Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

M E N N T A R Á Ð

Ár 2009, 11. febrúar var haldinn 92. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 1 og hófst kl. 10:02. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Einar Örn Ævarsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir Sigríður Pétursdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Eggertsson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur, Sigrún Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi SAMFOKs og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir. Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

Formaður bauð Sigrúnu Gunnarsdóttur áheyrnarfulltrúa SAMFOKs velkomna til fyrsta fundar í menntaráði.

1. Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri og Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu kynntu verklag við mat á skólastarfi. Jafnframt kynnti Birna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu fræðslustjóra, niðurstöður heildarmats á skólastarfi sem fór fram á haustönn 2008 og svaraði fyrirspurnum.

- Kl. 11.35 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi og Elínbjörg Magnúsdóttir tók þar sæti.

Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar fyrir kynningu á mati á skólastarfi í Hólabrekkuskóla, Langholtsskóla og Réttarholtsskóla. Framlagðar skýrslur veita dýrmætar upplýsingar um styrk og veikleika skólanna og munu án efa nýtast vel til að efla og bæta starf þeirra.
Menntaráð beinir því til skólastjóra umræddra skóla að kynna viðkomandi matsskýrslur fyrir foreldrum nemenda og gefa kost á umræðum um þær.

2. Lagt fram minnisblað dags. 9. febrúar sl., frá skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu Menntasviðs, varðandi áhersluþætti þróunarstyrkja menntaráðs skólaárið 2009-2010. Þar er gert ráð fyrir að áhersluþáttur verði læsi-, lestur og ritun á öllum stigum grunnskólans.
Samþykkt.

3. Lagt fram minnisblað, dags. 9. febrúar sl., frá fjármálastjóra Menntasviðs, varðandi reglur um umsóknir, innritun, gjaldtöku og innheimtu vegna skólamáltíða. Gert er ráð fyrir ákveðnu ferli allt frá innritun í mat í grunnskóla borgarinnar til innheimtu vegna vanskila komi þau til.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Menntaráð telur mikilvægt að skýrt innheimtuferli sé fyrir hendi vegna gjaldtöku skólamáltíða. Jafnframt er mikilvægt að taka tillit til þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í þjóðfélaginu. Menntaráð felur því fræðslustjóra að leggja á það áherslu við skólastjóra grunnskóla borgarinnar að fylgjast grannt með vanskilum og vísa foreldrum í ráðgjöf til þjónustumiðstöðva borgarinnar.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óskuðu bókað:
Það er mikilvægt skref í rétta átt að samræma gjöld fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Reykjavíkur og að systkinaafsláttur sé veittur. Leita verður allra leiða til að láta vanskil vegna greiðslna ekki hafa áhrif á að börn fái skólamat.

4. Lagt fram minnisblað dags. 9. febrúar sl., frá skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu Menntasviðs varðandi upphaf skólastarfs, vetrarleyfi og umhverfisdaga hjá nemendum í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2009 – 2010. Þar er gert ráð fyrir að skólastarf hefjist mánudaginn 24. ágúst; að þeir skólar sem taka vetrarleyfi velji eftirtaldar dagsetningar: á haustönn: 23., 26., og 27. október og á vorönn: 18. og 19. febrúar og að umhverfisdagar verði 14. september 2009 og 23. apríl 2010.
Samþykkt.

5. Lagt fram svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa skólastjóra frá 28. janúar sl. varðandi Barnaskóla Hjallastefnunnar.

6. Rætt um fjárhagsáætlunargerð Reykjavíkurborgar.

Áheyrnafulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur óskaði bókað:
Fulltrúi skólastjóra lýsir yfir ánægju með endurtekna yfirlýsingu borgarstjóra í bréfi til starfsmanna Reykjavíkurborgar, dagsettu 6. febrúar 2009, um að allar hagræðingaraðgerðir borgarinnar miði að því meginmarkmiði „að standa vörð um grunnþjónustuna, verðskrárnar og störfin“. Orð borgarstjóra hljóta að endurspegla stefnu borgarinnar og takmarka þann niðurskurð sem rætt hefur verið um í rekstri grunnskólanna.
Fulltrúi skólastjóra leggur áherslu á að ákvörðunum um fjármál grunnskólanna verði hraðað eins og kostur er. Mikilvægt er að ákvarðanir sem teknar eru af yfirstjórn borgarinnar varðandi grunnskólana séu tilkynntar með góðum fyrirvara svo nægur tími gefist til að vinna úr þeim og koma í veg fyrir óþægindi og óvissu fyrir þá starfsmenn sem í hlut eiga hverju sinni. Bréf mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar um uppsagnir á yfirvinnu almennra starfsmanna fyrir 1. febrúar síðastliðinn barst skólunum þann 27. janúar. Þá voru einungis þrír virkir dagar til að útskýra uppsagnirnar og ganga frá þeim.
Fulltrúi skólastjóra undirstrikar mikilvægi samráðs yfirvalda og skólastjórnenda um leið og hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við fræðslustjóra og starfsfólk hans á Menntasviði á þessum erfiðu tímum.

7. Lögð fram skýrsla frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar: Horft til framtíðar - Stefnumótun og aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda 2009-2012. Skýrslan var unnin af starfshópi skipuðum af borgarráði og er samþykkt af hálfu mannréttindaráðs. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar mun kynna skýrsluna á fundi menntaráðs 25. febrúar nk. sem er liður í kynningu skýrslunnar hjá fagráðum borgarinnar áður en hún fer til afgreiðslu borgarráðs.

Fundi slitið kl. 12:55

Kjartan Magnússon
Einar Örn Ævarsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir