Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTARÁÐ


Ár 2009, 25. mars var haldinn 95. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í Hlíðaskóla og hófst kl. 10:00. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ólafur Ögmundsson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Bergþóra Valsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOKs, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Friðrik H. Friðjónsson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritarar voru Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Jóhanna H. Marteinsdóttir.


Þetta gerðist:


1. Kristrún G. Guðmundsdóttir skólastjóri bauð fundarmenn velkomna í Hlíðaskóla. Anna Flosadóttir, kennari kynnti leiklistarstarfsemi unglingadeilda skólans og hópur nemenda sýndi brot út leiksýningunni Það er allt að koma, sem nú er sýnd í skólanum. Helga Ingibergsdóttir, deildarstjóri Táknmálssviðs og Oddný Yngvadóttir deildarstjóri sérkennslu veittu fundarmönnum leiðsögn um skólann. Að því loknu kynnti Kristrún lítillega starfsemi skólans.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar fyrir hlýlegar og skemmtilegar móttökur í Hlíðaskóla. Það er ljóst að mikið og metnaðarfullt starf fer þar fram og óskar menntaráð skólanum áframhaldandi góðs gengis í sínu starfi.

2. Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu kynnti stefnumótunar-vinnu sem unnin hefur verið við Táknmálssvið Hlíðaskóla. Auður, Kristrún G. Guðmundsdóttir skólastjóri Hlíðaskóla og Berglind Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri svöruðu spurningum þar að lútandi.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar starfshópi um mótun framtíðarsýnar fyrir Táknmálssvið Hlíðaskóla fyrir gott starf. Ljóst er að mikið og gott starf er unnið í Hlíðaskóla fyrir heyrnarlaus/ heyrnarskert og coda börn, en nauðsynlegt er að þróa starfið enn frekar. Menntaráð hvetur til áframhaldandi þróunarvinnu í samræmi við vinnu starfshópsins í þá átt að Hlíðaskóli verði þróunar og ráðgjafarskóli í menntun heyrnarlausra og heyrnarskertra barna, að allir heyrnarskertir /heyrnarlausir nemendur eigi kost á að stunda nám í Hlíðaskóla og að tvö opinber samskiptamál verði í skólanum.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð samþykki að fela fræðslustjóra að vinna í samstarfi við sviðsstjóra Leikskólasviðs að heildstæðri áætlun um hvernig ráðgjafarþætti leik- og grunnskóla borgarinnar verði háttað. Nauðsynlegt er að formgera ráðgjafarhlutverk þeirra skóla sem búa yfir dýrmætri sérþekkingu á börnum með sérþarfir, til að sem flestir geti notið hennar.
Samþykkt.

3. Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur kynnti starfsemi þeirra. Lagt fram minnisblað forstöðumanns um starfsemina dags. 23. mars sl. og skýrslan Starfskraftur – Ráðgjöf um nám og störf.
Svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
Menntaráð felur fræðslustjóra að móta tilboð til unglinga á aldrinum 16 – 18 ára um náms- og starfsþjálfun. Leita skal samstarfs við menntamálaráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið um framkvæmd og kostnað vegna verkefnisins. Gerð tilboðsins/verkefnisins skal vera byggt á þeirri reynslu sem fékkst við mótun og framkvæmd verkefnisins StarfsKrafts. Menntaráð leggur áherslu á að tilboðið verði kynnt sem fyrst og að verkefnið hefjist haustið 2009.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar Iðunni Antonsdóttur, forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur fyrir greinargóða kynningu á starfsemi Námsflokkanna. Menntaráð vonar að þrátt fyrir breyttar aðstæður í þjóðfélaginu takist Námsflokkunum að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem fer þar fram.

4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að menntaráð framlengi samninga við tónlistarskóla óbreytta í eitt ár. Aflétting lágmarksnemendafjölda verði framlengd tímabundið um eitt ár.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Samfylkingin og Vinstri græn sitja hjá við afgreiðslu málsins en leggja áherslu á að mörkun framtíðarstefnu borgarinnar á sviði tónlistarkennslu verði hraðað. Í þeirri vinnu er mikilvægt að horfa til heildstæðs skóladags og að tónlistarnám yngstu barna geti farið fram á skólatíma.

5. Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki til þróunarverkefna í grunnskólum Reykjavíkur:

Umsækjandi Verkefnisstjóri Heiti verkefnis Markmið verkefnis Tillaga
1. Álftamýrar-skóli Brynhildur Ólafsdóttir Lestur og ritunarfærni í 4. -7. bekk í anda Ardleigh Green Markmiðið er að auka lestrar- og ritunarfærni nemenda í 4. - 7. bekk. Þrír kennarar skólans hafa verið á námskeiði hjá John Morris og kennurum hans í vetur. Þeir hafa hrifist af aðferðunum og er mikill áhugi á að auka þekkinguna innan skólans og vinna eftir þessum aðferðum. Markmiðið er að nemendur í Álftamýrarskóla verði í fremstu röð í lestri og ritunarfærni í Reykjavík. 400.000
2. Breiða-gerðisskóli Anna Vigdís Ólafsdóttir og Kolbrún Leifsdóttir Samvinna árganga Meginmarkmið með verkefninu er:
- Að efla samvinnu og tengsl milli árganga á yngsta stigi (2.-4. bekkur).
- Að efla orðaforða og lesskilning.
- Að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda á fjölbreyttan hátt.
- Að efla skapandi skólastarf.
- Að auka fjölbreytni.
- Að efla nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum. 150.000
3. Hamraskóli Kristjana Friðbjörns-dóttir Vegvísir í íslensku, 1. - 5. bekkur Markmið verkefnisins er:
- Að móta heildstæða, samfellda íslenskukennslu í 1. - 5. bekk.
- Að setja fram þrepamarkmið í hverjum námsþætti íslenskunnar.
- Að samhæfa fjölbreytta kennsluhætti milli árganga.
- Að útbúa gátlista fyrir hvern námsþátt íslenskunnar (Vegvísir).
- Að þróa fjölbreytt einstaklingsmiðað námsmat.
- Að efla upplýsingastreymi til foreldra um námsframvindu barns. 400.000
4. Korpuskóli Svanhildur María Ólafsdóttir L-9 Lestur í grunnskólum Grafarvogs 2009-2012 Markmiðið er:
- Að setja fram sameiginlega lestraráætlun til þriggja ára í grunnskólum Grafarvogs.
- Að efla áhuga og bæta árangur nemenda í lestri og lestrarfærni í 1. - 10. bekk.
- Að setja fram markmið (er til í Víkurskóla), leiðir og námsmat í lestri.
- Að efla endurmenntun kennara hvað varðar lestrarkennslu.
- Að nýta þann mannauð, þekkingu og reynslu sem skólarnir búa yfir á sviði lestrarkennslu og náms.
- Að efla samstarf skólanna í hverfinu. 400.000
5. Langholts-skóli Þóra Sjöfn Guðmunds-dóttir Góður, betri, enn betri í lestri Markmiðið er:
- Að auka áhuga á lestri í skólasamfélaginu öllu.
- Að nemendur í Langholtsskóla nái að bæta árangur sinn í lestri bæði hvað varðar lesskilning og lestrarhraða.
Í vetur hefur verið starfandi teymi sem hefur skoðað og skilgreint áherslur í lestrarkennslu í 1. - 4. bekk í skólanum. Í framhaldi af því var ákveðið að hrinda af stað lestrarnámskeiðum í 2. - 4. bekk. Tvö hafa þegar farið af stað og það þriðja hefst í byrjun marsmánaðar. 150.000
6. Lauga-lækjarskóli Björn M. Björgvinsson Þróun verkferla í læsi og ritun í 7. - 10. bekk Markmiðið verkefnisins er:
1. Að búa til verkferla í læsi og ritun í öllum árgöngum skólans þannig að þeir myndi eina heild. Helstu ferlarnir felast í:
- Skipulagi á lestrarþjálfun og lesskilningi; alferðir góðra
lesara til að öðlast dýpri skilning á efninu.
- Skipulagi ritunar; skapandi skrif og fræðileg ritun.

2. Að búa til viðmið í læsi og ritun sem skólinn telur eðlilegt að nemendur nái. 400.000
7. Seljaskóli Kristín G. Friðbjörns-dóttir Stærðfræðilæsi fyrir alla Markmiðið er:
- Að skapa samfellu í stærðfræðinámi nemenda í 1. - 10. bekk grunnskóla.
- Að hafa fjölbreytta kennsluhætti að leiðarljósi með áherslu á hlutbundna kennslu og umræður.
- Að taka saman verkefni og koma með tillögur að námsgögnum, námsmati og ítarefni.
- Að tengja saman námsefni og markmið aðalnámskrár og samræma við kennsluhætti.
- Að efla áhuga nemenda á stærðfræði.
- Að efla áhuga kennara á stærðfræði og auðvelda þeim að nálgast fagið og setja það fram með áhugaverðum hætti.
- Að setja fram hugmyndir að námsmati sem sett væri saman úr nokkrum þáttum og gæfi þannig öllum nemendum jöfn tækifæri til að standa sig vel í faginu.
- Að ná til þeirra kennara sem hafa áhuga á stærðfræði og stærðfræðikennslu og fá þá til að hafa umsjón með faginu í hverjum árgangi fyrir sig. 400.000
8. Seljaskóli Kristín Ármannsdóttir Lesskilningur - lífsgæði Markmiðið er:
- Að skapa samfellu í lestrarnámi í 1. - 4. bekk í Seljaskóla.
- Að hafa fjölbreytta kennsluhætti að leiðarljósi með áherslu á áhugasvið nemenda.
- Að taka saman verkefni og koma með tillögur að kennsluháttum, námsgögnum og námsmati.
- Að tengja saman námsefni og markmið Aðalnámskrár.
- Að leggja áherslu á snemmtæka íhlutun með samræmdri stefnu og úrræðum.
- Að efla lesskilning nemenda.
- Að auðvelda kennurum að nálgast námsefni og leiðir í lestrarkennslu á yngsta stigi. 150.000
9. Sæmundar-skóli G. Eygló Friðriksdóttir Samræmd vinnubrögð í íslensku í Sæmundarskóla - áhersla á læsi Markmiðið er:
- Að gera samræmda skólanámskrá í lestri og lesskilningi í Sæmundarskóla.
- Að skipuleggja lestrarkennslu með áherslu á samfellu á milli aldursstiga.
- Að auka vægi lestrar í daglegu námi.
- Að gera alla kennara meðvitaða um mikilvægi læsis.
- Að samþætta lestur og lesskilning þemastarfi sem fer fram í skólanum. 150.000
10. Sæmundar-skóli Þorgerður S. Guðmunds-dóttir Eflum tengsl skólastiga varðandi mál og lestrarnám Markmiðið er:
- Að stuðla að aukinni samfellu í námi barna frá leikskóla yfir í grunnskóla.
- Að gera mat á framvindu máls og lestrarnáms barna sem koma í Sæmundarskóla frá Reynisholti og hafa tekið þátt í þróunarverkefni þar sem miðar að því að undirbúa leikskólabörn fyrir formlegt lestrarnám.
- Að bera framvindu máls og lestrarnáms barna af Reynisholti saman við framvindu náms barna sem koma frá öðrum leikskólum. 400.000
11. Öskju-hlíðarskóli Ólafur Beinteinn Ólafsson Lesum (öll) saman af hjartans list Markmið:
1. Lesið af hjartans list: a) Tilraunakenna nýtt námsefni
b) Efla lestrargetu c) Auka lesskilning d) Gera tilraun með lesver (þ.e. blandaður nemendahópur með aðkomu nýbúa).
2. Samstarf án aðgreiningar: a) Samstarf milli skóla
b) Samstarf milli bekkjardeilda c) Samstarf sérkennara, sérgreinakennara og bekkjarkennara/bekkjarstarfsmanna (með möguleika á aðkomu foreldrafélags og/eða dægradvalar). Samstarfið byggir á lestri, listgreinum og lífsleikni.
3. Lært á listrænum nótum: a) Ný kennsluaðferð (listaaðferðin), sem eflir samþættingu námsgreina. (Sjá nánar í formála kennslubókarinnar Fjársjóðurinn).

Það er full þörf á að efla lestrargetu og lesskilning nemenda grunnskólans og er gert ráð fyrir að tilraunakenna nýja kennslubók sem heitir Fjársjóðurinn og er afrakstur margra ára tilraunastarfs þar sem m.a. hefur verið lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar.

Þetta er framhaldsumsókn. Í fyrra sótti umsækjandi um styrk til þessa verkefnis til tveggja ára. 150.000
Samtals: 3.150.000

Samþykkt.

Lögð fram tillaga úthlutunarnefndar um að eftirtaldir aðilar hljóti styrki til þróunarverkefna í tónlistarskólum Reykjavíkur:

Nr. Skóli: Nafn umsækjenda Heiti verkefnis Markmið verkefnis Tillaga
1. Jón Aðalsteinn Þorgeirsson Íslensk sönglög fyrir nemendur strengjahljóðfæra Markmiðið er að gera íslensk sönglög aðgengileg fyrir nemendur fiðlu, celló og kontrabassa, sem mun gefa þeim góða yfirsýn á íslenska sönglagahefð, örva þá í námi, auðvelda starf kennara og stuðla að auknum flutningi íslenskrar tónlistar í skólastarfinu. 335.000
2. Lárus Halldór Grímsson 20 þjóðlög fyrir unga tónlistarnemendur Markmið verkefnisins er að kenna ungum tónlistarnemendum tónlist frá sem flestum heimshornum í gegnum hljóðfæraleik og söng. Þjóðlögin verða útsett fyrir blásarasveitir og fyrir hljóðfæri sem notuð eru í tónmenntakennslu. Í tónmenntakennslu í grunnskóla væri hægt að kenna börnum að syngja lögin, einnig að leika á #GLOrfhljóðfæri#GL, ýmis konar ásláttarhljóðfæri, blokkflautur, gítar, hljómborð o.fl. Einnig verður hægt að nota útsetningarnar með kór og hljómsveit. Möguleikar á samsetningu hljóðfæra þegar unnið er með útsetningarnar eru í raun eins margir og kennarar og stjórnendur kjósa. Útsetningarnar eru hugsaðar fyrir nemendur sem eru á 1. til 4. ári í tónlistarnámi. 335.000
3. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Sigursveinn Magnússon Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og hljómsveitarnámskeið Markmið verkefnisins:
Hljómsveitin er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu; Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Tilgangurinn er að gefa nemendum í tónlistarnámi kost á þjálfun í að spila í stórri hljómsveit. 80 ungir tónlistarnemar skipa hljómsveitina og stjórnandi hennar á þessum tónleikum er Bernharður Wilkinson. Einleikarar á gítar eru Andri Eyjólfsson og Snorri Hallgrímsson.
Námskeiðið er frá 13. sept. 2008 til 5. mars 2009 335.000
Samtals: 1.005.000

Samþykkt.

Lögð fram tillaga um gerð þjónustusamninga við eftirtalda aðila:

Nr. Aðili Verkefni Tillaga

1.
Samfok
Bergþóra Valsdóttir
Til að byggja upp tengsl foreldra og skóla. 5.700.000
2.
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Þórður Ólafsson
Til sundkennslu fatlaðra, misþroska, ofvirkra og einhverfra grunnskólabarna. Nýr þjónustusamningur. 800.000
3. Myndlistaskólinn í Reykjavík
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Listbúðir í skólum 3.100.000





Samtals 9.600.000

Samþykkt.
Jafnframt samþykkti menntaráð afmælisstyrki grunnskóla og viðburðastyrki að upphæð 650.000 kr.

6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Meirihluti menntaráðs lýsir yfir undrun á vinnubrögðum menntamálaráðuneytisins vegna niðurfellingar samræmdra könnunarprófa í 10. bekk í grunnskólum. Í allan vetur hefur vinna í grunnskólum Reykjavíkur miðast við ákvæði grunnskólalaga og yfirlýsingar ráðuneytisins um að samræmd könnunarpróf fyrir 10. bekk yrðu haldin í byrjun maí. Nú, í lok mars, berast fregnir af því að unnið sé að því með hraði að fá lagafrumvarp samþykkt á Alþingi þar sem kveðið er á um að umrædd próf verði felld niður með nokkurra vikna fyrirvara. Verði frumvarpið samþykkt er ljóst að í fyrsta sinn um árabil mun engin samræmd mæling fara fram á námsárangri íslenskra grunnskólanemenda á lokaári.
Bent hefur verið á að það hefði verið gagnslaust við ríkjandi aðstæður að láta 10. bekkinga þreyta samræmt könnunarpróf í maí nk. þar sem framhaldsskólum verður óheimilt að taka tillit til einkunna úr prófunum við inntöku nýnema næsta skólaár. Á móti má benda á að þótt dregið sé úr gildi samræmdra prófa að því leyti að þau nýtast ekki lengur við inngöngu í framhaldsskóla, geta þau eigi að síður gefið dýrmætar upplýsingar um stöðu einstakra nemenda, bekkjardeilda, skóla og menntakerfisins í heild. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir þá sem láta sig gæði og framþróun skólastarfs varða, nemendur, foreldra, kennara, skólastjórnendur, fræðsluyfirvöld o.s.frv. Æskilegt er að umræður fari fram á gagnrýnum grundvelli um núverandi námsmatsaðferðir og hvernig grunnskólar sinni sem best því hlutverki sínu að búa nemendur sem best undir framhaldsnám.

- Kl. 13:02 vék Anna Margrét Ólafsdóttir af fundi.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óskuðu bókað:
Afstaða meirihluta menntaráðs til samræmdra prófa kemur á óvart. Það var í tíð fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem ákvörðun var tekin um að hverfa frá samræmdum prófum við lok grunnskóla og menntaskólum í raun bannað að líta til niðurstöðu þeirra við inntöku í vor. Ekki fæst séð í hvaða tilgangi það hefði þjónað að halda samræmd próf í vor í síðasta sinn, án þess að þau nýttust, hvort sem er við inntöku í framhaldsskóla eða til að bæta námsárangur á síðasta ári grunnskóla eins og samræmd könnunarpróf að hausti munu gera.

7. Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 20. feb. sl. þar sem óskað er eftir umsögn menntaráðs um niðurstöður starfshóps um stofnun jafnréttisskóla.
Lögð fram umsögn fræðslustjóra um niðurstöður starfshóps um stofnun jafnréttisskóla. Frestað.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá 25. feb. sl. varðandi Barnaskóla Hjallastefnunnar.

9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá 25. feb. sl. varðandi forfallakennslu.

10. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-lista frá 11. mars sl. varðandi upplýsingar um rekstur grunnskóla.

11. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Kennarafélags Reykjavíkur frá 11. mars sl. varðandi samninga við Íþrótta- og tómstundasvið um afnot af sundlaugum.

12. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá 11. mars sl. varðandi viðbótarstund í 2. – 4. bk. grunnskóla.

- Kl. 13.30 vék Einar Örn Ævarsson af fundi.

13. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð samþykki að skipa starfshóp með fulltrúum Menntasviðs og Leikskólasviðs sem móti gæðastefnu um hljóðvist í skólum borgarinnar. Hópurinn vinni náið með sérfræðingum Framkvæmda- og eignasviðs og kalli til aðra sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir. Hópurinn leiti eftir samstarfi við umhverfisráðuneyti, sér í lagi með endurskoðun reglugerðar í huga en reglugerð um hljóðvist er rúmlega 10 ára gömul.
Greinargerð fylgir.
Frestað.

14. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð samþykki að kjörnir fulltrúar í menntaráði hafi seturétt á fundum fræðslustjóra með skólastjórum. Þar fer fram lifandi umræða um skólamál og þau málefni líðandi stundar sem menntaráðsfulltrúum ber skylda til að vera vel heima í. Því er mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi aðgang að þeim faglega vettvangi.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13.42

Kjartan Magnússon
Elínbjörg Magnúsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir