Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

90. fundur

Fræðsluráð

Ár 1999, mánudaginn 9. ágúst kl.12:00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 90. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Margrét Björnsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Auk þeirra sátu fundinn Guðbjörg Þórisdóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Bergþóra Valsdóttir frá Samfok, Guðmundur Pálmi Kristinsson og Rúnar Gunnarsson frá byggingadeild borgarverkfræðings og Sigþór Magnússon skólastjóri Klébergsskóla. Einnig sat fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður þróunarsviðs og Ingþór K. Eiríksson deildarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 5. ágúst sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði.

2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. maí sl., um reglur og rétt borgarfulltrúa og annarra fulltrúa í nefndum til launa í veikindum og barnsburðarleyfum.

3. Lögð fram drög að forsögn vegna viðbyggingar við Klébergsskóla. Fræðsluráð samþykkir forsögnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu í borgarráði.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, Rúnar Gunnarson og Sigþór Magnússon véku af fundi kl 13:10.

4. Lagt fram yfirlit yfir stöðu starfsáætlunar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1999 á miðju ári.

5. Lagðar fram niðurstöður af vinnufundi fræðsluráðs 21. júní sl. um starfsáætlun fyrir árið 2000.

6. Lögð fram drög að fundaáætlun og áætlun um helstu umfjöllunarefni fræðsluráðs fyrir haustönn 1999. Ráðið hittist að jafnaði tvisvar í mánuði. Vinnufundur fræðsluráðs vegna starfsáætlunar fyrir árið 2000 ákveðinn mánudaginn 6. sept. kl. 08:15 – 14:00.

7. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra í fræðsluráði um fjölda undanþága frá samræmdum prófum.

8. Staða ráðninga kennara rædd.

9. Fræðslustjóri bauð fulltrúum í fræðsluráði á fyrsta fund með skólastjórum á nýju skólaári sem haldinn verður fimmtudaginn 12. ágúst nk. í Laugarnesskóla.

Fundi slitið kl: 13:55

Sigrún Magnúsdóttir

Margrét Björnsdóttir Árni Þór Sigurðsson