No translated content text
Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2011, 14. desember, var haldinn 6. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í leikskólanum Grænuborg, Eiríksgötu 2 í Reykjavík og hófst kl. 9.40. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; S. Ingibjörg Jósefsdóttir; skólastjórar í grunnskólum; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Þorgerður L. Diðriksdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristín Egilsdóttir, Soffía Pálsdóttir, Steinunn Hjartardóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.
Þetta gerðist
Fundurinn hófst með því að formaður skóla- og frístundaráðs upplýsti skóla- og frístundaráð um ráðningu mannauðsstjóra og fjármálastjóra á skóla- og frístundasviði.
1. Lagt fram bréf nafnanefndar Holtaborgar og Sunnuborgar, dags. 28. nóvember 2011, um að sameinaður leikskóli Holtaborgar og Sunnuborgar fái nafnið Langholt. SFS2011090127
Samþykkt með 4 atkvæðum.
2. Lagt fram bréf nafnanefndar Barónsborgar, Lindarborgar og Njálsborgar, dags. 8. desember 2011, um að sameinaður leikskóli Barónsborgar, Lindarborgar og Njálsborgar fái nafnið Miðborg. SFS2011090127
Samþykkt með 4 atkvæðum.
3. Lagt fram bréf nafnanefndar Ártúnsskóla, Kvarnaborgar og Skólasels, dags. 9. desember 2011, um að sameinaður grunnskóli Ártúnsskóla, leikskólinn Kvarnaborg og frí-stundaheimilið Skólasel fái nafnið Ártúnsskóli. SFS2011090191
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í leikskólum óskaði bókað:
Það veldur verulegum vonbrigðum að sameinaður skóli leikskólans Kvarnaborgar, Ártúnsskóla og frístundaheimilið Skólasel fái nafn annars skólans en ekki nýtt nafn eins og lagt var upp með. Í greinargerð með skýrslu frá því í mars 2011 um sameiningu skóla kom skýrt fram að sameinaðir skólar skyldu fá nýtt nafn. Fulltrúi leikskólastjóra gerir athugasemd við að ekki sé farið eftir þeirri samþykkt við val á nafni á nýjum skóla í Ártúnsholti. Samþykktin er á skjön við áður samþykkta stefnu.
4. Lagt fram bréf nafnanefndar Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla, dags. 8. desember 2011, um að sameinaður grunnskóli Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla fái nafnið Háaleitisskóli. SFS2011090191
Samþykkt með 4 atkvæðum.
5. Lagt fram bréf nafnanefndar Borgaskóla og Engjaskóla, dags. 7. desember 2011, um að sameinaður grunnskóli Borgaskóla og Engjaskóla fái nafnið Vættaskóli. SFS2011090191
Samþykkt með 4 atkvæðum.
6. Lagt fram bréf nafnanefndar Korpuskóla og Víkurskóla, dags. 6. desember 2011, um að sameinaður grunnskóli Korpuskóla og Víkurskóla fái nafnið Kelduskóli. SFS2011090191
Samþykkt með 4 atkvæðum.
7. Lögð fram drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar auk bréfs, dags. 2. desember 2011, frá skrifstofu borgarstjóra þar sem óskað er eftir umsögn um drögin.
Frestað.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla og frístundasviðs, dags. 12. desember 2011, um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur skóla- og frístundaráði, eitt mál. SFS2011100054
9. Lögð fram handbókin Ævintýri á gönguför – Uppgötvanir og fróðleikur fyrir börn á leikskólaaldri í miðborg Reykjavíkur, dags. 2011. SFS2011120106
Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri vegna barna af erlendum uppruna, skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kynnti og svaraði fyrirspurnum.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að útikennslustofur í Reykjavík verði kortlagðar og að gert verði átak í því að kynna þær fyrir leik- og grunnskólum og hvetja þannig til notkunar þeirra.
Samþykkt.
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir vel unna og skemmtilega handbók sem nefnist Ævintýri á gönguför og býður upp á margvíslegar uppgötvanir og fróðleik fyrir börn á leikskólaaldri í miðborg Reykjavíkur. Verkefnið getur einnig nýst börnum í grunnskólum og frístundaheimilum, sem og fjölskyldum.
Börn á leikskólanum Grænuborg komu á fundinn og kynntu fyrirhugaða göngu skóla- og frístundaráðs og barna af leikskólunum Grænuborg og Miðborg.
Fundi slitið kl. 11.10
Oddný Sturludóttir
Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttarr Ólafur Proppé