Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ

Ár 2010, 23. júní var haldinn 124. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í sal Miðbæjarskólans að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 12.40. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Óttarr Ólafur Proppé, Rúna Malmquist og Stefán Benediktsson. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir, SAMFOK; Friðgeir Ásgeirsson, Börnin okkar; Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, Skólastjórafélag Reykjavíkur; Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélag Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir, Félag stjórnenda í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Jón Ingi Einarsson, Kolbrún Vigfúsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. júní sl. um kosningu sjö manna í menntaráð til fjögurra ára og sjö til vara.
Formaður var kjörinn Oddný Sturludóttir.

Menntaráð skipa:
Oddný Sturludóttir
Óttarr Ólafur Proppé
Eva Einarsdóttir
Stefán Benediktsson
Kjartan Magnússon
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Líf Magneudóttir

Til vara:
Erna Ástþórsdóttir
Pétur Magnússon
Ingi Bogi Bogason
Hanna Lára Steinsson
Marta Guðjónsdóttir
Rúna Malmquist
Sigríður Pétursdóttir

Formaður lagði til að Óttarr Ólafur Proppé yrði kjörinn varaformaður ráðsins.
Samþykkt.

2. Lögð fram samþykkt fyrir menntaráð Reykjavíkurborgar, dags. 2. júlí 2009 og samþykkt fyrir leikskólaráð Reykjavíkurborgar, dags. 18. nóvember 2009. Jafnframt lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. júní sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar 15. júní sl. var samþykkt tillaga þess efnis að fram til næstu áramóta fari menntaráð með verkefni leikskólaráðs.

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs kynnti starfsemi sviðsins og svaraði fyrirspurnum.

Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri, kynnti starfsemi Menntasviðs og svaraði fyrirspurnum.

Eftirtaldir varamenn menntaráðs sátu fundinn á meðan á kynningum sviðstjóranna stóð: Erna Ástþórsdóttir, Ingi Bogi Bogason og Hanna Lára Steinsson.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sjálfstæðismenn í menntaráði kalla eftir markmiðum með sameiningu menntaráðs og leikskólaráðs. Nýr meirihluti í borgarstjórn, meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa tekið ákvörðum um sameiningu menntaráðs og leikskólaráðs í hagræðingarskyni. Það er miður enda afar góð reynsla af leikskólaráði á liðnu kjörtímabili þar sem fagfólki fjölgaði verulega, allir samningar urðu faglegri og öruggari og þjónusta við skóla, dagforeldra og foreldra efldist til muna. Sjálfstæðismenn hvetja nýjan meirihluta til að rýna vel fjölmarga ókosti fyrir 100 leikskóla við að fá mun minni umræðu og athygli í sameinuðu ráði. Samkvæmt samantekt Menntasviðs um flokkun mála sem tekin voru fyrir í sameinuðu menntaráði Reykjavíkur sem starfaði í lok þar síðasta kjörtímabils og í upphafi síðasta kjörtímabils kemur í ljós að einungis 35#PR þeirra fjölluðu um málefni leikskólanna. Leikskólar og grunnskólar eru tvö ólík skólastig með ólíkar þarfir þó að sjálfsagt sé að vinna að aukinni samfellu á milli loka leikskóla og upphafs grunnskóla. Um er að ræða fjárfrekustu málaflokka borgarinnar og miklu nær væri að sameina önnur lítil ráð fyrst. Það vekur furðu að nýr meirihluti í borgarstjórn ætli að byrja á því að hagræða þegar kemur að fjölskyldumálum og þá ekki síst hvað varðar málefni barna í leikskólum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurnir:
1. Hvert er markmið meirihlutans með sameiningu ráðanna?
2. Hver er hagræðingin við sameiningu ráða, í krónum talið?
3. Er starfsfólk beggja sviða sátt við þessi áform?
4. Eru skólastjórar beggja stiga sáttir við þessi áform?
5. Hefur farið fram fagleg úttekt á störfum menntaráðs og leikskólaráðs í aðdraganda að sameiningu ráðanna og kostir þess metnir að hafa tvö ráð starfandi á vegum borgarinnar sem vinnur að menntun barna í borginni?
6. Hefur verið haft samráð við samtök foreldra, kennara og skólastjórnenda við sameiningu leikskóla- og menntaráðs?

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins óskuðu bókað:
Markmið með sameiningu menntaráðs og leikskólaráðs er faglegs eðlis enda lítur meirihluti menntaráðs svo á að leikskólastigið sé fyrsta skólastigið og að mikilvægt sé að skapa tengsl og samfellu milli menntunar allt frá upphafi leikskólagöngu til loka grunnskólans. Fagfélög leikskóla- og grunnskólakennara gagnrýndu mjög uppskiptingu ráðanna árið 2006 enda hafði verið unnið að því lengi að sameina málefni grunnskóla og leikskóla undir sameiginlegri pólitískri yfirstjórn. Í bókun Sjálfstæðisflokksins er vísað til samantektar Menntasviðs um flokkun mála í sameinuðu menntaráði og að þar hafi leikskólinn farið halloka. Þessum skilningi er mótmælt. Þegar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að sameiginleg mál beggja skólastiganna voru fjölmörg og alltaf rædd í sameinuðu menntaráði og því er ekki rétt að 65#PR allra mála hafi alls ekki tengst leikskólunum. Svo má benda á að miðað við umfang, barnafjölda og fjármagn leikskólanna þá hafi umfjöllun um leikskóla í raun verið mun meiri. Það er fleira sem sameinar leikskóla og grunnskóla en sundrar – og fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hlakka til að takast á við stefnumörkun leik- og grunnskóla, með gleði, virðingu og sköpun að leiðarljósi.

3. Lagt fram yfirlit yfir fundi menntaráðs á haustönn 2010 með fyrirvara um breytingar. Ráðið mun funda 2. og 4. miðvikudag í mánuði kl. 12:30-16:00, auk þess verða tveir fagfundir á önninni, 15. september og 17. nóvember.

4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní sl., þar sem fram kemur að borgarráð hafi samþykkt tillögu um að setja af stað þróunarverkefni til að hvetja til menningarstarfsemi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Veittur verður menningarfáni sem viðurkenning á framúrskarandi menningarstarfi. Menningar- og ferðamálasviði var falin útfærsla á verkefninu í samstarfi við Mennta- og Leikskólasvið, ÍTR og hlutaðeigandi samtök listamanna.

5. Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að láta kanna hver staðan er varðandi samstarfsverkefni um málþroska og læsi milli leikskóla og grunnskóla og verkefni á þessu sviði sem unnið er að í einstökum skólum. Einnig verði kannaður fjöldi þróunarverkefna sem hafa það að markmiði að efla málþroska og læsi og hafa verið unnin í leik- og grunnskólum sl. fimm ár og hver árangurinn af þeim hefur verið. Jafnframt verði kortlagt hvaða skimanir á málþroska og læsi eru lagðar fyrir tvo elstu árganga leikskólans og tvo yngstu árganga grunnskólans og hvernig unnið er með niðurstöðurnar.
Hópurinn móti tillögur um áframhaldandi samstarf leik- og grunnskóla um eflingu málþroska og læsis á grundvelli þeirra niðurstaðna sem fram koma.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Samfylkingarinnar og Besta flokksins:
Menntaráð samþykkir að stofna starfshóp sem leitar leiða til að auka námsáhuga drengja í skóla. Hópurinn skal vinna með sérfræðingum háskólasamfélagsins að því að kanna fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því hvaða þættir hafa áhrif á námsárangur barna og unglinga og skoða sérstaklega kynjamun í þessu samhengi. Rannsóknir á líðan barna verði skoðaðar í tengslum við vinnu starfshópsins. Starfshópurinn skal undirbúa vinnuþing um málefnið sem opið verði fyrir hagsmunaaðila skólastarfs. Starfshópurinn skal leggja fyrir menntaráð tillögur að aðgerðum til að efla námsáhuga nemenda í grunnskóla.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð samþykkir að stofna starfshóp sem leiti leiða til að uppræta áhrif staðlaðra kynjamynda á tækifæri og aðstæður barna til að þroskast og mennta sig. Hópurinn skal vinna með mannréttindastjóra borgarinnar og sérfræðingum háskólasamfélagsins að því að finna leiðir til að afmá þau höft sem staðalímyndir skapa fyrir stúlkur og drengi og möguleika þeirra til menntunar og innihaldsríks lífs. Starfshópurinn skal undirbúa vinnuþing um málefnið sem verði opið fyrir öllum hagsmunaaðilum skólastarfs. Starfshópurinn skal leggja fyrir menntaráð tillögur að aðgerðum til að efla sjálfstraust og hæfileika barna til að þroska með sér áhugamál og hæfileika óháð stöðluðum ímyndum um hlutverk kvenna og karla.
Frestað.

Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Áherslur nýs meirihluta eru tilfinnanlega gamaldags þegar kemur að jafnrétti í skólastarfi. Ljóst er að drengir og stúlkur alast upp við staðlaðar kynímyndir sem hafa mótandi áhrif á þau frá fæðingu á öllum sviðum lífsins. Námsáhugi skiptir máli, en það gerir líka sjálfsmynd og sjálfstraust, samskiptahæfileikar, ábyrgðartilfinning og ótal aðrir eiginleikar manneskjunnar.
Meðaltalsrannsóknir sýna minni námsáhuga meðal drengja en stúlkna, en þær sýna líka minna sjálftraust meðal stúlkna en drengja, og reyndar ansi mikinn mun á mörgum mikilvægum eiginleikum sem kynin virðast hafa ójöfn tækifæri til að þroska með sér. Að skipa sérstakan starfshóp um einn þeirra án þess að málin séu rædd eða skoðuð í samhengi er mikil einföldun á raunveruleikanum og skilar ekki þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað á umhverfi og aðstæðum barna í skólakerfinu. Það þarf að skoða kynin sem margleitan hóp en ekki beina sjónum að einum afmörkuðum þætti annars kynsins út frá mjög þröngum mælikvörðum.
Tillaga meirihlutans er dregin beint upp úr drengjaorðræðunni sem skapaðist undir lok síðustu aldar en hefur verið gagnrýnd harðlega af kynjafræðingum bæði hérlendis og erlendis. Fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði getur ekki samþykkt þessa þröngsýnu og gamaldags nálgun.
Það er augljóst að til þess að skólar standist jafngildismarkmið í lögum og námskrám þarf að efla jafnréttisfræðslu drengja og stúlkna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins óskuðu bókað:
Það vekur furðu að fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði skuli greiða atkvæði gegn tillögu um að skoða beri orsakir áhugaleysis stráka í skólum, sem sannað hefur verið í nýlegum íslenskum rannsóknum. Góður skóli mætir þörfum bæði stráka og stelpna og brýnt að skoða vel ef annað kynið sker sig svo úr eins og raun ber vitni. Alltaf skal hafa í huga að brjóta upp staðlaðar kynímyndir og ekki undanskilja samfélagsleg áhrif á mótun stráka og stelpna. Starfshópurinn mun að sjálfsögðu skoða rannsóknir á líðan og sjálfsmynd barna í tengslum við vinnuna.

Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna setur sig ekki á móti tillögum um að kanna áhugaleysi nemenda á námi í grunnskólum en telur að nokkurs metnaðarleysis gæti í að kanna einn afmarkaðan þátt bundinn við annað kynið. Sú tillaga sem meirihlutinn lagði fram með vísun í rannsóknir á viðfangsefninu hafa ekki sýnt að hún eigi við rök að styðjast.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins óskuðu bókað:
Gagnmerk rannsókn frá árinu 2008 liggur fyrir um áhuga barna á námi og hún verður skoðuð ásamt öðrum rannsóknum sem gagnast kunna.

7. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní sl., þar sem fram kemur að borgarráð hafi samþykkt að fela Leikskólasviði að endurskoða reglur um systkinaforgang á leikskólum borgarinnar. Greinargerð ásamt tillögum verði lögð fyrir mennta- og borgarráð.

- Kl. 15:30 vék Bryndís Jónsdóttir af fundi.

8. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 10. júní sl., við beiðni leikskólaráðs um að kanna lögmæti þess að Framkvæmdasvið sjái um aðalskoðun í leikskólum borgarinnar.

Áheyrnarfulltrúi Barnanna okkar óskaði bókað:
Börnin okkar, samtök foreldra leikskólabarna líta svo á að borgarlögmaður sé sammála okkur um að aðilar á vegum Reykjavíkurborgar séu ekki óháðir í störfum sínum og því ófullnægjandi að heilbrigðiseftirlit sinni aðalskoðun.

9. Lagt fram svar Leikskólasviðs, dags. 21. júní sl., við fyrirspurn Barnanna okkar, frá fundi leikskólaráðs19. maí sl., varðandi eftirlit með öryggismálum á leikskólum.

Áheyrnarfulltrúi Barnanna okkar lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
1. Varðandi aðalskoðun:
a) Hvenær fór síðasta aðalskoðun á leiksvæðum leikskóla Reykjavíkurborgar fram?
b) Börnin okkar óska eftir að fá afrit af niðurstöðum seinustu aðalskoðunar.
2. Varðandi eldvarnarmál:
a) Börnin okkar óska eftir að fá afrit af spurningalista þeim sem sendur var á leikskólastjóra eins og hann barst þeim.
b) Börnin okkar óska eftir niðurstöðum brunavarnakannana sem gerð var í vetur.

10. Lagt fram fjárhagslegt uppgjör Leikskólasviðs fyrir tímabilið janúar-mars 2010. Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri Leikskólasviðs kynnti uppgjörið og svaraði fyrirspurnum.

11. Lagt fram fjárhagslegt uppgjör Menntasviðs fyrir tímabilið janúar-mars 2010. Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri Menntasviðs kynnti uppgjörið og svaraði fyrirspurnum.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar skólastjórum og starfsfólki leikskóla og grunnskóla sem og starfsfólki sviðanna fyrir að sýna ábyrgð í rekstri í erfiðu árferði.

12. Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem staðfestar voru á fundi borgarstjórnar 20. okt. sl. Jafnframt lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. okt. sl. þar sem óskað er eftir því að reglurnar séu lagðar fram í menntaráði og þær undirritaðar af kjörnum fulltrúum.

13. Menntaráð samþykkti að skipa eftirtalda fulltrúa í nefnd um íslenskuverðlaun menntaráðs: Marta Guðjónsdóttir formaður, Stefán Benediktsson, Kristín Jóhannesdóttir og Þorgerður Diðriksdóttir.

14. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hefur Menntasvið gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir skemmdarverk á útikennslustofum?

15. Áheyrnarfulltrúi Barnanna okkar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Varðandi mataræði á leikskólum borgarinnar:
a) Börnin okkar óska eftir upplýsingum um hversu hárri upphæð var varið í matarinnkaup per barn á ári frá 2004 - 2009 brotið niður á ár. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hversu mikið er áætlað að verja í matarinnkaup í ár.
b) Ragnhildur Erla Bjarnadóttir vísar til þess í svarbréfi sínu til starfsfólks leikskólans að Klömbrum að „Nýleg könnun meðal stjórnenda leikskóla sýnir að með, útsjónasemi hefur verið unnt að bjóða upp á fæði sem uppfyllir gæðakröfur Lýðheilsustöðvar.” Í hvaða könnun er verið að vísa þar?
c) Börnin okkar óska eftir afriti af könnun þessari og niðurstöðum hennar.
16. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að minnihlutinn verði boðaður á undirbúningsfundi menntaráðs eins og til stendur að gera meðal annars í skipulags- og samgönguráði í anda boðaðra nýrra vinnubragða meirihlutans.
Frestað.


Fundi slitið kl. 16.25

Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Rúna Malmquist Stefán Benediktsson.