Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Ár 2012, 18. apríl, var haldinn 14. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 09.40. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir formaður, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Pétur Magnússon. Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Helga Sigfúsdóttir, starfsmenn í leikskólum; Bryndís Jónsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum; Eirika Ólafsdóttir, kennarar í grunnskólum; Helgi Eiríksson, stjórnendur frístundamiðstöðva; S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Rósa Steingrímsdóttir, foreldrar barna í leikskólum og Þórunn Gyða Björnsdóttir, skólastjórar í leikskólum. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir, staðgengill sviðsstjóra, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Hildur Skarphéðinsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Sigtryggsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, dags. 26. mars 2012 auk erindisbréfs starfshóps um aðgerðaráætlunina, dags. 27. október 2010. Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar kynnti og svaraði fyrirspurnum ásamt Iðunni Antonsdóttur, forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur og Sigríði Marteinsdóttur, verkefnisstjóra á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. SFS2012040058

Kl. 10.00 tóku Auður Árný Stefánsdóttir og Soffía Pálsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að þjónustusamningi á milli Námsflokka Reykjavíkur og Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar ses. SFS2012040047
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skipa starfshóp um endurskoðun félagslegrar menntastefnu Reykjavíkurborgar frá árinu 2005. Endurskoðunin taki mið af markmiðum Námsflokka Reykjavíkur um að
1) veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, jafnt almenna sem sértæka
2) styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi
3) að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu einstaklinga sem njóta námstilboða Námsflokkanna.
Greinargerð fylgdi. SFS2012040048
Samþykkt.

4. Lögð fram drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hrund Logadóttir, verkefnisstjóri sérkennslu grunnskóla á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2011110132

Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð vísar drögum að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar til umsagnar eftirtalinna:
Félag íslenskra sérkennara, Félag skólastjórnenda í Reykjavík, Kennarafélag
Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur, Mennta- og Menningar-málaráðuneytið, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknarsetur í
fötlunarfræðum, Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar, SAMFOK,
Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur,
Sjónarhóll, Umboðsmaður barna, Þroskahjálp, Réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.
Einnig verði kallað eftir ábendingum og sjónarmiðum frístundahluta skóla- og frístundasviðs til stefnunnar.

5. Lagðar fram umsagnir skólaráðs Hamraskóla, dags. 22. mars 2012, skólaráðs Foldaskóla, dags. 16. apríl 2012, stjórnar foreldrafélags Hamraskóla, dags. 22. mars 2012, stjórnar foreldrafélags Foldaskóla, dags. 21. mars 2012 og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, dags. 5. apríl 2012.
SFS2012030046

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla, Hamrasetur, flytjist samhliða flutningi unglingastigs Hamraskóla yfir í Foldaskóla. Sérdeildinni verði búin aðstaða í Foldaskóla í samræmi við tillögur og skýrslu starfshóps um sérhæfða sérdeild fyrir nemendur með einhverfu í Hamraskóla.
Greinargerð fylgdi.
Samþykkt og vísað til borgarráðs með 4 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, Líf Magneudóttir sat hjá.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn flutningi Hamraseturs, sérdeildar í Hamraskóla fyrir nemendur með einhverfu, yfir í Foldaskóla af eftirtöldum ástæðum:
1. Skýrt hefur komið fram að foreldrar allra barna í sérdeildinni eru á móti flutningi deildarinnar.
2. Flutningurinn er hluti af þeirri aðgerð að sameina unglingadeildir Hamraskóla, Húsaskóla og Foldaskóla en yfir 90#PR foreldra í tveimur fyrrnefndu skólunum hafa lýst yfir andstöðu sinni við slíka sameiningu.
3. Illa hefur verið staðið að undirbúningsvinnu vegna umræddra breytinga og segir t.a.m. í umsögn Foreldrafélags Hamraskóla að hún beri þess merki að tíminn hafi verið naumur og aðlögunarvinna fyrir börn í Hamrasetri sé ekki enn hafin þrátt fyrir að sameina eigi deildirnar eftir nokkra mánuði. Í umsögn Foreldrafélags Foldaskóla er dregið í efa að nægjanlegur tími sé til undirbúnings á flutningunum fyrir næsta skólaár.
4. Engin sátt er um fyrirhugaða breytingu í hverfinu enda hefur meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hundsað óskir foreldra í málinu og þannig svikið fögur fyrirheit sín um að auka íbúalýðræði, samráð við íbúa í skólamálum og styðja aðkomu þeirra að lykilákvörðunum. Síðast í gær felldi meirihlutinn þá tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að strax yrði hafið formlegt samráð við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk um lausn þess ágreinings sem hér um ræðir.


Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar þakka öllum þeim sem komið hafa að undirbúningi flutnings sérdeildar í Hamraskóla í Foldaskóla og þeim sem hafa unnið umsagnir um breytingarnar. Sérstaklega er starfshópi um sérhæfða sérdeild fyrir einhverfa nemendur í sunnanverðum Grafarvogi þakkað fyrir greinargóðan rökstuðning í skýrslu starfshópsins. Í henni eru tíundaðir kostir þess að flytja öll aldursstig deildarinnar í Foldaskóla en þeir eru m.a. meiri sveigjanleiki í starfi með nemendum, fleiri kostir varðandi kennslu- og námsskipulag, meiri möguleikar á flæði nemenda milli aldursstiga, meiri möguleikar á sveigjanleika og flæði þegar misræmi verður á nemendafjölda eftir aldursstigum, meiri mannauður á einum stað til hagsbóta fyrir alla nemendur, meiri möguleikar á flæði starfsfólks milli aldursstiga og betri nýting kennslugagna. Rýmisþörfum sérdeildar er mun betur mætt í Foldaskóla en Hamraskóla og brýnt er að staðsetja deildina með tilliti til heildarskólastarfs og með tilliti til skipulags aldursstiga innan skólans. Með breytingunum skapast svigrúm til að bjóða fleiri nemendum skólavist í sérdeild sem mjög hefur verið kallað eftir. Nemendur í sérdeild eiga að hafa rík tækifæri til þess að vera í sem mestum tengslum við jafnaldra sína og til að njóta sín á því aldursstigi sem þeir eru. Áhyggjur foreldra barna í sérdeild eru eðlilegar en þess verður í alla staði gætt að undirbúningur gangi áfram vel og að þörfum nemenda í sérdeild verði mætt jafn vel, ef ekki betur í Foldaskóla.

Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í grunnskólum í skóla- og frístundaráði óskaði bókað:
Fulltrúi foreldra grunnskólabarna gagnrýnir að ákvörðun um flutning sérdeildar fyrir einhverfa úr Hamraskóla í Foldaskóla skuli tekin þrátt fyrir eindregin mótmæli foreldra allra barna í deildinni. Starfsemi slíkra sérdeilda er sérstaklega viðkvæm og því lykilatriði að slík ákvörðun um stórfelldar breytingar sé tekin í sátt við þá foreldra sem nýta sér þjónustu hennar. Alvarlegt verður að teljast að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist, á því ári sem liðið er frá því að ákvörðun um sameiningu unglingadeilda í sunnanverðum Grafarvogi var tekin, að fá foreldra í lið með sér.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Skóla- og frístundaráð og skóla- og frístundasvið hafa undirbúið sameiningu unglingadeilda í sunnanverðum Grafarvogi í hartnær ár. Sérdeild fyrir einhverfa nemendur hefur fengið sérstaka athygli í því ferli. Öll fagleg rök hníga að því að unglingum farnist vel í stærra samfélagi unglinga, bæði námslega og félagslega. Þau rök eiga einnig við unglinga í sérdeild og mikilvægt að hafa sérdeildina á einum stað, aukinheldur að hægt er að skapa mikilvægt svigrúm til stækkunar deildarinnar.

6. Lögð fram skýrslan Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík, dags. í apríl 2012 og minnisblað deildarstjóra tölfræði og rannsóknarþjónustu skóla- og frístundasviðs, dags. 10. apríl 2012. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2012040051

