Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

M E N N T A R Á Ð

Ár 2009, 9. desember var haldinn 111. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvergi 1 í Reykjavík og hófst kl. 10:05. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir.
Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Eggertsson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Hildur Björg Hafstein, áheyrnarfulltrúi SAMFOK og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Janusdóttir, staðgengill fræðslustjóra, Auður Árný Stefánsdóttir og Jón Ingi Einarsson. Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 2. desember sl. um embættisafgreiðslu erinda sem borist hafa menntaráði, tvö mál.

2. Lögð fram yfirlýsing, dags. 16. nóvember 2009, frá norrænu geislavarnastofnununum, Geislun á almenning frá fjarskiptasendum. Einnig lögð fram yfirlýsing sömu stofnana frá árinu 2004. Þorgeir Sigurðsson fagstjóri frá Geislavörnum ríkisins kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

3. Lagt fram minnisblað, dags. 26. nóvember sl., um stöðu mála einhverfra barna í grunnskólum Reykjavíkur. Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri sérkennslu á grunnskólaskrifstofu kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar stofnun samráðshóps, sem hefur það hlutverk að gera úttekt á þjónustu við börn með einhverfu og smíða tillögur að samhæfðri þjónustu við þennan hóp barna. Náið samráð allra helstu samstarfsaðila er lykilatriði. Jafnframt leggur menntaráð áherslu á að afar brýnt sé að öll vinna sem innt er af hendi í þessum málaflokki sé unnin af mikilli kostgæfni.

- Kl. 11:08 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.
- Kl. 11:09 tóku Elínbjörg Magnúsdóttir og Hreiðar Sigtryggsson sæti á fundinum.

4. Lagt fram minnisblað, dags. 3. desember sl., um stefnumörkun vegna táknmálssviðs Hlíðaskóla.

5. Lagt fram minnisblað dags. 8. desember sl., frá fræðslustjóra varðandi upphaf skólastarfs, vetrarleyfi og umhverfisdaga hjá nemendum í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2010 – 2011. Þar er gert ráð fyrir að skólastarf hefjist mánudaginn 23. ágúst; að þeir skólar sem taka vetrarleyfi velji eftirtaldar dagsetningar: á haustönn: 22., 25., og 26. október og á vorönn: 21. og 22. febrúar og að umhverfisdagar verði 13. september 2010 og 29. apríl 2011.
Samþykkt með fyrirvara um breytingu á umhverfisdegi 13. september 2010 ef samræmd próf verða um sama leyti.

Bókun menntaráðs:
Aukið svigrúm og samvinna á milli skólastiga er í anda nýrra leik- og grunnskólalaga. Því vill menntaráð beina því til skólastjóra grunnskóla að við gerð skóladagatals hafi þeir samráð við leikskólastjóra í sínum hverfum um skipulagsdaga til að ná þessum markmiðum.

6. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar um almenna styrki menntaráðs að eftirtaldir aðilar hljóti styrki ráðsins árið 2010.

