Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ

Ár 2010, 15. september var haldinn 128. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í Heiðmörk, í rjóðri við Elliðavatn og í fundarsal Skógræktarfélags Reykjavíkur í Elliðavatnsbæ og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Erna Ástþórsdóttir, Líf Magneudóttir, Óttarr Ólafur Proppé og Stefán Benediktsson. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Halldóra Guðmundsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Rósa Steingrímsdóttir, Börnin okkar; Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, Skólastjórafélag Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, Kennarafélag Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir og Ingunn Gísladóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fundurinn hófst í skógarrjóðri í Heiðmörk þar sem Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskólans í Reykjavík kynnti fundarmönnum kennsluaðferðir Náttúruskólans og sagði frá starfseminni. Þá fóru fundarmenn inn í fundarsal Skógræktarfélags Reykjavíkur í Elliðavatnsbænum og Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins sagði frá starfi félagsins og sögu Elliðavatnsbæjarins.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar Helga Gíslasyni frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Helenu Óladóttur frá Náttúruskóla Reykjavíkur fyrir stórskemmtilega móttöku og kynningu á útikennslu og útivist. Menntaráð telur mikilvægt að börn í skólum borgarinnar fái tækifæri til að nema í náttúrunni og efla þar með umhverfisvitund og sjálfbærni.

2. Þorkell Heiðarsson og Unnur Sigurþórsdóttir, starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kynntu fræðslustarfsemi garðsins.

- Kl. 14.40 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar Þorkeli Heiðarssyni og Unni Sigþórsdóttur, starfsmönnum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fyrir góða kynningu á fræðslustarfinu sem fram fer í garðinum. Þrír af hverjum fjórum gestum garðsins eru börn á leik- og grunnskólaaldri. Bætir sú fræðsla miklu við hefðbundið nám sem fram fer í leik- og grunnskólum borgarinnar. Menntaráði finnst afar mikilvægt að börn og fjölskyldur í Reykjavík hafi í sínu næsta umhverfi tækifæri til að kynnast íslensku dýralífi undir stjórn fagfólks.

3. Sigríður Thorlacius lögfræðingur Menntasviðs og Leikskólasviðs Reykjavíkur kynnti reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, nr. 585/2010 og reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum, nr. 584/2010.

- Kl. 15:23 vék Líf Magneudóttir af fundi.
- Kl. 15:40 viku Ragnar Þorsteinsson og Ragnhildur Erla Bjarnadóttir af fundi.

4. Halldóra Pétursdóttir, leikskólastjóri í Laufskálum, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar, sem fram fór veturinn 2009 til 2010, á innra mati í sex leikskólum í Reykjavík.

5. Fimmta lið útsendrar dagskrár var frestað.

Fundi slitið kl. 16.37

Oddný Sturludóttir

Erna Ástþórsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Kjartan Magnússon Stefán Benediktsson