Skóla- og frístundaráð
MENNTARÁÐ
Ár 2009, 28. janúar var haldinn 91. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 1 og hófst kl. 10.04 Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Egill Örn Jóhannesson, áheyrnarfulltrúi F-lista, Hildur Björg Hafstein, áheyrnarfulltrúi SAMFOKs, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnar-fulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Guðrún Edda Bentsdóttir og Jón Ingi Einarsson.
Fundarritari var Jóhanna H. Marteinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 26. janúar sl. um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. janúar sl. þar sem tilkynnt er að frá 1. febrúar verði Kjartan Eggertsson áheyrnafulltrúi F-lista í stað Ástu Þorleifsdóttur og Ólafur Ögmundsson til vara.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar Ástu Þorleifsdóttur fyrir vel unnin störf í menntaráði og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
3. Formaður kynnti drög að tillögu sem lögð verður fram í borgarstjórn um skipun vinnuhóps til að móta nýja menntastefnu fyrir Reykjavík á grundvelli nýrra laga um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.
- Kl. 10.16 tók Sigrún Elsa Smáradóttir sæti á fundinum.
4. Lagt fram minnisblað, dags. 26. janúar 2009 um stöðu þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. Laufey Ólafsdóttir forstöðumaður tónlistarmála gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum ásamt Sigríði Thorlacius lögfræðingi Menntasviðs.
5. Lagður fram bæklingurinn Stoðir í skólastarfi um þátt foreldra í skólastarfi barna. Fræðslustjóri og Nanna K. Christiansen, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu kynntu hann.
6. Lögð fram drög að dagskrá öskudagsráðstefnunnar Holt er heimafengið, dags. 25. febrúar 2009, Nanna K. Christiansen, verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu gerði grein fyrir henni.
7. Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar Skóli án aðgreiningar: Erum við á réttri leið í völundarhúsinu? Horft fram á við, sem haldin verður í húsi menntavísindasviðs dags. 12. febrúar 2009.
- Kl. 11.00 vék Lilja Dögg Alfreðsdóttir af fundi.
8. Áheyrnafulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á sama tíma og grunnskólum sem og öðrum borgarstofnunum er gert að skera niður í rekstri, nemendum í grunnskólum borgarinnar fækkar og frestað er stofnun nýs skóla í Úlfarsárdal, tekur borgarráð ákvörðun um framlag til stofnunar og reksturs nýs yngri barna skóla Hjallastefnunnar frá og með komandi hausti.
Kemur til greina að fresta framlögum til skólans þar til betur árar í fjármálum borgarinnar?
Fundi slitið kl. 11.58
Kjartan Magnússon
Anna Margrét Ólafsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Oddný Sturludóttir Sigríður Pétursdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir