Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Menntaráð

Ár 2007, 11. júní kl. 13:00 var haldinn 58. fundur menntaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir. Auk þeirra sátu fundinn Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista og óháðra, Sigrún Ólafsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur og Hildur Björg Hafstein áheyrnarfulltrúi SAMFOKs. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir staðgengill fræðslustjóra.
Fundargerð ritaði Guðbjörg Jónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa menntaráði, eitt mál.

2. Ráðning skólastjóra við Hagaskóla.
Lögð fram:
a) auglýsing um stöðu skólastjóra við Hagaskóla
b) viðmið menntaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar
c) greinargerð sviðsstjóra vegna ráðningar skólastjóra við Hagaskóla
d) yfirlit yfir umsækjendur
Sex umsóknir bárust um stöðuna.
Lagt var til að Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra Hagaskóla.
Samþykkt samhljóða.

3. Tónlistafulltrúi menntasviðs kynnti endurskoðaðar reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla.
Reglurnar samþykktar með 4 atkvæðum.

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fyrir tveimur árum var sett ákvæði inn í þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, sem átti að gera nýjum tónlistarskólum hægar um vik að hasla sér völl. Það ákvæði sagði til um að 95#PR af fjármagni til tónlistarskóla færi eftir úthlutun síðasta árs, en 5#PR var hreyfanlegt og átti að fylgja lögmáli um eftirspurn. Í nýsamþykktum reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla fellur þetta ákvæði út, en við það minnkar sveigjanleiki og möguleikar menntaráðs til að hafa áhrif á þróun framboðs á tónlistarnámi og nýliðun á þessu sviði. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista í menntaráði telja að leita skuli allra leiða til að efla frumkvæði nýrra tónlistarskóla og styðja við framþróun tónlistarnáms í Reykjavík.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
Breytingar sem nú eru gerðar á þjónustusamningum tónlistarskóla byggjast á þeirri reynslu sem fengist hefur. Samráð hefur verið haft við stjórnendur tónlistarskólanna og hafa tillögur varðandi þjónustusamninginn m. a. komið frá þeim. Sú regla, sem er aflögð varðandi það að 5#PR úthlutunar til tónlistarskóla fari eftir svokallaðri eftirspurn, hefur reynst ósanngjörn og ónothæf. Það er því undrunarefni og miður að fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista skulu ekki vilja standa að eðlilegum og réttlátum breytingum og kjósa þess í stað að hjakka í sama fari án tillits til aðstæðna.

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að einhverjum sveigjanleika sé viðhaldið í úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Ekki er um það deilt að útfærsla þess ákvæðis sem nú er fallið úr þjónustusamningi var ábótavant, það er að miða úthlutun 5#PR fjármagnsins við fjölda nemenda á biðlistum. Engu að síður er mikilvægt að sveigjanleikanum sé viðhaldið og hentugri útfærsla sé fundin til að tryggja nýsköpun í tónlistarnámi. Á þetta vildu fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og F-lista benda í fyrri bókun sinni og koma því hörð viðbrögð meirihlutans á óvart.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
Undir það er tekið að æskilegt er að þjónustusamningar tónlistarskóla feli í sér ákveðinn sveigjanleika og að nýliðun sé tryggð. Þær reglur sem tryggja sveigjanleika þurfa að vera skynsamlegar.

4. Fulltrúar frá Capacent, Tómas Bjarnason og Hildur Jóna Bergþórsdóttir, og deildarstjóri á tölfræði- og rannsóknaþjónustu menntasviðs kynntu vinnustaðagreiningu úr grunnskólum Reykjavíkur.

- Hildur Björg Hafstein áheyrnarfulltrúi SAMFOKs vék af fundi kl.14:40

5. Ráðgjafi um skólamötuneyti á grunnskólaskrifstofu kynnti gerð gæðahandbókar fyrir skólamötuneyti grunnskóla Reykjavíkur.

Menntaráð lagði fram svohljóðandi bókun:
Menntaráð fagnar gerð gæðahandbókar fyrir skólmötuneyti grunnskóla Reykjavíkur. Menntaráð beinir þeim tilmælum til mötuneyta í grunnskólum Reykjavíkur að nýta sér handbókina í framtíðinni.

Fundi slitið kl.15:30

Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir Anna Margrét Ólafsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Oddný Sturludóttir Svandís Svavarsdóttir