No translated content text
Skóla- og frístundaráð
Leikskólaráð
Ár 2009, 12. ágúst kl. 13.00 var haldinn 59. fundur leikskólaráðs og starfsdagur ráðsins í fundarsal Kjarvalsstaða. Fundinn sátu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Fanný Gunnarsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Einar Örn Ævarsson, Oddný Sturludóttir, Hermann Valsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Halldóra Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Ingunn Gísladóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.
Þetta gerðist;
Formaður bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar leikskólaráðs að loknu sumarleyfi.
1. Sviðsstjóri fór yfir samþykktir, helstu verkefni og starfshópa leikskólaráðs skólaárið 2008 – 2009.
2. Starfsáætlun Leikskólasviðs 2010. Ákveðið var að starfsáætlun 2010 tæki mið af þeirri stefnu og framtíðarsýn sem samþykkt var fyrir starfsáætlun 2009.
3. Leikskólar í breyttu efnahagsumhverfi – umræða.
4. Sigríður Thorlacius, lögfræðingur Leikskólasviðs kynnti reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009.
5. Umsókn Hjallastefnunnar ehf. um leyfi til þess að starfrækja leikskóla við Hlíðarfót 7 lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 16.15
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Fanný Gunnarsdóttir Hermann Valsson
Einar Örn Ævarsson Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Ragnar Sær Ragnarsson Oddný Sturludóttir