Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2012, 21. mars, var haldinn 13. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 9.10. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum og Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Meginbreytingar og áherslur í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri og Sesselja Snævarr, deildarsérfræðingur, frá skrifstofu menntamála, mennta- og menningamálaráðuneytinu og Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum.

- Kl. 9.35 tók S. Ingibjörg Jósefsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.45 vék Ragnar Þorsteinsson af fundi.
- Kl. 10.00 tók Líf Magneudóttir, Þórunn Gyða Björnsdóttir og Þorgerður L. Diðriksdóttir sæti á fundinum.

2. Endurbætur á Breiðagerðisskóla. Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri og Þorkell Jónsson, deildarstjóri frá mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs, kynntu og svöruðu fyrirspurnum.

- Kl. 10.40 tók Soffía Pálsdóttir sæti á fundinum.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vegna endurbóta á húsnæði Breiðagerðisskóla fái nemendur 6. og 7. bekkja skólans (120-130 nemendur) námsaðstöðu að hluta í húsnæði Háaleitisskóla í Hvassaleiti, skólaárið 2012-2013.
Greinargerði fylgdi.
SFS2012010286
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Skóla- og frístundaráð vísar tillögu um námstaðstöðu nemenda 6. og 7. bekkja Breiðagerðisskóla, skólaárið 2012-2013 til umsagnar skólaráða og stjórna foreldrafélaga Breiðagerðisskóla og Háaleitisskóla.
Samþykkt.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að aðalaðstaða Skólahljómsveitar Grafarvogs, sem nú er staðsett í Foldaskóla, flytjist í Húsaskóla samhliða sameiningu unglingadeilda í sunnanverðum Grafarvogi. Við breytinguna skapast skólahljómsveitinni betri aðstaða til hljómsveitaæfinga í sal Húsaskóla en hljóðfærakennsla fer áfram fram í Foldaskóla fyrir nemendur Foldaskóla.
Greinargerð fylgdi.
Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð vísar tillögu um flutning aðalastöðu Skólahljómsveitar Grafarvogs til umsagnar foreldrafélags hljómsveitarinnar.

- Kl. 11.25 tók Ragnar Þorsteinsson sæti á fundinum.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:
Lagt er til að skipulagsdögum í leikskólum Reykjavíkurborgar fjölgi um einn, úr fimm á ári í sex á ári, frá 1. júní 2012. Reglur skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu, 2. mgr. gr. 1. b reglnanna taki breytingum í samræmi við framangreint frá sama tíma og orðast gr. svo: Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Þrír þeirra skulu vera á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum en hinir þrír geta verið ýmist hálfir dagar eða heilir. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.
Greinargerð fylgdi.
Samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til borgarráðs, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá.
Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna í leikskólum í skóla- og frístundaráði óskuðu bókað:
Viðbótar skipulagsdegi verður tekið fagnandi í leikskólum Reykjavíkur og þeir verða án efa til þess að styrkja enn frekar metnaðarfullt starf í leikskólunum. Það eru fjölmörg verk sem starfmenn þurfa að vinna önnur en að sinna daglegu starfi með börnunum. Í aðalnámskrá leikskóla er kveðið á um viðamikið og fjölbreytt mat á leikskólastarfinu með þátttöku allra starfsmanna. Enn fremur er það brýnt verkefni leikskóla nú, að uppfæra skólanámskrá með tilliti til nýrrar aðalnámskrár. Jafnframt eru skipulagsdagar ætlaðir til að starfsmenn geti sinnt símenntun.

6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna sem frestað var á fundi ráðsins 23. júní 2010:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að minnihlutinn verði boðaður á undirbúningsfundi menntaráðs, nú skóla- og frístundaráðs, eins og til stendur að gera meðal annars í skipulags- og samgönguráði í anda boðaðra nýrra vinnubragða meirihlutans.
Samþykkt.

7. Hugmyndafræði tómstunda- og félagsmálafræða. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, kynnti og svaraði fyrirspurnum.

- Kl. 11.45 vék Bryndís Jónsdóttir af fundi.
- Kl. 12.20 vék Auður Árný Stefánsdóttir af fundi.
- Hlé gert á fundinum frá kl. 12.45 til 13.10.
- Kl. 13.10 tók Kristín Egilsdóttir sæti á fundinum.

8. Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis í stjórnsýslumáli, frá 6. mars 2012, í máli nr. IRR11090040, Óskar Guðnason gegn Reykjavíkurborg, um stjórnsýslukæru vegna synjunar leiðréttingar leikskólagjalda. SFS2011100045

9. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. mars 2012, um tilnefningar í úthlutunarnefnd almennra styrkja skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í úthlutunarnefnd um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs til þróunarverkefna á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Eftirtaldir eru tilnefndir: Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólamála, Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólamála og Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, fagskrifstofu, skóla- og frístundasviðs, Jónína Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, f.h. Félags skólastjórnenda, Ingveldur Hrönn Björnsdóttir, leikskólastjóri Hofi, f.h. Félags stjórnenda leikskóla, Selma Árnadóttir, forstöðumaður Kamps, f.h. forstöðumanna frístundamiðstöðva, Guðrún Björk Freysteinsdóttir, f.h. Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, f.h. Kennarafélags Reykjavíkur, Hallgerður Gunnarsdóttir, leikskólakennari f.h. Félags leikskólakennara, Eggert Lárusson, lektor, Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor og Þórdís Þórðardóttir, lektor, öll frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. SFS2012010280
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. mars 2012, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa skóla- og frístundaráði, tvö mál. SFS2011100054

11. Lögð fram drög að áherslum og forgangsröðun í skóla- og frístundamálum 2013 – 2017.

- Kl. 14.00 vék Þórunn Gyða Björnsdóttir af fundi.

Samþykkt með 6 atkvæðum með áorðnum breytingum, Líf Magneudóttir sat hjá.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Að mörgu leyti er hægt að taka undir þær áherslur, sem fram koma í fyrirliggjandi drögum að starfsáætlun og forgangsröðun sviðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að í áframhaldandi stefnumótunarvinnu komi þó fram skýrari sýn á það hvernig almennt eigi að bæta menntun og námsárangur reykvískra nemenda. Í þeirri vinnu verði einnig lögð aukin áhersla á foreldrasamstarf, forvarnir gegn vímuefnum, eflingu verk- og tæknináms og markvissari íþróttakennslu og hreyfingu.

12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Melaskóla. Foreldrar barna í skólanum hafa vakið athygli á óviðunandi akstri á gatnamótum í nágrenni hans, t.d. tíðum brotum á stöðvunarskyldu við gatnamót Furumels og Hagamels á viðkvæmasta tíma á morgnana, þegar börnin þyrpast í skólann. Á myndbandsupptöku kemur fram að ótrúlega margir bílstjórar aka yfir gatnamótin án þess að staðnæmast þrátt fyrir að börn séu við gangbrautina. T.d. verði skoðaðir kostir þess að setja upp blikkljós á umræddum gatnamótum. Þá óskar skóla- og frístundaráð eftir því við lögregluna að hún auki umferðareftirlit í nágrenni við skólann.
Samþykkt og vísað til umhverfis- og samgöngusviðs.

13. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hversu mörg börn fædd árið 2010 og 2011 eru enn á biðlista eftir leikskólarými. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvenær búast megi við að þau börn sem enn bíða eftir rými komist að.

14. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir uplýsingum vegna nýafstaðinnar viku ferðar formanns skóla- og frí-stundaráðs til New York ásamt nokkrum starfsmönnum.
1. Hvenær var ákvörðunin um ferðina tekin?
2. Hver var tilgangur og hvert var markmið ferðarinnar og af hverju telur meiri-hlutinn þetta tiltekna verkefni vera forgangsverkefni umfram önnur verkefni ráðsins og sviðsins?
3. Hvers vegna var skóla- og frístundaráð ekki upplýst um að til stæði að fara í þessa ferð?
4. Upplýsingastjóri borgarinnar sagði í fjölmiðlum að gert hafi verið ráð fyrir ferð-inni í fjárhagsáætlun. Ekki verður séð að slík fjárheimild hafi verið fyrir hendi og gott væri að fá upplýsingar með hvaða hætti fjárveitingin hafi verið samþykkt?
5. Hver var heildarkostnaður við ferðina?


Fundi slitið kl. 14.30

Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé