Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Ár 2012, 23. maí, var haldinn 17. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn á Völlum, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 09.08. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sat fundinn S. Ingibjörg Jósefsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Laufey Ólafsdóttir og Jón Ingi Einarsson.Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 16. maí 2012:
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytt fyrirkomulag úthlutunar fjármagns til tónlistarskóla. Í stað nemendaígilda verði úthlutað nemendastundum til tónlistarskóla. Reglum um þjónustusamninga við tónlistarskóla verði breytt í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar auk þess sem aðrar nauðsynlegar uppfærslur verði gerðar á þeim.
Greinargerð fylgdi.
Auk þess lögð fram drög að breytingum á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. SFS2012050132

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Margt mælir með fyrirliggjandi tillögu til breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fjár til tónlistarskóla, þ.e. að tónlistarskólum verði úthlutað ákveðnum tímafjölda til kennslu. Þó virðist samráð við stjórnendur tónlistarskólanna vegna málsins hafa verið af skornum skammti. Því er lagt til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til afstaða þeirra til fyrirhugaðra breytinga liggur ljós fyrir.
Málsmeðferðartillagan samþykkt með 2 atkvæðum, Oddný Sturludóttir, Hilmar Sigurðsson, Óttarr Ólafur Proppé, Eva Einarsdóttir og Líf Magneudóttir sátu hjá.

Fundi slitið kl. 09.48

Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé