Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Leikskólaráð

Ár 2008, 29. febrúar kl. 09:00 var haldinn 30. fundur leikskólaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður, Áslaug Friðriksdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Eva Kamilla Einarsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Fanný Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks, Ingibjörg Kristleifsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Auður Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 13. febrúar sl. með upplýsingum til kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum um fundi og fundarsetur.

2. Lögð fram drög að 3ja ára fjárhagsáætlun Leikskólasviðs árin 2009-2011. Fjármálastjóri gerði nánar grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks vilja minna á bókun frá síðasta fundi sem varðar þá vinnu sem unnin var í tíð síðasta meirihluta og miðaði að því að jafna greiðslur foreldra barna óháð því hver veitir þjónustuna, borgarreknir leikskólar, einkareknir leikskólar eða dagforeldrar. Fulltrúar minnihlutans hvetja til þess að horft verði til þessarar vinnu við ráðstöfun fjármuna í 3ja ára áætlun sem þar kallast „úrræði í leikskólamálum”.

3. Lagðar fram að nýju með lítilsháttar breytingum tillögur nefndar um útfærslu samþykktar borgarráðs um forgang að leikskóla og frístundaheimilum fyrir börn starfsmanna þeirra stofnana. Afgreiðslu var frestað á fundi leikskólaráðs 13. febrúar sl.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

4. Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa á leikskólaskrifstofu um endurskoðuð viðmið um úthlutun fjármagns vegna barna af erlendum uppruna og íslenskra barna sem dvalið hafa erlendis frá fæðingu. Í minnisblaðinu er jafnframt greint frá úthlutun fjármagns vegna barna af erlendum uppruna árið 2007. Þróunarfulltrúi gerði nánar grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.

5. Skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu gerði grein fyrir kynnisferð fulltrúa leikskólaráðs og starfsmanna á Leikskólasviði til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í maí 2007. Skýrsla um ferðina var lögð fram á síðasta fundi ráðsins.

6. Formaður starfshóps um endurskoðun sérkennslustefnu í leikskólum borgarinnar, Helgi Hjartarson deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, gerði grein fyrir vinnu starfshópsins fram til þessa, næstu skrefum og svaraði fyrirspurnum.

7. Deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu Menntasviðs kynnti niðurstöður sérkennslukönnunar sem gerð var meðal leikskólastjóra árið 2007.


Fundi slitið kl. 11:00

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Ragnar Sær Ragnarsson Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Eva Kamilla Einarsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Sóley Tómasdóttir