Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2011, 19. október, var haldinn 2. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.10. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Fanný Heimisdóttir, skólastjórar í leikskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Þorgerður L. Diðriksdóttir, kennarar í grunnskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Kristín Egilsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

Formaður bauð Mörtu Guðjónsdóttur velkomna sem aðalfulltrúa í skóla- og frístundaráð og Fanný Heimisdóttur velkomna á sinn fyrsta fund hjá ráðinu.

1. Lögð fram og kynnt drög að starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2012. Fulltrúar ritstjórnar, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu tómstundamála og Kolbrún Vigfúsdóttir, þróunarfulltrúi leikskólaskrifstofu, ásamt Hrönn Pétursdóttur breytingastjóra, kynntu starfsáætlunina og svöruðu fyrirspurnum. Oddný Sturludóttir, formaður ráðsins og Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri kynntu stöðuna í fjárhagsáætlunargerð skóla- og frístundasviðs 2012.

- Kl. 13.30 vék Kristín Egilsdóttir af fundi.

2. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðis-flokksins og Vinstri grænna, sem frestað var á fundi ráðsins 28. september sl.:
Lagt er til að gerð sé könnun á því hvort skólar ná að uppfylla kröfur námskrár um kennslutíma í list- og verkgreinum.
Samþykkt.

3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðis-flokksins og Vinstri grænna, sem frestað var á fundi ráðsins 28. september sl.:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks óska eftir því að könnun verði gerð meðal foreldra og starfsmanna leikskóla sem voru sameinaðir í ár. Kanna ætti þætti eins og samskipti starfsmanna og foreldra, hvernig tilhögun sameiningar kemur við foreldra, börn og starfsfólk, hvort foreldrar hafi fengið áætlanir um skipulagsbreytingar, hvort sameining hafi haft áhrif á þjónustuna og svo framvegis.
Samþykkt.

4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa kennara í grunnskólum í skóla- og frístundaráði, sem frestað var á fundi ráðsins 28. september sl.:
Fulltrúi kennara í skóla- og frístundaráði leggur til að kennarar sem sitja í stýrihópi um sameiningar Borgarskóla/Engjaskóla, Álftamýrarskóla/Hvassaleitisskóla, Korpuskóla/Víkurskóla og um heildstæðan safnskóla á unglingastigi í suðurhluta Grafarvogs auk hóps um framtíðarskipan skólahalds í Vesturbæ, fái greitt fyrir fundarsetu og fyrir þá vinnu sem sérfræðiþekking kennara felur í sér.
Tillagan felld með 6 atkvæðum.

Lögð fram svohljóðandi umsögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs:
Á fundi skóla- og frístundaráðs 28. september sl. lagði áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum fram tillögu þess efnis að þeir kennarar sem sitja í stýrihópi um sameiningar og skipulagsbreytingar í grunnskólum fái greitt fyrir fundarsetu og þá vinnu sem sérfræðiþekking kennara felur í sér. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sviðsins að greitt sé fyrir setu í starfshópum. Fyrir nokkrum árum fengu fulltrúar grunnskólakennara í vinnuhópum á vegum Menntasviðs Reykjavíkur greitt fyrir fundarsetu. Í örfáum öðrum undantekningatilfellum fengu fulltrúar annarra hagsmunaaðila grunnskólans einnig greitt fyrir fundarsetu í vinnuhópum. Fulltrúar Skólastjórafélags Reykjavíkur og þjónustumiðstöðva hafa aldrei fengið greiðslur fyrir setu í vinnuhópum. Í ljósi hagræðinga í fjármálum borgarinnar var sú ákvörðun tekin að frá og með 1. mars 2009 yrði ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu í vinnuhópum á vegum Menntasviðs Reykjavíkur. Fræðslustjóri kynnti þá ákvörðun fyrir Kennarafélagi Reykjavíkur og Skólastjórafélagi Reykjavíkur með bréfum, dagsettum 27. febrúar 2009. Í bréfunum kom jafnframt fram að fræðslustjóri metur mikils þátttöku kennara og skólastjóra í starfshópum sviðsins og fór fram á að áfram muni félög kennara og skólastjóra í Reykjavík sjá ávinning í því að koma að stefnumótandi vinnu í málefnum grunnskóla Reykjavíkur. Óskað var eftir að skólastjórar heimiluðu kennurum áframhaldandi þátttöku í verkefnavinnu á vegum Menntasviðs, en þess yrði gætt að sú vinna verði unnin innan dagvinnumarka.

Áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum í skóla- og frístundaráði óskaði bókað:
Fulltrúi kennara harmar að ekki sé gert ráð fyrir greiðslum til kennara sem sitja í stýrihópi um sameiningar Borgarskóla/Engjaskóla, Álftamýrarskóla /Hvassaleitis-skóla, Korpuskóla/Víkurskóla og um heildstæðan safnskóla á unglingastigi og undrast að borgaryfirvöld geri ekki ráð fyrir því í fjárhagsáætlun um sameiningar og samrekstur grunnskólanna.

5. Lögð fram yfirlit yfir framkvæmd markmiða í starfsáætlunum Menntasviðs, Leikskólasviðs og tómstundahluta ÍTR fyrir árið 2011. SFS2011100138

6. Skóla og frístundaráð samþykkti að skipa Óttarr Ólaf Proppé, í stað Stefáns Benediktssonar, í nefnd um íslenskuverðlaun skóla- og frístundaráðs.

7. Lagt fram erindi umboðsmanns Alþingis varðandi leikskóladvöl barna foreldra með sameiginlega forsjá. SFS2011090085
Samþykkt að vísa erindinu til borgarlögmanns til afgreiðslu.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði telur að kostnaðar- og hagkvæmni-rök eigi almennt ekki að standa í vegi fyrir rétti barna til þess að njóta samvista við foreldra sína. Í tilvikum þar sem Reykjavíkurborg getur, með litlum tilkostnaði, auðveldað börnum samvistir við foreldra sína sem búa hvor í sínum landshlutanum ætti borgin að gera það sem í hennar valdi stendur til þess. Styður fulltrúinn því breytingar á reglum um leikskólaþjónustu í þá veru að sveitarfélagið geti veitt undanþágu fyrir leikskóladvöl barns sem ekki hefur lögheimili í Reykjavík og er í sameiginlegri forsjá foreldra sinna.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 14. október 2011, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa skóla og frístundaráði, fjögur mál. SFS2011100054

9. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 19. október sl., þar sem tilkynnt er að Marta Guðjónsdóttir taki sæti í skóla- og frístundaráði í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur og að Geir Sveinsson taki sæti varamanns Mörtu Guðjónsdóttur.

10. Lagt fram yfirlit, dags. í október 2011, yfir nemenda- og deildafjölda í grunnskólum í Reykjavík skólaárið 2011 til 2012.

11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir að fá upplýsingar um tölvukost í leik- og grunnskólum borgarinnar.

Fundi slitið kl. 14.10

Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé