No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Fundargerð s
Ár 2012, 21. ágúst, var haldinn 23. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Kerhólum, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl.13.05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé.
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum; S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Stella Marteinsdóttir, starfsmenn í leikskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Eygló Traustadóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. ágúst 2012, þar sem lögð er fram svohljóðandi tillaga:
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um að hluti af starfsemi Vogasels flytjist úr húsnæði Vogaskóla í Sólheima 35. Húsnæðið að Sólheimum 35 verði nýtt tímabundið á meðan unnið verður að framtíðarlausn fyrir frístundaheimili í Vogaskóla.
Greinargerð fylgdi. SFS2012080102
Samþykkt með 4 atkvæðum og vísað til borgarráðs. Líf Magneudóttir, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gagnrýna skamman fyrirvara sem kjörnir fulltrúar hafa fengið til að skoða fyrirliggjandi tillögur um málefni Vogasels og Hofs. Því sitja þeir hjá.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagna þeirri góðu lausn sem liggur nú fyrir með húsnæðismál Vogasels og frístundaklúbbsins Hofsins. Lengi hefur verið leitað að ásættanlegri lausn og hafa foreldrar barna í Vogaseli kallað eftir skjótri úrlausn mála. Margir hafa komið að þessari lausn sem ýtir undir að framtíðarhúsnæði fyrir Vogasel komist á framkvæmdaáætlun. Eins býðst nú börnum og ungmennum með fötlun í grunnskólum borgarinnar vestan Elliðaáa mun betri aðstaða í húsnæði sem er sérhannað með þarfir þeirra í huga. Öllum hlutaðeigandi er þakkað fyrir sinn hluta í undirbúningnum og bæði Vogaseli og Hofinu óskað velfarnaðar í vetur.
2. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. ágúst 2012, þar sem lögð er fram svohljóðandi tillaga:
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um að flytja starfsemi frístundaklúbbsins Hofsins úr Sólheimum 35 í Safamýri 5. Engin breyting verður á fyrirkomulagi aksturs fyrir þau börn og ungmenni sem eru í frístundastarfi í Hofinu.
Greinargerð fylgdi. SFS2012080101
Samþykkt með 4 atkvæðum og vísað til borgarráðs. Líf Magneudóttir, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá.
3. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hefur börnum verið neitað um skólavist í Klettaskóla á komandi skólaári? Ef svo er, hve mörgum og á hvaða forsendum?
Fundi slitið kl. 13.35
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé