Skóla- og frístundaráð
LEIKSKÓLARÁÐ OG MENNTARÁÐ
Ár 2009, 16. desember var haldinn 71. fundur leikskólaráðs og 112. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í salnum að Fríkirkjuvegi 1 og hófst kl. 11:05. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður menntaráðs, Ragnar Sær Ragnarsson formaður leikskólaráðs, Anna Margrét Ólafsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Hermann Valsson, Marsibil Sæmundardóttir, Sigríður Pétursdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ólafur Ögmundsson og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, áheyrnarfulltrúar F-lista, Guðrún Valdimarsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOK, Halldóra Guðmundsdóttir, fulltrúi starfsmanna í leikskólum, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur, Ólöf Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi samtakanna Börnin okkar, Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur og Þórunn Gyða Björnsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Kristín Egilsdóttir, Jón Ingi Einarsson, Guðrún Hjartardóttir, Jóhanna H. Marteinsdóttir og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Börn frá leikskólanum Njálsborg sungu jólalög undir stjórn Andra Eyvindarsonar og Jóhönnu Hákonardóttur.
2. Kynning á vinnu starfshóps Menntasviðs og Leikskólasviðs sem undirbýr skólahald í Úlfarsárdal.
- Kl. 11.40 vék Marsibil Sæmundardóttir af fundi.
Bókun leikskóla- og menntaráðs:
Leikskóla- og menntaráð lýsa yfir ánægju sinni með vinnu starfshóps um samrekinn leikskóla, grunnskóla og frístundahemili í Úlfarsárdal sem taka mun til starfa haustið 2010. Óskað er eftir því að vinnu við stefnumótun skólans, þar sem samþætting skóla- og frístundastarfs verði höfð að leiðarljósi, ljúki fyrir 1. febrúar í góðu samráði við íbúa í dalnum.
3. Sr. Hjálmar Jónsson ávarpaði fundarmenn og las úr bók sinni, Hjartslætti.
Leikskóla- og menntaráð færa Hjálmari Jónssyni þakkir fyrir áhugaverða og skemmtilega hugvekju.
4. Fjórða tölulið útsendrar dagskrár var frestað.
5. Stúlkur úr unglingadeild Austurbæjarskóla fluttu nokkur lög undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar tónmenntakennara.
Formenn ráðanna óskuðu fundarmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fundi slitið kl. 12.53
Kjartan Magnússon
Ragnar Sær Ragnarsson
Anna Margrét Ólafsdóttir, Einar Örn Ævarsson,
Fanný Gunnarsdóttir, Hermann Valsson,
Sigríður Pétursdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir.