Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2012, 24. október, var haldinn 28. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Kerhólum, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Óttarr Ólafur Proppé, Marta Guðjónsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva og Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Hildur Björk Svavarsdóttir, Kolbrún Vigfúsdóttir, Kristín Egilsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Eygló Traustadóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. október 2012, þar sem vísað er frá fundi borgarráðs 4. október sl. tillögu borgarstjóra, dags. 3. október sl. um endurskipulagningu mötuneyta á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Jafnframt lögð fram skýrsla starfshóps um endurskipulagningu mötuneyta á vegum Reykjavíkurborgar, dags. í október 2011. Elsa Hrafnhildur Yeoman, formaður starfshóps og Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri starfshópsins kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2012100066

- Kl. 11.10 vék Hildur Björk Svavarsdóttir af fundi.

- Kl. 11.23 vék Hrönn Pétursdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 11.35

Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
KjartanMagnússon Marta Guðjónsdóttir
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir