Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2009, 10. júní kl. 14.00 var haldinn 58. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu: Fanný Gunnarsdóttir, varaformaður, Helga Kristín Auðunsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Einar Örn Ægisson, Oddný Sturludóttir, Hermann Valsson og Ægir Magnússon. Auk þeirra sátu fundinn Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Halldóra Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum og Anna Hansson, varaáheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar. Jafnframt sátu fundinn Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri, Kristín Egilsdóttir og Hildur Skarphéðinsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 3. júní sl. þar sem greint er frá því að Sigríður Kristinsdóttir hafi tekið sæti varamanns í leikskólaráði í stað Sóleyjar Tómasdóttur.

2. Einar Þórðarson og María Guðfinnsdóttir frá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar kynntu stöðu rafrænnar skráningar í leikskóla.

3. Málefni dagforeldra. Eftirfarandi gögn voru lögð fram: Drög að niðurgreiðslureglum Leikskólasviðs vegna daggæslu í heimahúsum, drög að reglum um styrk til endurnýjunar á búnaði eða aðstöðu hjá dagforeldrum, umsókn um búnaðar- og viðhaldsstyrk, tillögur að aðgerðum til að bæta stöðu dagforeldra í Reykjavík og drög að bréfi til foreldra með upplýsingum um niðurgreiðslu dagvistunargjalda. Fjármálastjóri gerði nánar grein fyrir málinu.
Barnavistun, félagi dagforeldra er gefinn 15 daga umsagnarfrestur um drögin sem verða síðan send borgarlögmanni.
Helga Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi dagforeldra sat fundinn undir þessum lið.

4. Lagt fram minnisblað frá innritunarstjóra um stöðu innritunar í leikskólum borgarinnar 3. júní sl.

5. Ámundi Brynjólfsson, deildarstjóri mannvirkjaskrifstofu á Framkvæmda- og eignasviði kynnti stöðu framkvæmda við leikskóla borgarinnar.

6. Lögð fram skýrsla með niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal foreldra barna í leikskólum borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólum. Berglind Hansen, sérfræðingur á tölfræði- og rannsóknarþjónustu Menntasviðs kynnti skýrsluna.
Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð fagnar niðurstöðum könnunar á viðhorfi foreldra til leikskólastarfs í Reykjavík vorið 2009. Þar kemur fram að ánægja foreldra með leikskóla barna sinna eykst á milli ára og er nú 95#PR. Það eru gríðarlega góðar niðurstöður og staðfesting á því frábæra starfi sem fram fer í leikskólum í Reykjavík. Leikskólaráð þakkar starfsfólki tölfræði- og rannsóknarþjónustu Menntasviðs fyrir vel unnið starf.

7. Lögð fram skýrsla starfshóps um aukið samstarf leikskóla við listaskóla og menningarstofnanir. Fríða Bjarney Jónsdóttir, starfsmaður hópsins kynnti skýrsluna.

Kl. 16.10 vék Oddný Sturludóttir af fundi.

8. Kynning á vinnu við endurskoðun aðalnámskrá leikskóla.
Frestað.

9. Lögð fram skýrsla starfshóps um málefni gæsluleikvalla. Helga Kristín Auðunsdóttir, formaður starfshópsins kynnti skýrsluna.

10. Lögð fram ársskýrsla Leikskólasviðs 2008.

11. Varaformaður lýsti yfir ánægju með Stóra leikskóladaginn sem haldinn var í fyrsta sinn laugardaginn 6. júní sl.
Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð þakkar starfsfólki leikskólanna og á aðalskrifstofu fyrir undirbúning og framkvæmd Stóra leikskóladagsins. Dagskráin bar ótvíræðan vott um metnaðarfullt og fjölbreytt starf í leikskólum Reykjavíkurborgar.

12. Varaformaður greindi frá því að Helga Kristín Auðunsdóttir sæti nú sinn síðasta fund í leikskólaráði og voru henni færðar þakkir fyrir farsælt samstarf. Næsti fundur leikskólaráðs er fyrirhugaður í ágúst og varaformaður óskaði fundarmönnum gleðilegs sumars.

Fundi slitið kl. 16.25

Fanný Gunnarsdóttir

Einar Örn Ægisson Hermann Valsson
Helga Kristín Auðunsdóttir Ægir Magnússon
Ragnar Sær Ragnarsson