No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2012, 16. maí, var haldinn 16. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 09.10. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Ingvarsdóttir, kennarar í grunnskólum; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum, Þorkell Daníel Jónsson, skólastjórar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit um almennar styrkumsóknir til skóla- og frístundaráðs 2012 og tillaga úthlutunarnefndar. Einnig lagðar fram reglur um úthlutun almennra styrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. SFS2012010280
Tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2012:
1) Umsækjandi: Börnin okkar. Heiti verkefnis: Rekstur. Kr. 1.000.000.-
2) Umsækjandi: Daði Guðbjörnsson. Heiti verkefnis: „Okkar“ Sæborg.
Kr. 1.000.000.-
3) Umsækjandi. Dýraverndarsamband Íslands. Heiti verkefnis: Dýravernd.
Kr. 500.000.-
4) Umsækjandi: Guðbjörg Arnardóttir. Heiti verkefnis: Danskennslubók.
Kr. 400.000.-
5) Umsækjandi: Jóhann Guðmundur Breiðfjörð. Heiti verkefnis: Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Kr. 1.200.000.-
6) Umsækjandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Heiti verkefnis: Eldvarnarátak 2011. Kr. 250.000.-
7) Umsækjandi: Rithöfundasamband Íslands. Heiti verkefnis: Skáld í skólum.
Kr. 900.000.-
Samþykkt með 6 atkvæðum, Líf Magneudóttir sat hjá.
2. Lagt fram minnisblað vegna þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs 2012 og yfirlit um styrkumsóknir úr þróunarsjóði 2012. Einnig lagðar fram reglur um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur til þróunarverkefna á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. SFS2012010281
Tillaga úthlutunarnefndar um þróunarstyrki skóla- og frístundaráðs um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2012:
1) Umsækjandi: Ártúnsskóli. Heiti verkefnis: Læsi, leikur og tjáning. Kr. 500.000.-
2) Umsækjandi: Brúarskóli. Heiti verkefnis: Útikennslustofa í Brúarskóla.
Kr. 1.000.000.-
3) Umsækjandi: Dalskóli. Heiti verkefnis: Læsi í Dalnum. Kr. 800.000.-
4) Umsækjandi: Félagsmiðstöðin Frosti og Hagaskóli. Heiti verkefnis: ÞOR – árangursvottunarkerfi fyrir ungmenni. Kr. 300.000.-
5) Umsækjandi: Foldaskóli. Heiti verkefnis: Samhæft námsmat í þremur skólum í sunnanverðum Grafarvogi. Kr. 1.000.000.-
6) Umsækjandi: Fossvogsskóli. Heiti verkefnis: Stuttmynda- og hreyfimyndagerð, samþætting námsgreina. Kr. 400.000.-
7) Umsækjandi: Fossvogsskóli. Heiti verkefnis: Orð af orði – lestur til náms.
Kr. 600.000.-
8) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Frostaskjól. Heiti verkefnis: Bókasafn á ferð og flugi – ævintýraferð í tösku. Kr. 250.000.-
9) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Gufunesbær. Heiti verkefnis: Heilbrigt nám í heilbrigðu umhverfi. Kr. 430.000.-
10) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Gufunesbær. Heiti verkefnis: Heilsteyptir og sjálfstæðir einstaklingar – hvað þarf til? Samstarf Gufunesbæjar og Vættaskóla.
Kr. 400.000.-
11) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Kampur. Heiti verkefnis: Að stuðla að aukinni þátttöku barna í fyrsta bekk með annað móðurmál en íslensku á frístundaheimilum. Kr. 350.000.-
12) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Kampur. Heiti verkefnis: Lestrarlestin – Málörvun og lestrarátak. Kr. 250.000.-
13) Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Kampur. Heiti verkefnis: Tónlistarkennsla á frístundaheimilum Kamps. Kr. 250.000.-
14) Umsækjandi: Hagaskóli. Heiti verkefnis: Samvinna við mótun lestrarstefnu og eflingu læsis í Vesturbæ. Kr. 500.000.-
15) Umsækjandi: Háaleitisskóli – Myndver grunnskóla. Heiti verkefnis: „Augað“, stuttmyndagerð í 9. bekk. Kr. 900.000.-
16) Umsækjandi: Háaleitisskóli – Myndver grunnskóla. Heiti verkefnis: TAKA – saga kvikmyndahátíðar grunnskóla í Reykjavík. Kr. 300.000.-
17) Umsækjandi: Hlíðaskóli. Heiti verkefnis: Orð af orði. Kr. 250.000.-
18) Umsækjandi: Kelduskóli – Korpa. Heiti verkefnis: Bakka- og Korpubúar á ferð um náttúruperlur Staðahverfis. Kr. 250.000.-
19) Umsækjandi: Kelduskóli – Korpa. Heiti verkefnis: Skólasafnið – vefur fyrir skólasafnskennara. Kr. 200.000.-
20) Umsækjandi: Laugarnesskóli. Heiti verkefnis: Vinnum saman að betri líðan og námsárangri. Kr. 300.000.-
21) Umsækjandi: Leikskólarnir Bjartahlíð, Laugasól, Langholt, Hálsaskógur. Heiti verkefnis: Skína smástjörnur, samstarfsverkefni fjögurra leikskóla. Kr. 3.500.000.-
22) Umsækjandi: Leikskólinn Borg/Fálkaborg. Heiti verkefnis: Vinalundur.
Kr. 500.000.-
23) Umsækjandi: Leikskólinn Bakkaberg/Bakki. Heiti verkefnis: Bakka- og Korpubúar á ferð um náttúruperlur Staðahverfis. Kr. 200.000.-
24) Umsækjandi: Leikskólinn Geislabaugur. Heiti verkefnis: Nú skal segja – Stráka- og stelpumenning í leikskólanum. Kr. 700.000.-
25) Umsækjandi: Rimaskóli. Heiti verkefnis: Kynjafræði, jafnréttisfræðsla í grunnskóla. Kr. 500.000.-
26) Umsækjandi: Seljaskóli. Heiti verkefnis: Með bók í hönd. Hvatt til lestrar í Seljaskóla. Kr. 500.000.-
27) Umsækjandi: Vogaskóli. Heiti verkefnis: Bókhlöður í skólastarfi. Kr. 500.000.-
28) Umsækjandi: Vættaskóli. Heiti verkefnis: Forvarnir gegn veggjakroti og skemmdarverkum. Þróunarvinna með nemendum 5. og 6. bekk grunnskóla í hverfi 4, Reykjavík. Kr. 800.000.-
29) Umsækjandi: Þjónustumiðstöð Breiðholts og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heiti verkefnis: Okkar mál – samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.