Styrkumsóknir til menntaráðs 2010
Nr. Umsækjandi Tengiliður Verkefni Tillaga 2010:
1. Icefitness ehf/Skólahreysti Andrés Guðmundsson Skólahreysti 2010 er að fara af stað í sjötta sinn. Skólahreystin gengur út á það að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð væri á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem einstaklingsframtakið og liðsheildin í sameiningu skilar bestum árangri. Keppnisár Skólahreysti 2010 verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e.a.s. níu undankeppnir um allt land og úrslit. Með áframhaldandi fjárstuðningi er hægt að gera Skólahreysti enn öflugri og ná til fleiri barna og unglinga með það að markmiði að vekja hjá þeim áhuga á skemmtilegri hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. 100.000
2. Jafnréttishús Amal Tamimi Fræðsla um fjölmenningu og fordóma.
Á síðasta ári var farið í 6 grunnskóla í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem nemendur úr 9. og 10. bekk fengu fræðslu. Þegar rætt var við unglingana kom í ljós að veruleg þörf er á fræðslu um fjölmenningu og þeim samfélagslegu breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi síðastliðin 10 ár. Mikið bar á fordómum í garð útlendinga sem eingöngu stafa af vanþekkingu. Í ár er ætlunin að fara af stað með fræðslu í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og er markhópurinn 8. - 10. bekkur. 200.000
3. Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir
Verkefnið miðar að því að virkja unga fólkið í 7., 8., 9. og 10. bekk grunnskólans til að láta sig eigin mál skipta og koma fram með góðar hugmyndir um hvernig það vill sjá heimabyggðina í framtíðinni t.d. eftir 5 ár og hvað það getur lagt til málanna. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að hver einstaklingur fái sem best notið sín. 100.000
4. Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna E. Sigurlaug Indriðadóttir Markmiðið er að fræða öll 8 ára börn og fjölskyldur þeirra um eldvarnir og öryggi heimilisins og kynna þeim neyðarnúmerið 112. Kostnaður vegna verkefnisins er óvenju mikill að þessu sinni þar sem að ráðist verður í gerð nýs fræðsluefnis fyrir börnin. Allir nemendur í 3. bekk grunnskóla landsins fá nú að gjöf spennandi og skemmtilega myndskreytta bók um slökkviálfana Loga og Glóð og afrek þeirra. 200.000
5. Móðurmál Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent Móðurmál er félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Sótt er um styrk til eflingar starfseminni en markmið félagsins er að efla móðurmálskennslu barna með önnur móðurmál en íslensku. Þetta er gert í þeim tilgangi að efla hæfni þeirra til að læra íslensku sem annað og erlent mál og einnig til að þau nái betri tökum á skólagöngu sinni hér á landi 200.000
6. Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor Sótt er um styrk vegna rannsóknar; „Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4ra til átta ára“.
Markmið rannsóknarinnar er að afla grunnþekkingar á þroskaferli íslenskra barna á aldursbilinu sem brúar leik- og grunnskóla á sviði málþroska, læsis og sjálfstjórnar; hvernig þessir þættir tengjast innbyrðis; kanna hvort og þá hverjir og hvenær þeir spá fyrir um síðari þroska og námsárangur barna og skólaaðlögun í fyrstu bekkjum grunnskóla; þróa þau mælitæki sem til þarf og miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til kennara, stefnumótenda, foreldra og annarra sem málið varðar. 200.000
7. Steinunn Torfadóttir Helga Sigurmundsdóttir Markmiðið er að vinna handbók, kennsluleiðbeiningar og kennslugögn með Skimunarprófi í læsisþáttum sem umsækjendur eru að vinna í samstarfi við Námsmatsstofnun. Handbókin mun fela í sér fræðilega umfjöllun um prófið, forsendur þess og tilgang, leiðbeiningar um fyrirlögn, úrvinnslu og túlkun og kennslufræðileg úrræði. Í kennsluleiðbeiningunum verður lögð áhersla á kennsluaðferðir og kennsluskipulag sem ná til allra þátta lestrarkennslunnar. 200.000
Alls: 1.200.000

Samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2010.

Lögð fram tillaga um gerð þjónustusamninga við eftirtalda aðila:

Nr. Aðili Tengiliður Verkefni Tillaga 2010:
1. Samfok Guðrún Valdimarsdóttir Til að efla tengsl foreldra og skóla 5.300.000
2. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Þórður Ólafsson Til sundkennslu grunnskólabarna. 710.000
Alls: 6.010.000

Samþykkt með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2010.

Jafnframt samþykkti menntaráð, með fyrirvara um afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2010, afmælisstyrki grunnskóla og viðburðastyrki að upphæð 350.000 kr.

7. Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um hugmyndavinnu fagfólks í grunnskólum borgarinnar sem frestað var á fundi menntaráðs 23. nóv. sl.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar leggja til að farið verði í hugmyndavinnu meðal fastráðinna kennara og fagfólks í grunnskólum borgarinnar. Markmiðið er að hagræðing náist í starfi skólanna eftir endurskipulagningu sem byggir á sterkum hliðum hvers skóla og því sem hópurinn telur jákvætt í skólamenningunni og vill varðveita. Áður en vinnan hefst verði hópurinn fullvissaður um eigið starfsöryggi hjá skólanum. Unnið verði samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, grunnskóla-lögum, reglugerðum og kjarasamningum, en sveigjanleiki nýttur svo sem verða má og hentar aðstæðum á hverjum stað.
Frestað.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur frá fundi menntaráðs 11. nóv. sl. um kennarastöður.

9. Menntaráð samþykkti að skipa Oddnýju Sturludóttur í starfshóp mannréttindaráðs gegn einelti.

10. Svohljóðandi tillaga um skipan fulltrúa í starfshóp um námsmat samþykkt:
Fræðslustjóra er falið að óska eftir fulltrúa foreldra, skólastjóra og kennara í starfshóp um námsmat í grunnskólum Reykjavíkur.

11. Sameiginlegur fundur menntaráðs og leikskólaráðs verður haldinn 16. desember nk. kl. 11:00–13:00 í leikfimisal Miðbæjarskólans.


Fundi slitið kl. 12:33

Kjartan Magnússon
Anna Margrét Ólafsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir