Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

LEIKSKÓLARÁÐ

Ár 2004, föstudaginn 24. september var haldinn 310. fundur leikskólaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarsal Leikskóla Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Mætt voru Þorlákur Björnsson, Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson og Jórunn Frímannsdóttir.
Jafnframt sátu fundinn Bergur Felixson, Margrét Vallý Jóhannsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Catherine Batt.
Fundaritari var Garðar Jóhannson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram til kynningar nýjar reglur um styrkveitingar hjá Reykjavíkurborg og markmið og vinnulag við úthlutun styrkja.

2. Lögð fram svör við fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem lagðar voru fram á fundi leikskólaráðs 10. september sl.

3. Samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík lögðu fram neðangreindar fyrirspurnir varðandi sumarlokanir leikskóla sumarið 2004:

a) Hvaða leikskólar voru lokaðir í 3 og 4 vikur vegna framkvæmda?
b) Í hvaða leikskólum af þeim 17 sem lokaðir voru vegna framkvæmda (3 –4 vikur) voru framkvæmdir árin 2001, 2002 og 2003?
c) Nokkrir leikskólar voru lokaðir á grundvelli könnunar meðal foreldra. Hvaða leikskólar voru það og hvaða könnun er átt við?

4. Lagt fram bréf frá Samtökum foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík dags. 24. september þar sem lýst er yfir ánægju með niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var sl. vor meðal foreldra barna í leikskólum.

5. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 7. september sl. varðandi samræmda meðferð, framlagningu og birtingu fundargerða nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13:15.

Þorlákur Björnsson
Sigrún Elsa Smáradóttir Jórunn Frímannsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson