Skóla- og frístundaráð
MENNTARÁÐ
Ár 2010, 9. júní var haldinn 123. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal og hófst kl. 16.16. Fundinn sátu Kjartan Magnússon, formaður, Elínbjörg Magnúsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Eggertsson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bryndís Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOK og Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 5. júní sl., um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.
2. Lagðar fram niðurstöður fyrirspurnar um samsetningu máltíða í grunnskólum, dags. 2. júní sl. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar því að upplýsingar um framboð og samsetningu máltíða í grunnskólum Reykjavíkur liggi fyrir. Niðurstöðurnar benda til þess að yfir 80#PR svarenda/matráða telja að hollusta eða samsetning matar hafi ekki breyst vegna hagræðingar í rekstri. Menntaráð telur að brýnt sé að hollusta sé tryggð í samsetningu máltíða og treystir því að könnunin nýtist vel við að bæta frekar mataræði í grunnskólum Reykjavíkur.
3. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 7. júní sl., um kostnað vegna tónlistarnemenda 16 ára og eldri.
Bókun menntaráðs:
Um nokkurt skeið hafa átt sér stað viðræður milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar vegna tónlistarkennslu nemenda 16 ára og eldri. Á kjörtímabilinu hafa ráðherrar menntamála ítrekað lýst yfir þeim vilja sínum að leysa yrði þann hnút, sem hefur verið á milli ríkis og sveitarfélaga á sviði tónlistarfræðslu og ná fram skýrari lagaramma um starfsemi tónlistarskólanna. Menntaráð lýsir yfir vonbrigðum með að niðurstaða skuli ekki enn hafa náðst í þessum viðræðum og telur afar brýnt að samningar náist sem fyrst svo tryggt sé að tónlistarkennslu nemenda 16 ára og eldri sé ekki stefnt í hættu næsta haust.
4. Lögð fram samantekt ábendinga frá íbúafundum um menntamál, íþrótta- og tómstundamál sem haldnir voru sl. vetur.
- Kl. 16.54 tók Þorgerður Diðriksdóttir sæti á fundinum.
5. Lagt fram yfirlit, stöðumat í júní, yfir stöðu framkvæmda markmiða starfsáætlunar Menntasviðs 2010.
- Kl. 16.57 vék Elínbjörg Magnúsdóttir af fundi.
6. Lagt fram bréf frá SAMFOK, dags. 1. júní sl., tilkynning um nýja stjórn samtakanna og áheyrnarfulltrúa í menntaráði.
7. Formaður þakkaði menntaráði og embættismönnum þess fyrir gott samstarf og vel unnin störf á kjörtímabilinu.
Fundi slitið kl. 17.30
Kjartan Magnússon
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Sigríður Pétursdóttir