Skóla- og frístundaráð
2. fundur
FRÆÐSLURÁÐ
Ár 1996, mánudaginn 20. ágúst, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 2. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, Árni Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson og Hulda Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir, María Norðdahl, Valgerður Selma Guðnadóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Þá sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 31. júlí, þar sem staðfest er að samþykkt fyrir fræðsluráð Reykjavíkur hafi verið samþykkt í borgarráði.
2. Formaður lagði fram tillögu um að fimm fulltrúar sætu í nefnd um þróunarsjóð grunnskóla Reykjavíkur og ferðastyrkjasjóð, þ.e. fræðslustjóri, forstöðumenn þróunar- og þjónustusviðs, fulltrúi KHÍ og fulltrúi kennara eða skólastjóra. Samþykkt. Þá var samþykkt að Kennarafélag Reykjavíkur tilnefndi fulltrúa að þessu sinni.
3. Lögð fram greinargerð frá Tónskólanum Do Re Mi þar sem farið fram á aukastyrkveitingu að upphæð kr. 1.200.000. Samþykkt að styrkja skólann um kr. 500.000, þannig að heildarstyrkur á þessu ári nemi kr. 3.500.000.
4. Tekið upp erindi frá 19. febrúar 1996 um styrkveitingu til Söngskólans Hjartansmáls. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr.150.000 og vísa erindinu að öðru leyti til Dagvistar barna þar sem nemendur skólans eru einnig á leikskólaaldri.
5. Lagt fram bréf dagsett 16. ágúst frá Stoppleikhópnum þar sem leiksýningin Skiptistöðin er boðin grunnskólum til sýningar. Samþykkt að fela Sigurði Björnssyni að meta leiksýninguna og gefa umsögn um hvernig fyrri styrk til Stoppleikhússins var varið. Jafnframt vísað til skóla með unglingastig sem gætu nýtt kvóta sinn til listkynninga, m.a. til kaupa á sýningum á umræddu verki.
6. Lögð fram greinargerð frá Leikfélagi Reykjavíkur vegna „annarrar starfsemi” í Borgarleikhúsinu. Liður í þeirri starfsemi er Heimsókn í leikhúsið þar sem níu ára börnum býðst að sækja leikhúsið heim. Samþykkt að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 2.500.000.
7. Erindi frá Æfingaskóla KHÍ frá 28. júlí 1996 um styrk vegna Norðurlandamóts í skák. Samþykkt að veita styrk sem nemur kr. 3.000 á hvern nemanda.
8. Erindi frá Laugarnesskóla um að breyta núverandi aðstöðu hjúkrunarfræðings í skólastofu, og hluta af núverandi húsvarðaríbúð í aðstöðu fyrir hjúkrunarfræðing. Gróf kostnaðaráætlun er kr. 800.000 án búnaðar. Samþykkt.
9. Lögð fram uppsögn Þórdísar Friðbjörnsdóttur 300855-4079, kennara í Hvassaleitisskóla.
10. Lagðar fram beiðnir eftirtalinna kennara um breytingu á stöðustærð. Karen Tómasdóttir 210747 - 4519 Melaskóla úr 1/1 í 2/3. Guðrún Fanney Óskarsd. 170647 - 7699 Fellaskóli úr 2/3 í 1/1: Samþykkt.
11. Teknar fyrir beiðnir eftirtalinna kennara um launalaus leyfi sem lagðar voru fram á fundi skólamálaráðs 29. júlí 1996: Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir 240367 - 5649 Æfingaskóli KHÍ Margrét Harðardóttir 040954 - 4499 Æfingaskóli KHÍ Sigfríður Björnsdóttir 170462 - 4599 Æfingaskóli KHÍ Samþykkt.
12. Lagt fram til kynningar samkomulag menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar um afnot af stofum í Borgarholtsskóla fyrir Engjaskóla.
13. Kynnt ráðning Ingunnar Gísladóttur í stöðu deildarstjóra starfsmannadeildar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 13.45
Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Árni Þór Sigurðsson