Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Mannréttindaráð

Ár 2012, 27. nóvember var haldinn 104. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.22. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, SJÓN, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti drög að nýrri skipan mannréttindafulltrúa vegna skipulagsbreytinga í miðlægri stjórnsýslu. Lögð fram drög að skipuriti dags. 27.11.12.

2. Edda Ólafsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti ólíka hópa innflytjenda á Íslandi.

Kl.13.08 víkur Jarþrúður Ásmundsdóttir af fundi.
Kl.13.17 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

3. Lögð fram drög að dagskrá opins fundar ráðsins í Iðnó 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi.

4. Lagðar fram styrkumsóknir fyrir 2013. Ákveðið að afgreiða umsóknir á fundi ráðsins þann 11. desember.

5. Ofbeldi gegn börnum. (viðbragðsáætlanir borgarinnar). Kynningu frestað.

Fundi slitið kl. 13.39

Margrét K. Sverrisdóttir

Heiða Kristín Helgadóttir SJÓN
Marta Guðjónsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir