Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Mannréttindaráð

Ár 2012, 11. desember var haldinn 106. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.10. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:

1. Afgreiðsla styrkumsókna vegna 2013.

Samþykkt að veita eftirfarandi aðilum styrk:

1. Letetia Beverly Jonsson kr. 600.000,- fyrir ritun bókarinnar; Celebrating the Contributions of Foreign Women in Iceland.

2. JKH kvikmyndagerð ehf. kr. 1.000.000,- fyrir gerð kvikmyndarinnar Nýir Íslendingar.

3. Anna Margrét Ólafsdóttir kr. 400.000,- fyrir þýðingu og leiðbeiningar á námsleikjavefnum Paxel123.com á pólsku.

4. Jóhann Björnsson og Björn Jóhannsson kr. 450.000,- fyrir ritun bókarinnar Eru allir jafnir? Kynjajafnrétti og heimspeki.

5. Átak, félag fólks með þroskahömlun kr. 435.000,- fyrir málþing fyrir þroskahamlaða og útgáfu fræðsluefnis.

6. HIV Ísland, Alnæmissamtökin á Íslandi kr. 400.000,- til fræðslu- og forvarnarverkefnisins Fíklar og samfélag.

Elín Sigurðardóttir og Bjarni Jónsson sátu hjá við afgreiðslu styrkjar nr.4.

Alls úthlutað kr. 3.285.000,-

2. Tekin var fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30.11.2012. Tölvu- og netkennsla fyrir eldri borgara.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð viðurkennir félagslega einangrun eldri borgara og hefur þegar eflt úrræði til muna, meðal annars með veglegri styrkveitingu til verkefnisins Tölvufærni eldri borgara, auk þess sem starfsmaður sinnir þessu verkefni.

3. Rætt um framtíðarfyrirkomulag mannréttindafulltrúa Reykjavíkur.

- Kl.16.54 tekur Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.

Fundi slitið kl. 17.06

Margrét K. Sverrisdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir SJÓN
Margrét Kristín Blöndal Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Magnús Þór Gylfason