Skóla- og frístundaráð
SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ
Ár 2012, 2. maí, var haldinn 15. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum, S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Þorgerður L. Diðriksdóttir, kennarar í grunnskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Eygló Traustadóttir.
Þetta gerðist:
1. Kynning á notkun frístundakortsins 2011. Gísli Árni Eggertsson, skrifstofustjóri, íþrótta- og tómstundasviði kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012040212
- Kl. 10.24 tók Bryndís Jónsdóttir sæti á fundinum.
2. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að setja af stað starfshóp sem mótar áherslur í frístundastarfi fyrir 10-12 ára börn í Reykjavík.
Greinargerð fylgdi. SFS2012040196
Samþykkt.
3. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skipa starfshóp sem hefur það verkefni að móta framtíðarstefnu fyrir Myndver grunnskólanna. Stefnumótunin taki mið af örri þróun í notkun nýrra miðla og margvíslegum tækninýjungum í skólastarfi, bæði leikskólum, grunnskólum og einnig frístundastarfi. Stefnumótunin taki mið af þörfum beggja skólastiga sem og frístunda- og félagsmiðstöðvastarfs.
Greinargerð fylgdi. SFS2012040205
Samþykkt.
4. Svohljóðandi tillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skipa
starfshóp sem móti tillögu um hvernig efla megi heilsu barna á grunnskólaaldri. Verkefnið verði unnið í samvinnu SFS og ÍTR og kallað verði eftir sjónarmiðum íþrótta- og sundkennara í grunnskólum, fagfólks á vettvangi frítímans auk annarra sem starfshópurinn telur eiga erindi í stefnumótunina.
Greinargerð fylgdi. SFS2012040206
5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 18. apríl 2012:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkir að taka upp virkt samráð við foreldrafélög í borginni við ráðningar skólastjóra. Slíkt samráð felur í sér að í skóla þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skal gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér gögn um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið er stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar sem opinn er öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum sem fullnægja kröfum til starfsins er gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Í framhaldi af slíkum fundi er stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins er einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Sviðsstjóra er falin nánari útfærsla á umræddu samráði, sem leggja skal fyrir ráðið til samþykktar.
Eftir sem áður annast skóla- og frístundaráð ráðningar í stöður skólastjóra og ber ábyrgð á þeim eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2012 varðandi tillöguna. SFS2012040185
- Kl. 11.18 vék Oddný Sturludóttir af fundi. og Elsa Hrafnhildur Yeoman tók þar sæti.
Tillögu frestað.
6. Kynning á tilraunaverkefni um bætta þjónustu í Breiðholti. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts kynnti og svaraði fyrirspurnum ásamt Láru Baldursdóttur, verkefnastjóra.
7. Kynning á frístundastarfi skóla- og frístundasviðs sumarið 2012. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs kynnti og svaraði fyrirspurnum.
- Kl. 12.27 vék Bryndís Jónsdóttir af fundinum.
- Hlé gert á fundinum frá kl. 12.27 til 12.50.
8. Lögð fram kortlagning á útikennslustofum í Reykjavík, ódags. Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2011120106
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að kortlagningu útikennslustofa, að beiðni okkar sjálfstæðismanna, sé lokið og hvetjum skóla borgarinnar til að samnýta þær, þar sem kostur er.
9. Lögð fram ársskýrsla Náttúruskóla Reykjavíkur 2011. Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012040213
10. Lögð fram ársuppgjör leikskólasviðs og menntasviðs fyrir árið 2011. Jón Ingi Einarsson og Róbert Rafn Birgisson, fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2011120018
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra í leikskólum í skóla- og frístundaráði óskaði bókað:
Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík samgleðst stjórnendum á skóla- og frístundasviði og kjörnum fulltrúum sviðsins vegna góðrar rekstrarafkomu leikskólasviðs 2011. Sérstaklega ber að hrósa leikskólastjórum fyrir frábærlega vel unnin störf við fjármálastjórnun skólanna. Aðeins minnihluti leikskólanna voru með hallarekstur árið 2011 sem hlýtur að teljast eðlilegt þar sem leikskólarnir þurftu að bera bróðurpartinn af kostnaði vegna langtímaveikinda starfsmanna.
Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum í skóla- og frístundaráði óskaði bókað:
Á sama tíma og voru færri börn á leikskólum en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun borgarinnar, voru uppi háværar raddir foreldra um að börn, öðru hvoru megin við 2 ára, væru ekki tekin inn á leikskóla jafnóðum og pláss losnuðu. Á meðan borgin sparar sér 158,3 milljónir er verið að vista börn lengur en æskilegt getur talist hjá dagforeldrum í stað þess að komast inn í það faglega starf sem unnið er á leikskólum. Það fer lítið fyrir ítarlegri umfjöllun um hagræðingu eða kostnað vegna sameiningu leikskóla. Svo virðist sem sameiningar hafi ekki skilað fjárhagslegum ávinningi.
11. Lagt fram minnisblað, dags. 30. apríl 2012, um Stóra leikskóladaginn sem fram fer 1. júní 2012. SFS2012030218
12. Lögð fram dagskrá Höfuð í bleyti, kynningar á skemmtilegum verkefnum á vettvangi frístundamála SFS og hugmyndir um þróun frístundastarfs, sem fram fer 4. maí 2012. SFS2012040215
13. Lögð fram greinargerð um Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2012. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnti og svaraði fyrirspurnum ásamt Laufeyju Ólafsdóttur, Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur og Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur, skóla- og frístundasviði. SFS2012040214
Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð fagnar nýafstaðinni Barnamenningarhátíð sem þykir hafa tekist með eindæmum vel. Hátíð, sem haldin var í annað sinn í ár, hefur með metnaðarfullri dagskrá náð að festa rætur í hjörtum ungra og aldinna borgarbúa og vill skóla- og frístundaráð þakka þeim fjölmörgu sem að henni standa fyrir frábært starf.
14. Lögð fram greinargerð um Menningarfána Reykjavíkurborgar 2012. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnti og svaraði fyrirspurnum ásamt Laufeyju Ólafsdóttur, Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur og Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur, skóla- og frístundasviði. SFS2012020029
15. Varaformaður kynnti stuttlega fyrirhugaðan opinn fund skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs Reykjavíkur sem haldinn verður 22. maí nk. kl. 14 – 17.
- Kl. 14.45 vék Þórunn Gyða Björnsdóttir af fundi.
16. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2012 við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur og skóla- og frístundaráðsfulltrúa Vinstri grænna frá 21. mars 2012, varðandi ferð til New York. SFS2012030177
- Kl. 14.58 vék Helgi Eiríksson af fundi.
Marta Guðjónsdóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði vegna ferðar formanns ráðsins og embættismanna til New York.
Marta Guðjónsdóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskuðu bókað:
Eðlilegt hefði verið samkvæmt hefð að kynna slíka ferð fyrir ráðinu þó svo ekkert kveði á um það samkvæmt einhverjum óskilgreindum verklagsreglum enda mikilvægt að fjölskipað stjórnvald sé vel upplýst og taki þátt í mikilvægri stefnumörkum fyrir sviðið og skóla borgarinnar.
17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2012 við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá 7. mars 2012, varðandi kostnað við flutning Hamraseturs. SFS2012040053
18. Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð þakkar Þorgerði L. Diðriksdóttur, fulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur, fyrir vel unnin störf í ráðinu og þar áður í menntaráði undanfarin sjö ár. Mikilvægt hefur verið að njóta þekkingar hennar og reynslu í starfi og stefnumótun þessara ráða.
- Kl. 15.05 viku Rósa Steingrímsdóttir og Ragnar Þorsteinsson af fundi.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Skóla- og frístundaráð beinir því til grunnskóla borgarinnar að auka fræðslu um mikilvægi þess að halda borginni hreinni. Skólastjórar eru hvattir til að virkja nemendur í að hreinsa í kringum skólana og tína rusl í nágrenni þeirra enda hefur slíkt ótvírætt fræðslu- og uppeldisgildi.
Greinargerð fylgdi.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.10
Óttarr Ólafur Proppé
Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Einarsdóttir
Hilmar Sigurðsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir