Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

SKÓLA- OG FRÍSTUNDARÁÐ

Ár 2013, 2. október, var haldinn 46. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst kl. 10.10. Fundinn sátu Oddný Sturludóttir, formaður (S), Diljá Ámundadóttir (Æ), Hilmar Sigurðsson (S), Líf Magneudóttir (V), Ragnar Hansson (Æ) og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (D).
Auk þeirra sátu fundinn eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Andrea Sigurjónsdóttir, starfsfólk í leikskólum, Bryndís Jónsdóttir foreldrar barna í grunnskólum; Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjórar í grunnskólum; Guðrún Gunnarsdóttir, skólastjórar í leikskólum og Rósa Ingvars-dóttir, kennarar í grunnskólum.
Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Kristján Gunnarsson og Soffía Pálsdóttir.
Fundarritari var Guðrún Edda Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

1. Tónlist skógarins, skólaþróunarverkefni sem fram fór í Ártúnsskóla vorið 2013. Ólafur Oddson, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, Óskar Baldursson frá umhverfis- og skipulagssviði og Trausti Jónsson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts kynntu og svöruðu fyrirspurnum. SFS2013090330
- Kl. 10.15 tók Helgi Eiríksson sæti á fundinum.
- Kl. 10.24 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
2. Lagðar fram umsagnir foreldrafélags og foreldraráðs Laugarnesskóla, dags. 23. september 2013 og umsögn stjórnar foreldrafélags Langholtsskóla dags. 23. september 2013 og umsögn skólaráðs Langholtsskóla, dags 24. september 2013. Auk þess lagt fram að nýju minnisblað skóla- og frístundasviðs til umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. ágúst 2013.

Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að frá og með áramótum 2013-2014 verði starfrækt safnfrístund fyrir börn í 3. og 4. bekk í Laugarnesskóla og Langholtsskóla í húsnæði Reykjavíkurborgar í Laugardalnum. Frístundamiðstöðin Kringlumýri mun bera ábyrgð á starfseminni sem byggir á góðri reynslu Frostheima í Vesturbænum og Hraunheima í Breiðholti. Lögð verði áhersla á að koma til móts við getu og þarfir átta og níu ára gamalla barna með fjölbreyttu, skemmtilegu og þroskandi frístundastarfi. Lagt er til að sett verði á laggirnar sérstakt foreldraráð sem taki virkan þátt í að móta starfið.
Greinargerð fylgdi. SFS2013080259
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
3. Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betri Reykjavík, dags. 31. júlí 2013, um eflingu umhverfis- og náttúrunáms. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 25. september 2013. SFS2013080025

Svohljóðandi málsmeðferðartillaga samþykkt:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík um að efla umhverfis- og náttúrunám til sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs með beiðni um að kynna hugmyndina fyrir skólastjórum og einnig er ,,græna teymi#GL skóla- og frístundasviðs falið að útfæra hvernig hugmyndin verður best útfærð í skólastarfi. Skóla- og frístundaráð þakkar tillöguflytjanda og vísar í greinargott minnisblað sviðsstjóra um þá vakningu sem orðið hefur í skólum síðustu ár hvað varðar umhverfismál og menntun til sjálfbærni.
4. Fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs fyrir janúar til júní 2013. Kristján Gunnarsson fjármálastjóri og Íris Björk Pétursdóttir, deildarstjóri fjármála- og rekstrarþjónustu, skóla- og frístundasviði, kynntu og svöruðu fyrirspurnum. Trúnaðarmál. SFS2013090317
- Kl. 11.18 vék Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2013, varðandi úthlutun styrkja síðastliðið reikningsár. Auk þess lagt fram yfirlit yfir úthlutun styrkja. SFS2013090272

6. Lögð fram ársskýrsla skóla- og frístundasviðs vegna ársins 2012. SFS2013090271

7. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 30. september 2013, varðandi stöðu innritunar í frístundaheimili Reykjavíkurborgar. SFS2013090320

8. Lagt fram svar við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá 21. ágúst 2013, sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 18. september 2013, varðandi umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar. SFS2013080241

9. Lagt fram svar við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá 21. ágúst 2013, varðandi nýtingu leikskólarýma. SFS2013090270

Hlé gert á fundinum frá 11:45 til 12:30.
- Kl. 12.30 tók Valgerður Janusdóttir sæti á fundinum
10. Lögð fram skýrslan Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins, dags. 2012. Björk Óttarsdóttir, sérfræðingur í leik- og grunnskóladeild mennta- og menningarmálaráðuneytis, kynnti og svaraði fyrirspurnum. SFS2013090332
- Kl. 13.05 tók Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti á fundinum
11. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Skóla- og frístundaráð samþykkir að koma upp innri vef sem væri sameiginlegur leik- og grunnskólakennurum og frístundafræðingum (og öðrum starfsmönnum leik- og grunnskóla og frístundaheimila). Á honum má nálgast margvísleg verkefni sem nýtast í kennslu, leik og starfi og starfsmenn eininganna gætu sett inn efni og deilt hugmyndum og kennslugögnum. Vefurinn yrði eins konar „bókasafn á Netinu“.
Frestað.
12. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Vinstri grænna biður um yfirlit yfir alla þjónustu- og rekstrarsamninga, og umsamdar upphæðir, sem eru í gildi fyrir 2013.
13. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Um leið og þakkað er fyrir veitt svör mannvirkjaskrifstofu vegna fyrirspurnar um Norðlingaskóla og Sæmundarskóla er óskað eftir nánari upplýsingum um bygg-ingarkostnað við þessa skóla ásamt Dalskóla. Óskað er eftir upplýsingum um frumkostnaðaráætlun og seinni kostnaðaráætlanir ásamt samanburði við endanlega útkomu. Einnig verði gerð grein fyrir tilboðsfjárhæðum vegna einstakra verkþátta og endanlega útkomu.
Fundi slitið kl. 13.38

Oddný Sturludóttir

Diljá Ámundadóttir Hilmar Sigurðsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Ragnar Hansson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir