Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

MENNTAR ÁÐ

Ár 2009, 14. janúar var haldinn 90. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 1 og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu Kjartan Magnússon formaður, Anna Margrét Ólafsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigríður Pétursdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ásta Þorleifsdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista, Hildur Björg Hafstein, áheyrnarfulltrúi SAMFOKs, Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur og Þorgerður L. Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Valgerður Janusdóttir.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009-2012 lögð fram. Sólrún Sumarliðadóttir, verkefnisstjóri á menningar- og ferðamálasviði gerði grein fyrir stefnunni. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 6. janúar sl., umsögn um drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009-2012.
Samþykkt með áorðnum breytingum
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar fyrir fróðlega kynningu á drögum að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009–2012. Menntaráð væntir mikils af menningarstefnunni og er ánægt með þá áherslu sem lögð er á börn og menningaruppeldi.

2. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 8. janúar sl. um embættisafgreiðslu erindis sem borist hefur menntaráði, eitt mál.

3. Lagt fram yfirlit yfir fundi menntaráðs fyrri hluta árs 2009 með fyrirvara um breytingar.

4. Eftirfarandi tillaga samþykkt:
Menntaráð Reykjavíkur verði samstarfsaðili Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar við menntavísindasvið Háskóla Íslands um að standa að ráðstefnu um skólamál þann 12. febrúar nk. undir vinnuheitinu Skóli án aðgreiningar: Erum við á réttri leið í völundarhúsinu?
Greinargerð fylgir.

5. Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd markmiða í starfsáætlun menntasviðs árið 2008.

6. Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri menntasviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á fjárhagsáætlun menntasviðs frá 19. des. sl. þegar farið var yfir áætlunina í menntaráði.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar lækkun á verði skólamáltíða og systkinaafslætti í grunnskólum borgarinnar. Markmiðið með þessari lækkun er að létta undir með heimilum í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu.

7. Áheyrnarfulltrúi F-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:
Það er ljóst að skyndihjálp er ekki lengur hluti af skyldunámi allra grunnskólabarna. Skyndihjálparþekking er nauðsynleg öllum og getur skipt sköpum á ögurstund. Því er þess farið á leit að menntasvið láti kanna stöðu á skyndihjálparkennslu með það að markmiði að enginn nemandi ljúki námi við grunnskóla borgarinnar án þess að hafa lært skyndihjálp. Menntaráð felur fræðslustjóra að ræða við menntamálaráðuneytið um að helstu grunnatriði skyndihjálpar verði hluti af námi allra nemenda í grunnskólum.
Samþykkt.

8. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Hvaða grunnskólar eru með eftirlitsmyndavélar á skólalóðum?
2. Hvaða grunnskólar eru með eftirlitsmyndavélar innanhúss?
3. Hvernig, hve oft og í hvaða tilvikum hafa upptökur verið notaðar?
4. Hvaða reglur gilda um notkun eftirlitsmyndavéla í grunnskólum Reykjavíkur?

Fundi slitið kl. 12.18

Kjartan Magnússon
Anna Margrét Ólafsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Lilja D. Alfreðsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir