Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

LEIKSKÓLARÁÐ REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 8. október var haldinn 311. fundur leikskólaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarsal Leikskóla Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Mætt voru Þorlákur Björnsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Bergur Felixson, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, Margrét Vallý Jóhannsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Fundaritari var Garðar Jóhannsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að samþykktum og vinnulagi við úthlutun styrkja og starfssamninga leikskólaráðs.
Stjórnin samþykkti drögin fyrir sitt leyti.

2. Lögð fram svör við fyrirspurnum frá Börnunum okkar sem lagðar voru fram á fundi leikskólaráðs 24. september sl.
Umræðum frestað.

3. Lagt fram bréf frá Kennaraháskóla Íslands dags. 24. september sl. þar sem leitað er samstarfs við Leikskóla Reykjavíkur um skipulag og framkvæmd Evrópuráðstefnu um rannsóknir á menntun yngstu skólabarnanna sem fram fer hér á landi haustið 2006.
Stjórnin samþykkti einróma að fela framkvæmdastjóra að tilnefna fulltrúa Leikskóla Reykjavíkur í undirbúningsnefnd.

4. Skýrsla um ferð stjórnar og embættismanna til Norðurlanda í maí sl.
Anna Hermannsdóttir, starfsþróunarstjóri Leikskóla Reykjavíkur mætti á fundinn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 13:35

Þorlákur Björnsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Jórunn Frímannsdóttir