Skóla- og frístundaráð
Menntaráð
Ár 2005, 10. mars kl. 16:10 var haldinn 4. fundur menntaráðs í fundarsal Leikskóla Reykjavíkur. Fundinn sátu: Þorlákur Björnsson, varaformaður, Sverrir Teitsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Marta Guðjónsdóttir
Auk þeirra sátu fundinn Ragnhildur Ragnarsdóttir, varamaður áheyrnarfulltrúa F- lista, Steinunn Ásgeirsdóttir fulltrúi Samfoks, Ólafur Loftsson og Sigrún Ólafsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur.
Jafnframt sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir sviðsstjóri, Bergur Felixson og Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar.
Fundargerð ritaði Laura Bergs.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðismanna frá 3. fundi ráðsins varðandi biðlista eftir leikskólaplássi ( fskj. 1.1).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir að fá lista yfir þau börn sem óskað hafa eftir flutningi.
2. Ráðning skólastjóra Breiðholtsskóla.
Lögð fram viðmið við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum (fskj. 2.1), auglýsing um stöðu skólastjóra Breiðholtsskóla (2.2), yfirlit yfir umsækjendur (2.3), álit Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra (2.4) og umsögn kennararáðs Breiðholtsskóla (2.5).
Níu umsækjendur voru um stöðuna.
Sviðsstjóri Menntasviðs mælir með Sigþóri Magnússyni í starf skólastjóra Breiðholtsskóla.
Menntaráð samþykkir samhljóða ráðningu Sigþórs Magnússonar í starf skólastjóra Breiðholtsskóla.
3. Lagðar fram tillögur frá úthlutunarnefnd Þróunarsjóðs grunnskóla Reykjavíkur um styrki úr sjóðnum ( 3.1).
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4. Breyting á opnunartíma gæsluleikvalla í Reykjavík, sbr. tillögur sem samþykktar voru í leikskólaráði 13. júní 2004 (fskj.4.2).
Lagt fram yfirlit yfir heimsóknir á gæsluleikvelli árið 2004 (4.1).
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði eftir upplýsingum um mál starfsmanna gæsluleikvalla.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Lagt fram til kynningar bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um breytingu á fjárhagsáætlun 2005 vegna kjarasamninga grunnskólakennara (fskj. 5.1).
6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn í borgarráði 20. janúar sl. um fjárframlög Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla. Svar staðgengils fræðslustjóra var lagt fram í borgarráði 24. febrúar sl. Í svarinu er ekki tekið tillit til þess að á tímabili því sem Fræðslumiðstöð kýs að nota hefur fjöldi nýrra skóla tekið til starfa og hefur fjármagni til reksturs þeirra verið tekið af þeim skólum sem fyrir er. Stór hluti þessa framreiknings fræðsluyfirvalda eru launahækkanir sem orðið hafa á tímabilinu. Þegar ákvörðun var tekin að loka á greiðslur til nemenda utan borgarmarkanna þá spöruðust umtalsverðar upphæðir sem nota átti til þess að stytta biðlista nemenda í Reykjavík. Það var ekki gert heldur var sparnaðurinn sem var um 80 milljónir króna tekinn út úr málaflokknum og færður annað. Þessu til viðbótar hefur borgin beitt þeim aðferðum til sparnaðar eitt sveitarfélaga í landinu að takmarka starfstíma tónlistarskóla við 32 vikur á ári og spara þannig umtalsverð framlög til skólanna. Þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir nýjan kjarasamning um áramótin þá hafa fræðsluyfirvöld enn ekki greitt viðbótarkostnað til skólanna sem þeim er skylt samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Þá er rétt að benda á að Reykjavíkurborg leggur minnst að mörkum allra sveitarfélaga pr. íbúa til rekstur tónlistarskóla samkvæmt skýrslu Félags tónlistarkennara sem kom út 2004.
Séu nokkur dæmi tekin þá hafa framlög borgarinnar til Tónlistarskólans í Reykjavík dregist saman um 42#PR á aðeins þremur árum. Reykjavíkurborg hefur skert framlög til Tónskóla FÍH sem nemur 30-40 kennslustundum á viku á síðastliðnum árum sem hefur haft bæði faglegar og rekstrarlegar afleiðingar. Þá var fjárframlag Reykjavíkurborgar til Söngskólans í Reykjavík kr. 63.143.229 skólaárið 2002 – 2003 en er á yfirstandandi skólaári kr. 48.612.000 (á eftir að reikna inn hækkun vegna kjarasamnings).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menntaráði óska eftir upplýsingum um rekstrarstuðning við hvern einstakan tónlistarskóla, sundurliðað eftir árum, frá 1997 – 2005.
Greinargerð fylgir.
7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Til að fá sem gleggstan samanburð á fjárframlagi Reykjavíkurborgar með nemendum sem ganga í sjálfstætt reknu grunnskólana í borginni annars vegar og almennu grunnskólanna hins vegar fara fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram á að sjálfstæðu skólarnir verði settir inn í reiknilíkan það sem notað er til að finna út rekstrarramma hvers grunnskóla.
Greinargerð fylgir.
Afgreiðslu Frestað.
8. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks spurðist fyrir um talkennslu barna í leikskólum á Kjalarnesi. Framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur varð fyrir svörum. Frekari upplýsingar verða lagðar fram á næsta fundi.
9. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks spurðist fyrir um gang viðræðna við Landakotsskóla.
Sviðsstjóri Menntasviðs varð fyrir svörum.
10. Þar sem þetta er síðasti fundur Ólafs Loftssonar, fulltrúa grunnskólakennara, færir menntaráð honum þakkir fyrir samstarfið.
Fundi slitið klukkan 17:45
Þorlákur Björnsson
Sverrir Teitsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Marta Guðjónsdóttir