónustutryggingar (heimgreiðslna).


Fundi slitið kl. 16:22


Ragnar Sær Ragnarsson
Hermann Valsson Einar Örn Ævarsson Oddný Sturludóttir Þórey Vilhjálmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir