Skóla- og frístundaráð
Hverfisráð Laugardals
Ár 2004, þriðjudagurinn 16. mars, var haldinn 11. fundur Hverfisráðs Laugardals. Fundurinn, sem var opinn íbúum hverfisins, var haldinn í félagsheimili Þróttar í Laugardal og hófst kl. 18. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir, formaður. Jafnframt sat fundinn Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, frá þróunar- og fjölskyldusviði, sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins voru Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, Pétur U. Fenger, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó og Smári Ólafsson, sérfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
Þetta gerðist:
1. Kynning á nýju leiðakerfi Strætó bs.
Ásgeir Eiríksson sagði frá starfsemi Strætó bs. og markmiðum fyrirtækisins. Smári Ólafsson sagði frá markmiðum og aðferðafræði leiðakerfisins. Pétur U. Fenger skýrði frá nýja leiðakerfinu.
2. Umræður.
Fundargestir ræddu mál undir lið 1.
Fundi slitið kl. 19:30
Björk Vilhelmsdóttir