Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

3. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 2. september, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 3. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Þór Sigurðsson, Hulda Ólafsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og María Norðdahl frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok fundinn. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem ritaði fundargerð.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. ágúst, ásamt bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 9. s.m. sem varðar trygingamál starfsmanna grunnskóla.

2. Lagðar fram fundargerðir byggingarnefndar skóla frá 1., 22. og 29. apríl, 13. maí, 10. og 24. júní og 12. og 19. ágúst 1996. 3. Lagt fram til kynningar bréf Gunnars Arnar Jónssonar, frá 12. ágúst, ásamt skýrslu frá ÍTR um félags- og tómstundastarf í Reykjavík.

4. Lagt fram erindi fræðslustjóra þess efnis að fræðsluráð Reykjavíkur feli umboðsmanni foreldra og skóla að taka við málum frá skólum sem heimilt er að vísa til úrlausnar skólanefndar skv. lögum um grunnskóla nr. 66/1995. Samþykkt.

5. Lögð fram uppsögn Fjölnis Ásbjörnssonar, 070351-7819, kennara í Öskjuhlíðarskóla.

6. Lögð fram beiðni Guðrúnar Soffíu Jónasdóttur, 221057-3419, Vesturási 50, kennara í Foldaskóla um leyfi án launa skólaárið 1996-1997. Samþykkt.

7. Kynntar tvær umsóknir um stöðu skólastjóra Vesturhliðarskóla, frá Berglindi Stefánsdóttur og Málfríði Dóru Gunnarsdóttur, ásamt undirskriftalista þar sem stuðningi er lýst yfir við Berglindi Stefánsdóttur. Afgreiðsla málsins fari samkvæmt samþykkt fyrir fræðsluráð Reykjavíkur. Samþykkt að fela fræðslustjóra að afla upplýsinga um málefni Vesturhlíðaskóla, húsnæði, nemendafjölda og aldursskiptingu.

8. Fyrirspurn frá fræðslustjóra um skipanir í stöður kennara. Fyrir liggja 32 umsóknir um skipanir í stöður sem hefur verip frestað allt frá áramótum. Samþykkt að fela fræðslustjóra að móta tillögur að því hvernig haga beri skipunarmálum kennara.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga frá formanni: “Fræðsluráð samþykkir að fela Jóni Björnssyni , framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála, að gera tillögu til ráðsins um hvernig haga beri styrkveitingum til einkaskóla í Reykjavík. Tillagan taki bæði yfir rekstrar- (sem fræðsluráð veitir) og byggingastyrki (sem borgarráð úthlutar).” Samþykkt.

10. Lagðar fram nokkrar tillögur að merki fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Samþykkt að fela fræðslustjóra að leita til Gísla B. Björnssonar um nánari útfærslu á merki hans.

11. Lögð fram tillaga frá fræðslustjóra um vinnu við stefnumörkun um skipulag skólastarfs eftir einsetningu og lengingu skóladags. Hún felur m.a. í sér að stofnaður verði starfshópur til að skoða og koma með tillögur um skipulag stundatöflu grunnskólanemenda eftir að skólar verða einsetnir. Frestað.

12. Lagt fram bréf frá Sigurði Björnssyni varðandi styrkumsókn Stoppleikhópsins. Umfjöllun frestað. Fundi slitið kl. 13.30.

Sigrún Magnúsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir
Árni Þór Sigurðsson Hulda Ólafsdóttir