Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2008, 26. mars kl. 14:00 var haldinn 32. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Áslaug Friðriksdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Sóley Tómasdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Fanný Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks, Þórunn Gyða Björnsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum.
Jafnframt sátu fundinn Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Auður Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar um ráðstöfum fjármagns til aðgerða í starfsmannamálum. Jafnframt var lagt fram minnisblað frá starfsmannastjóra Leikskólasviðs með tillögum að ráðstöfun þess fjár sem kom í hlut Leikskólasviðs.

Bókun leikskólaráðs:
Leikskólaráð bindur vonir við að þær aðgerðir sem kynntar hafa verið skili árangri í þágu starfsfólks og barna í leikskólum. Þó skal tekið fram að bætt og leiðrétt launakjör
þessara stóru kvennastétta eru mikilvæg forsenda þess að koma á viðvarandi stöðugleika í starfsmannamálum og tryggja áframhaldandi uppbyggingu góðs og faglegs leikskólastarfs.

2. Kynning á niðurstöðum starfshóps háskólaráðs Kennaraháskóla Íslands sem leitaði leiða til að fjölga menntuðu starfsfólki í leikskólum landsins. Starfsmannastjóri Leikskólasviðs, sem átti sæti í starfshópnum, kynnti niðurstöðurnar og svaraði fyrirspurnum.

Kl. 15:00 vék Fanný Gunnarsdóttir af fundi og Jóhanna Hreiðarsdóttir tók þar sæti.

3. Rebekka Jónsdóttir, leikskólastjóri í Múlaborg kynnti starfsemi leikskólans og svaraði fyrirspurnum.

4. Ólík úrræði í dagvistarmálum.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Kl. 16:50 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundi.

5. Greint var frá því að afhending styrkja leikskólaráðs mun fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. apríl n.k. kl. 16:30.

6. Lögð fram dagskrá málþingsins Rödd barnsins, sem haldið verður í Borgarleikhúsinu 18. apríl n.k.

Fundi slitið kl.17:15

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Ragnar Sær Ragnarsson Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir Sóley Tómasdóttir