Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

Menntaráð

Ár 2007, 7. maí kl. 13:00 var haldinn 55. fundur menntaráðs í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1. Fundinn sátu Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Oddný Sturludóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Guðrún Ásmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi F-lista og óháðra, Sigrún Ólafsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, áheyrnarfulltrúar Kennarafélags Reykjavíkur og Bergþóra Valsdóttir áheyrnarfulltrúi SAMFOKs. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Menntasviðs, Birna Sigurjónsdóttir,Valgerður Janusdóttir.
Fundargerð ritaði Guðbjörg Jónsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt var að veita skáksveit Laugarlækjarskóla styrk vegna þátttöku í Evrópumóti grunnskólasveita í skák sem haldið verður í Búlgaríu í júní.

2. Ráðning skólastjóra við Álftamýrarskóla.
Lögð fram:
a) auglýsing um stöðu skólastjóra við Álftamýrarskóla
b) viðmið menntaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar
c) greinargerð sviðsstjóra vegna ráðningar skólastjóra við Álftamýrarskóla
d) yfirlit yfir umsækjendur
Sex umsóknir bárust um stöðuna.
Lagt er til að Brynhildur Ólafsdóttir, starfandi skólastjóri í Álftmýrarskóla verið ráðin í starf skólastjóra Álftamýrarskóla.
Samþykkt samhljóða.

3. Ráðning skólastjóra við Ártúnskóla.
Lögð fram:
a) auglýsing um stöðu skólastjóra við Ártúnsskóla
b) viðmið menntaráðs við val á milli umsækjenda um skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar
c) greinargerð sviðsstjóra vegna ráðningar skólastjóra við Ártúnsskóla
d) yfirlit yfir umsækjendur
Fimm umsóknir bárust um stöðuna.
Lagt er til að Rannveig Andrésdóttir, starfandi skólastjóri í Ártúnsskóla verið ráðin í starf skólastjóra Ártúnsskóla.
Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur þar sem fram kemur tillaga að breytingu á samstarfssamning Mímis-símenntunar og Námsflokka Reykjavíkur sem lagður var fram til kynningar á fundi menntaráðs 4. desember sl. Forstöðumaður Námsflokkanna kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Tillaga forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu um tilhögun kennslu fyrir þroskahamlaða nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Jafnframt var lögð fram greinargerð og niðurstöður vinnufundar um kennslu þroskahamlaðra nemenda í Reykjavík og kaflar úr stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur um sérkennslu.
Menntaráð lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menntaráð felur sviðsstjóra að hrinda af stað vinnu í samræmi við minnisblað um tilhögun á kennslu þroskahamlaðra nemenda. Hann upplýsi menntaráð með reglulegu millibili um framgang vinnunnar. Samvinna verði höfð við foreldra, kennara og skólastjórnendur og aðra þá sem unnið geta þesssu máli framgang.
Samþykkt samhljóða.
Bókun frá áheyrnarfulltrúa SAMFOKs:
Áheyrnarfulltrúi foreldra óskar eftir því að foreldrar taki frá upphafi virkan þátt í vinnu starfshópa um tilhögun skólastarfs fyrir þroskahamlaða nemendur.

6. Skipan starfshóps um málefni tónmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem frestað var á fundi menntaráðs 2. apríl sl.
Samþykkt var að skipa starfshóp um tónmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur.
Hlutverk starfshópsins verði að gera úttekt á stöðu tónmenntakennslu, tónlistarkennslu og almennu tónlistarlífi í grunnskólum borgarinnar. Starfshópurinn geri tillögu að leiðum til að tryggja að allir nemendur njóti tónlistaruppeldis. Þá kanni hann eftir því sem kostur er hvernig á því stendur að tónmenntakennarar skili sér illa inn í skólana og geri tillögu að úrbótum.

7. Sviðsstjóri Menntasviðs kynnti stöðu mála varðandi menntastefnu Reykjavíkurborgar og undirbúning starfsáætlunar 2008.

8. Formaður sagði frá því hvar upplýsingar um stöðu grunnskóla í Reykjavík er að finna á vefsíðu Menntasviðs. Formaður greindi jafnframt frá fyrirhuguðum fundi með foreldraráðum grunnskóla Reykjavíkur þar sem þessar upplýsingar verða kynntar.

9. Formaður kynnti hönnunarverðlaun Ingunnarskóla sem bandaríski arkitektinn Bruce Jilk hlaut fyrir frumhönnun Ingunnarskóla í Reykjavík.

10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Með vísan til 53. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995 sem veitir menntamálaráðherra heimild til þess að hafa forgöngu um þróunar- og tilraunastarf í grunnskólum með samþykki sveitarstjórnar veitir menntaráð leyfi fyrir sitt leyti til þess að Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands innriti nemendur úr 9. bekk grunnskóla í Reykjavík. Leyfið veitir menntaráð í framhaldi af því að Menntamálaráðuneytið hefur þegar samþykkt að þessir tveir skólar innriti í tilraunaskyni á komandi skólaári nemendur sem lokið hafa 9. bekk í grunnskóla. Menntaráð beinir því til sviðsstjóra að vinna í samvinnu við Skólastjórafélag Reykjavíkur leiðbeinandi verklagsreglur um útskrift nemenda.
Greinargerð fylgir.
Tillagan samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

Bókun Samfylkingar og Vinstri grænna:
Síðastliðin ár hafa skil á milli skólastiga orðið sífellt sveigjanlegri og er það vel. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar árétta þó að ef sífellt fleiri nemendur sækja það fast að klára unglingastig grunnskóla tveimur árum, er mikilvægt að fá inn á borð menntaráðs hvernig það kemur við skipulag náms í grunnskóla, námskrána og möguleika 10. bekkinga á inngöngu í framhaldsskóla. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka að einstaklingsmiðað nám snýr ekki bara að námshraða heldur líka inntaki og gæðum námsins sem og að mæta þörfum allra, líka bráðgerra barna og ungmenna.

11. Sviðsstjóri greindi frá því að óskað hefði verið eftir viðræðum við Framkvæmdasvið og Skipulagssvið um undirbúning skólaskipan í Úlfarsárdal.

Fundi slitið kl. 14:45

Júlíus Vífill Ingvarsson
Anna Margrét Ólafsdóttir Sif Sigfúsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir
Oddný Sturludóttir Helga Björg Ragnarskóttir