Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2012, 5. desember, var haldinn 31. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 12.25. Fundinn sátu Óttarr Ólafur Proppé varaformaður, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Pétur Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Eiríka Ólafsdóttir, kennarar í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir. Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

Varaformaður bauð Andreu Sigurjónsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í skóla- og frístundaráði.

1. Lögð fram skýrsla starfshóps um samstarf Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. nóvember 2012. Þorkell Heiðarsson, sviðsstjóri þjónustusviðs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og formaður starfshópsins, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012020127

- Kl. 13.00 tók Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2012, um tillögur til umræðu að breytingum á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu. Auk þess lagðar fram reglurnar með merktum tillögum að breytingum. Hildur Skarp-héðinsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu og Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012110232

3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2012, um tillögur til umræðu að nýjum reglum skóla- og frístundasviðs um þjónustu frístunda-heimila. Auk þess lögð fram drög að reglunum. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu og Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012110233

4. Lagður fram þjónustusamningur skóla- og frístundasviðs við RannUng um að styrkja og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna og miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á því sviði. SFS2012110234

Samþykkt og vísað til borgarráðs.

5. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2012, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 3. október 2012 um stöðu íþrótta-kennslu við Vogaskóla. SFS2012100144

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Við þökkum fyrir framlagt svar fræðslustjóra við fyrirspurn okkar sjálfstæðismanna og lýsum yfir ánægju með að gripið hefur verið til aðgerða til að útvega búnað til íþróttakennslu, sem hæfir grunnskólanemendum. Í svarinu kemur hins vegar fram að útlit sé fyrir að tímum Vogaskóla í íþróttahúsinu muni fækka á næsta skólaári þar sem menntaskólinn hyggst taka hluta þess undir kennslu. Staða íþróttakennslu við Vogaskóla er því óviðunandi og afar mikilvægt að leitað verði leiða til úrbóta og fundin lausn á þessu vandamáli til frambúðar.

6. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. nóvember 2012, að umsögn um tillögur verkefnahóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna mögulegs samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tónlist og listmenntun. Einnig lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 8. júní 2012, þar sem borgarráð vísar erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs. SFS2012060124
Tillaga sviðsstjóra að umsögn samþykkt.
7. Lögð fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. desember 2012, að umsögn um Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009-2012. Auk þess lagt fram bréf starfshóps um endurskoðun menningarstefnu, dags. 3. apríl 2012, þar sem óskað er eftir athugasemdum skóla- og frístundaráðs við gildandi stefnu. Einnig lögð fram Menningarstefna Reykjavíkurborgar 2009-2012. SFS2012110091
Tillaga sviðsstjóra að umsögn samþykkt.
8. Lagt fram níu mánaða uppgjör skóla- og frístundasviðs. Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri og Íris Björk Pétursdóttir, deildarstjóri á skóla- og frístundasviði, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012060143

Fundi slitið kl. 15.00

Óttarr Ólafur Proppé

Hilmar Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Pétur Magnússon
Sóley Tómasdóttir Stefán Benediktsson