Bókun skóla- og frístundaráðs:
Skóla- og frístundaráð fagnar niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík en þær sýna að ánægja foreldra með skólastarfið fer vaxandi og hefur ánægjan ekki mælst hærra frá árinu 2002. Ánægja foreldra með umsjónarkennara er mjög mikil og hækkar á milli ára, en 90#PR foreldra eru ánægð með viðmót umsjónarkennara við sitt barn og 91#PR foreldra er ánægt með viðmót umsjónarkennara við foreldra. Mest hækkar ánægja foreldra með upplýsingamiðlun umsjónarkennara um barnið, í 82#PR úr 73#PR árið 2008. Ánægja með foreldraviðtöl eykst einnig töluvert og mikill meirihluti foreldra telur sem fyrr að börnum þeirra líði vel í skólanum og hefur ánægja með líðan í kennslustundum hækkað mest. Þá sýnir könnunin að þorri foreldra er ánægður með áherslur í innra starfi skólans, s.s. á námskröfur, heimanám, aga, próf og námsmat. Þá er ánægjulegt að 95#PR foreldra telja að skólinn komi vel til móts við þarfir síns barns. Ein ánægjulegasta niðurstaða könnunarinnar er að hlutfall foreldra lækkar sem telur barn sitt hafa orðið fyrir einelti síðasta árið, úr 16#PR á árinu 2010 í 11#PR nú.
Óánægja foreldra með aðgang nemenda að tölvum og með skólamáltíðir eykst sem er áhyggjuefni og brýnt að bæta þar úr.
Skóla- og frístundaráð þakkar starfsfólki reykvískra grunnskóla fyrir auðsýndan metnað og fagmennsku, sem einkennir skólastarfið, og fram kemur í viðhorfskönnuninni. Skólastjórnendur eru hvattir til að nýta niðurstöður könnunarinnar til umbóta í skólastarfi.

7. Lagðar fram umsagnir skólaráðs Breiðagerðisskóla, dags. 13. apríl 2012, skólaráðs Háaleitisskóla, dags. 2. apríl 2012, foreldrafélags Breiðagerðisskóla, dags. 3. apríl 2012 og foreldrafélags Háaleitisskóla í Hvassaleiti, dags. 3. apríl 2012.
SFS2012010286

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- frístundasviðs:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vegna endurbóta á húsnæði Breiðagerðisskóla fái nemendur 6. og 7. bekkja skólans (120-130 nemendur) námsaðstöðu að hluta í húsnæði Háaleitisskóla í Hvassaleiti, skólaárið 2012-2013.
Greinargerð fylgdi.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

8. Lögð fram umsögn stjórnar foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs, dags. 1. apríl 2012. SFS2012030129

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að aðalaðstaða Skólahljómsveitar Grafarvogs, sem nú er staðsett í Foldaskóla, flytjist í Húsaskóla samhliða sameiningu unglingadeilda í sunnanverðum Grafarvogi. Við breytinguna skapast skólahljómsveitinni betri aðstaða til hljómsveitaæfinga í sal Húsaskóla en hljóðfærakennsla fer áfram fram í Foldaskóla fyrir nemendur Foldaskóla.
Greinargerð fylgdi.
Samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til borgarráðs, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá.

Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna samþykkir tillöguna þó með þeim fyrirvara að
meirihlutinn standi við loforð sitt um bættar almenningssamgöngur í
hverfinu.

9. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 13. apríl 2012, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi skóla- og frístundaráðs, dags. 21. mars 2012, um hversu mörg börn fædd árið 2010 og 2011 eru enn á biðlista eftir leikskólarými og hvenær megi búast við að þau börn komist að. SFS2012030260

10. Samþykkt að eftirtaldir fulltrúar skipi úthlutunarnefnd hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs: Drífa Baldursdóttir, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson og Rúna Malmquist.

11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkir að taka upp virkt samráð við foreldrafélög í borginni við ráðningar skólastjóra. Slíkt samráð felur í sér að í skóla, þar sem ráðning skólastjóra stendur fyrir dyrum, skal gefa stjórn viðkomandi foreldrafélags kost á að kynna sér gögn um umsækjendur og hitta þá að máli til að kynnast sýn þeirra á starfið. Ef því verður við komið, er stjórn foreldrafélags heimilt að efna til fundar, sem opinn er öllum foreldrum viðkomandi skóla, þar sem umsækjendum, sem fullnægja kröfum til starfsins, er gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Í framhaldi af slíkum fundi er stjórn foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístundaráðs með áliti um hver sé hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórn foreldrafélagsins er einnig heimilt að skila umsögn til ráðsins án þess að mælt sé með ákveðnum umsækjanda en með ábendingum um hvaða atriði sé æskilegt að leggja áherslu á þegar ráðið verður í stöðuna með tilliti til vilja foreldra og aðstæðna í umræddum skóla. Fræðslustjóra er falin nánari útfærsla á umræddu samráði, sem leggja skal fyrir ráðið til samþykktar. Eftir sem áður annast skóla- og frístundaráð ráðningar í stöður skólastjóra og ber ábyrgð á þeim eins og kveðið er á um í samþykktum ráðsins.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.20


Oddný Sturludóttir

Eva Einarsdóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Pétur Magnússon