Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNNTARÁÐ

Ár 2007, 21. maí kl. 13:00 var haldinn 56. fundur menntaráðs í Brúarskóla. Fundinn sátu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Dofri Hermannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista og óháðra, Sigrún Ólafsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur, Óskar Einarsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Bergþóra Valsdóttir áheyrnarfulltrúi SAMFOKs. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Menntasviðs og Jón Ingi Einarsson.
Fundargerð ritaði Guðbjörg Jónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Varaformaður bauð Jón Inga Einarsson, nýjan fjármálastjóra velkominn til starfa á Menntasvið.

2. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra á grunnskólaskrifstofu og nemendaskrárritara á tölfræði og rannskóknarþjónustu um skóladagatöl í grunnskólum Reykjavíkur fyrir skólaárið 2007 – 2008.
Menntaráð samþykkir skóladagtölin.

3. Verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu kynnti vinnuferil við úthlutun sérkennslufjármagns og svaraði fyrirspurnum.
Svohljóðandi fyrirspurn kom frá fulltrúum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, F-lista, áheyrnarfulltrúa foreldra og áheyrnarfulltrúum kennara:
Óskað er upplýsinga um breytingar á fjármagni til sérkennslu frá skólaárinu 2006 - 2007 til ársins 2007 – 2008. Auk þess er farið fram á rökstuðning sem liggur breytingunni til grundvallar og kallað eftir því hvar sú stefnumótun fór fram sem leiddi til fyrirliggjandi niðurstöðu.

4. Lögð fram tillaga ásamt greinargerð frá meirihluta menntaráðs um aðgerðir og viðbrögð við rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns, Gullkistan við enda regnbogans:
Menntaráð felur fræðslustjóra að hefja gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir til þriggja ára, sem miða að því að finna leiðir til að takast á við hegðunarvanda sem upp kemur í grunnskólum Reykjavíkur. Aðgerðirnar verði bæði almennar og sértækar. Stofnaður verði starfshópur undir forystu fræðslustjóra og grunnskólaskrifstofu Menntasviðs í samvinnu við skólastjórnendur, kennara, sérfræðiþjónustu skóla og fulltrúa Samfoks til að móta framkvæmdaáætlunina og forgangsraða verkefnum.
Áætlunin verði hluti af starfsáætlun menntamála í Reykjavík árin 2008-2010.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar tillögu um gerð framkvæmdaáætlunar sem miðar að því að taka á hegðunarvanda í grunnskólum borgarinnar. Ráðið minnir á að biðlistar eru langir eftir greiningu á þroskafrávikum og geðröskunum barna. Þetta skapar þeim börnum mikla vanlíðan, sem leiðir oft til hegðunarvanda. Það er því brýnt að stjórnvöld taki strax á þeim vanda sem þessir biðlistar skapa.

5. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Brúarskóla, Björk Jónsdóttir og Árni Einarsson kynntu skólann: daglegt starf, inntöku- og útskriftarferli.
Varaformaður þakkaði stjórnendum Brúarskóla kynninguna og góða móttöku.

Fulltrúi Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir og áheyrnafulltrúi F-lista Margrét Sverrisdóttir viku af fundi kl. 14:55.

Fundi slitið kl. 15:30

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
Dofri Hermannsson Svandís Svavarsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir