No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2012, 3. október, var haldinn 26. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.10. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Óttarr Ólafur Proppé, Marta Guðjónsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir. Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs árið 2013, auk þess lagt fram á fundinum minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 3. október 2012, trúnaðarmál. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri og Kristín Egilsdóttir fjármálastjóri skóla- og frístundasviðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012100012
Drögum að starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2013 vísað til borgarráðs.
- Kl. 12.25 vék Kristín Egilsdóttir af fundi.
- Hlé gert á fundinum frá kl. 12.25 til 12.50.
2. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2012, um staðfestingu starfsáætlana leikskóla Reykjavíkur leikskólaárið 2012-2013 auk starfsáætlana 56 leikskóla Reykjavíkurborgar og 14 sjálfstætt starfandi leikskóla. SFS2012090302
Samþykkt.
3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 1. október 2012, um staðfestingu starfsáætlana þriggja grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 2012-2013, skóla sem fengu frest, auk starfsáætlana viðkomandi grunnskóla. SFS2012040202
Samþykkt.
4. Lagt fram yfirlit, dags. í sept. 2012, yfir framkvæmd markmiða í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2012. SFS2011100272
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 17. september 2012, um smíðavelli skóla- og frístundasviðs sumarið 2012. SFS2012090102
- Kl. 13.10 tók Kristín Egilsdóttir sæti á fundinum.
6. Lagðar fram niðurstöður könnunar um fjölda í sumarsmiðjum fyrir 10 – 12 ára börn í Reykjavík og niðurstöður könnunar til foreldra barna er tóku þátt sumarið 2012. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu skóla- og frístundasviðs kynnti og svaraði fyrirspurnum. Einnig sýnt myndband um sumarsmiðjur Gufunesbæjar 2012. SFS2012090103
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Niðurstöður fyrstu viðhorfskönnunar til foreldra barna sem tóku þátt í sumarsmiðjum skóla- og frístundasviðs sumarið 2012 eru ánægjulegar. 96#PR foreldra segja að barni þeirra hafi liðið vel í smiðjunum og sama hlutfall foreldra segja að barnið hlakkaði til að fara. Heildaránægja er 95#PR en helst má bæta upplýsingar um viðfangsefni smiðjanna. Niðurstöðurnar eru til marks um frábært sumarstarf, reykvískum börnum til heilla og hamingju.
7. Starfshópurinn Brú. Eva Einarsdóttir, formaður starfshópsins, kynnti og svaraði fyrirspurnum. Einnig sýnt hlaðvarp um barna og unglingalýðræði.
- Kl. 14.00 viku Eva Einarsdóttir, Rósa Ingvarsdóttir og Þórunn Gyða Björnsdóttir af fundi.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2012, um embættisafgreiðslur erindis sem borist hefur skóla- og frístundaráði, eitt mál. SFS2011100054
Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að endurskoða reglur um leikskólaþjónustu með það í huga að rétta hlut námsmanna í fæðingarorlofi.
9. Lagt fram svar, dags. 27. september 2012, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 5. september 2012 varðandi biðlista og mönnun frístundaheimila. SFS2012080213
10. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um stöðu íþróttakennslu við Vogaskóla þar sem eftirfarandi spurningum verði m.a. svarað:
1. Hve stór hluti leikfimikennslu Vogaskóla fer fram í íþróttahúsinu við skólann og hve stór hluti annars staðar? Er unnt að ná samkomulagi um að öll íþróttakennsla Vogaskóla fari fram í húsinu?
2. Með hvaða hætti var staðið að tilfærslu íþróttahússins frá Reykjavíkurborg til ríkisins á sínum tíma? Var gert samkomulag milli aðila um nýtingu þess?
3. Ábendingar hafa borist um að tæki í íþróttahúsinu séu miðuð við þarfir aldurshópsins 16-20 ára fremur en barna. Ef rétt reynist, getur fræðslustjóri þá beitt sér fyrir því að útveguð verði tæki við hæfi grunnskólabarna í húsið?
11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema verði boðið að koma á fund skóla- og frístundaráðs til að kynna hugmyndir sambandsins um úrbætur í menntamálum.
- Kl. 14.25 vék Kristín Egilsdóttir af fundi.
12. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, Marta Guðjónsdóttir, óskaði eftir umræðum um slys sem varð í strætóferð barna úr leikskóla í Grafarvogi.
13. Áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum í skóla- og frístundaráði lagði fram svoljóðandi tillögu:
Rannsóknir, foreldrakannanir og vitnisburður fórnarlamba eineltis hafa sýnt fram á að einelti er algengt í frímínútum og virðist lítið hafa lagast í þeim efnum síðustu ár. Fulltrúi foreldra leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það að markmiði að skoða fyrirkomulag frímínútna og frímínútnagæslu í grunnskólum og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við einn eða fleiri skóla borgarinnar með það fyrir augum að finna annað fyrirkomulag á útivist nemenda eða aðra farsæla leið til að auka öryggi, minnka einelti og bæta líðan barna á skólalóðinni.
Samþykkt.
Formaður þakkaði S. Ingibjörgu Jósefsdóttur, fulltrúa skólastjóra í grunnskólum í skóla- og frístundaráði, sem sat sinn síðasta fund, fyrir samstarfið.
Fundi slitið kl. 14.30
Oddný Sturludóttir
Hilmar Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Sóley Tómasdóttir