Kr. 3.000.000.-
30) Umsækjandi: Ölduselsskóli. Heiti verkefnis: Lesið í söguna. Kr. 400.000.-
Samþykkt með 6 atkvæðum, Líf Magneudóttir sat hjá.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska styrkþegum til hamingju með styrkina. Almennir styrkir og þróunarstyrkir SFS eru mikilvægir og hafa komið sér einkar vel fyrir leik- og grunnskóla og frístundastarf. Þeir stuðla að gróskumiklu starfi í þágu barna og vonandi nýtast þeir sem flestum og sem víðast í framtíðinni. Það vekur hins vegar áhyggjur að skólar sem hafa þurft að gera breytingu á sínu skólastarfi vegna sameiningar og niðurskurðar, sem ekki var að frumkvæði viðkomandi skóla heldur á rætur sínar að rekja til pólitískrar ákvörðunar, þurfi að sækja um styrk til að uppfylla óhjákvæmilegar skyldur sínar vegna þessara breytinga. Því vaknar sú spurning hvort verið sé að fela kostnað við umrædda sameiningu með því að úthluta fjármunum til þessa verkefnis af styrkjalið ráðsins. Er því óskað eftir því að slíkir styrkir, sem ráðið veitir vegna sameiningartilrauna meirihlutans, verði haldið til haga sem kostnaður við umræddar breytingar. Eðlilegast er að pólitíkin sjái sóma sinn í að halda vel utan um, veita leiðsögn og fjárframlög til þeirra leik- og grunnskóla sem hún hefur sett kvaðir á með sameiningaráformum og/eða niðurskurðarkröfu. Ef sjóðirnir eru notaðir í þeim tilgangi skerðir það óhjákvæmilega möguleika annarra skóla til að nýta sér þá í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óska styrk- þegum til hamingju og þakka öllum þeim sem sendu inn umsóknir um fjölmörg metnaðarfull verkefni. Allir skólar hafa rétt á því að sækja um í þróunarsjóð sviðsins til verkefna sem tengjast nýrri skólaþróun og eru umfram hefðbundin verkefni skólanna. Það er mjög ánægjulegt að geta nú veitt styrki til metnaðarfullra verkefna í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík, eftir mögur ár í ljósi efnahagsástandsins.
3. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytt fyrirkomulag úthlutunar fjármagns til tónlistarskóla. Í stað nemendaígilda verði úthlutað nemendastundum til tónlistarskóla. Reglum um þjónustusamninga við tónlistarskóla verði breytt í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar auk þess sem aðrar nauðsynlegar uppfærslur verði gerðar á þeim.
Greinargerð fylgdi.
Auk þess lögð fram drög að breytingum á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. SFS2012050132
Frestað.
4. Lögð fram drög að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til leikskólans Vinaminnis auk samnings skóla- og frístundasviðs við Vinaminni frá 19. maí 2010. SFS2012050133
Samþykkt með 6 atkvæðum og vísað til borgarráðs, Líf Magneudóttir sat hjá.
5. Lögð fram tillaga af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2012, um kennslu í forritun í grunnskólum. Jafnframt lögð fram umsögn verkefnastjóra á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, dags. 14. maí 2012, um tillöguna. SFS2012050022.
Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að skipa starfshóp sem móti tillögur um það hvernig efla megi kennslu í forritun í grunnskólum. Markmiðið er að efla tæknilegan skilning nemenda á virkni tölvunnar sem um leið er öflug þjálfun í rökhugsun. Leitað verði eftir ábendingum tölvukennara í grunnskólum og Menntavísindasviðs HÍ. Starfshópurinn taki mið af áherslum í upplýsinga- og tæknimennt í nýrri aðalnámskrá grunnskóla, sem og nýrri stefnumótun í nýtingu upplýsingatækni Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgdi.
6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 2. maí 2012:
Skóla- og frístundaráð beinir því til grunnskóla borgarinnar að auka fræðslu um mikilvægi þess að halda borginni hreinni. Skólastjórar eru hvattir til að virkja nemendur í að hreinsa í kringum skólana og tína rusl í nágrenni þeirra enda hefur slíkt ótvírætt fræðslu- og uppeldisgildi.
Greinargerð fylgdi. SFS2012050034
Samþykkt með 6 atkvæðum, Líf Magneudóttir sat hjá.
7. Ráðning skólastjóra Breiðholtsskóla. SFS2012050134
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. maí 2012, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Breiðholtsskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Breiðholtsskóla.
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Breiðholtsskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.
Tíu umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Jónína Ágústsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra við Breiðholtsskóla.
Samþykkt.
8. Ráðning skólastjóra við Húsaskóla. SFS2012050135
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. maí 2012, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Húsaskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Húsaskóla.
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Húsaskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.
Nítján umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Ásta Bjarney Elíasdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra við Húsaskóla.
Samþykkt.
9. Ráðning skólastjóra við Ölduselsskóla. SFS2012050136
Lögð fram:
a) Greinargerð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. maí 2012, vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla.
b) Yfirlit yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Ölduselsskóla.
c) Auglýsing um stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla.
d) Viðmið skóla- og frístundaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar, samþykkt á 153. fundi menntaráðs 24. ágúst 2011.
Tólf umsóknir bárust um stöðuna.
Sviðsstjóri leggur til að Börkur Vígþórsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla.
Samþykkt.
10. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti fyrir Ártúnsskóla. SFS2012040209
Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir sátu hjá.
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í skóla- og frístundaráði lagði fram svohljóðandi fyrirspurn: Fyrirspurnin varðar kennsluskyldu þriggja millistjórnanda við ríflega 200 barna sameinaðan leik- og grunnskóla ásamt frístund í Ártúnsholti.
1. A. Hver er viðveruskylda deildarstjóra leikskóla á deild og hvert er stjórnunarhlutfall hans?
B. Hver er kennsluskylda deildarstjóra grunnskóla og hvert er stjórnunarhlutfall hans?
C. Með hliðsjón að því að nemendur frístundar eru einnig nemendur grunnskólans, hvert er starfshlutfall deildarstjóra frístundar og hver er viðveruskylda hans með börnunum?
2. Hver eru rökin fyrir því að ráðnir eru tveir aðstoðarskólastjórar við sameinaða grunnskóla í Reykjavík?
11. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti fyrir Háaleitisskóla. SFS2012040210
Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir sátu hjá.
12. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti fyrir Kelduskóla. SFS2012040208
Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir sátu hjá.
13. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti fyrir Vættaskóla. SFS2012040211
Samþykkt með 4 atkvæðum, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir sátu hjá.
14. Þróun leikskólastarfs með hliðsjón af ólíkum þörfum barna eftir aldri. Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs kynnti og svaraði fyrirspurnum.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð styður við þá þróun í leikskólastarfi að unnið sé með ólíkar þarfir barna eftir aldri. Það samræmist markmiðum í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. Áhugi leikskólakennara og stjórnenda og háskólasamfélagsins á þessari leikskólaþróun er fagnaðarefni.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. maí 2012, um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur skóla- og frístundaráði, eitt mál. SFS2011100054
- Kl. 12.10 vék Ragnar Þorsteinsson af fundinum.
16. Lagt fram svar, dags. 11. maí 2012, við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og skóla- og frístundaráðsfullltrúa Vinstri grænna frá 2. maí sl. varðandi ferð til New York. SFS2012030177
- Kl. 12.20 vék Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
17. Samþykkt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir taki sæti í úthlutunarnefnd hvatningaverðlauna skóla- og frístundaráðs í stað Rúnu Malmquist.
18. Lagt fram bréf, dags. 9. maí 2012, frá stjórn Kennarafélags Reykjavíkur þar sem tilkynnt er um nýjan áheyrnarfulltrúa kennara í skóla- og frístundaráði. Nýr aðalfulltrúi er Rósa Ingvarsdóttir og varamaður er Eiríka Ólafsdóttir. SFS2011090132
19. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð beinir því til framkvæmda- og eignasviðs að lagfæra og fegra sem fyrst lóð frístundaheimilisins Stjörnulands við Ingunnarskóla, sem starfrækt er við Kirkjustétt 2-6. Núverandi leiksvæði frístundaheimilisins er óviðunandi en þar er einungis opið grassvæði og moldarsvað, sem verður að aurbleytu í rigningum. Fyrir kemur að svæðið sé þakið glerbrotum og öðru rusli þar sem vínveitingastaður er í næsta húsi. Afmarka þarf leiksvæði fyrir frístundaheimilið og koma leiktækjum fyrir. Þá þarf að helluleggja gangstíg, sem liggur milli skólans og frístundaheimilisins. Einnig þarf að huga að hljóðvist í frístundaheimilinu en þar eru nú um eitt hundrað börn.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.30
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Óttarr Ólafur Proppé