Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

LEIKSKÓLARÁÐ REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 29. október var haldinn 312. fundur leikskólaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarsal Leikskóla Reykjavíkur og hófst kl. 11:15. Mætt voru Þorlákur Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Ívar Andersen og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Bergur Felixson, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Margrét Vallý Jóhannsdóttir , Sigrún Sigurðardóttir og Jón Ingi Benediktsson.
Fundaritari var Garðar Jóhannsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2005. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir málinu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa áætluninni til borgarráðs.

2. Tillaga að nýrri gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur með gildistöku 1. janúar 2005.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Vegna ofangreinds máls mættu á fundinn Aldís Magnúsdóttir af hálfu stúdenta og Garðar Sverrisson frá Örykjabandalagi Íslands.

Fulltrúa Reykjavíkurlistans lögðu fram neðangreinda bókun:
Í gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur er tryggt að öll börn í leikskólum borgarinnar fá mikið niðurgreidda þjónustu. Með þeim breytingum sem hér er verið að innleiða er verið að einfalda gjaldskrána til samræmingar við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, gera hana gegnsærri og tryggja að þeir njóti mestrar niðurgreiðslu sem helst þurfa á því að halda. Það eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og þegar báðir foreldrar eru í námi.

Gjaldskránni er skipt upp í kennslugjald og fæðisgjald og greiða foreldrar fyrir hvern klukkutíma sem barnið er í skólanum. Áfram verður boðið upp á systkinaafslátt, 40#PR af kennslugjaldi með öðru barni og 90#PR af þriðja barni. Þá fá 5 ára börn þriggja tíma gjaldfrjálsan tíma.

Meginbreytingin er sú að felldur er úr gildi einn af þremur gjaldflokkum. Mun það hafa í för með sér að námsmenn í sambúð þar sem einungis annar aðili sambúðarinnar er í námi, munu fara í flokk I sem gildir almennt um hjóna- og sambúðarfólk. Gjöld þessa hóps hækka frá því sem nú er. Áfram munu námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi tilheyra gjaldflokki þeim sem mestan afslátt fá, ásamt einstæðum foreldrum og öryrkjum.

Hluti foreldra í þeim gjaldflokki sem lagður er niður eru öryrkjar í sambúð, þar sem hinn aðili sambúðarinnar er ekki öryrki. Munu þessir aðilar flytjast í gjaldflokk með öðrum öryrkjum og þar sem báðir foreldrar eru í námi.

Helstu rökin fyrir lægra gjaldi þegar annar foreldrið var í námi, var tekjutenging maka. Þannig skertist framfærsla námsmanna ef tekjur maka fóru fram úr ákveðnu marki. Þannig er þessu ekki lengur farið. Nú fær sá aðili sambúðarinnar sem í náminu er, óskerta framfærslu, óháð tekjum maka. Að auki hækkar lán sambúðarfólks um 25#PR fyrir hvert barn á sínu framfæri.
Svo miklar breytingar hafa orðið á högum og umhverfi námsmanna frá stofnun þessa sérstaka gjaldflokks að nauðsynlegt var að endurskoða hann. Nám er nú stundað samhliða vinnu í mun meira mæli og í mörgum tilfellum getur annar aðili sambúðar verið í námi án þess að skerða tekjur heimilisins. Námsmenn eru ekki lengur þessi einsleiti hópur sem við þekktum fyrir einungis 10 árum síðan og sem betur fer er hætt að tengja framfærslu námsmanna við tekjur maka.

3. Lagt fram níu mánaða uppgjör fyrir árið 2004.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Mat á starfsemi Vesturgarðs vorið 2004.
Málinu frestað.

5. Lagt fram bréf Siðmenntar dags. 11. október sl. varðandi afskipti trúfélaga af starfi leikskóla. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.

6. Kynntar verklagsreglur vegna gruns um áreitni gagnvart börnum í leikskólum.

7. Lögð fram skýrsla IMG Gallup um afstöðu foreldra til sumarlokana.

8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í leikskólaráði óska eftir að stjórnkerfisbreytingar þær sem taka eiga gildi 1. janúar n.k. verði kynntar sérstaklega í leikskólaráði.

9. Lagt fram minnisblað vegna reksturs leikskólans 101, sem er einkarekinn leikskóli.
Sviðsstjóra fagsviðs falið að vinna með málið.

Fundi slitið kl. 13:20

Þorlákur Björnsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðný Hildur Magnúsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Ívar Andersen