Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

7. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 21. október, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Grandaskóla og var þetta 7. fundur ráðsins.
Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Guðmundur Gunnarsson, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Guðrún Sturlaugsdóttir og Finnbogi Sigurðsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Guðbjörg Björnsdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram til kynningar erindi til borgarstjóra frá Húsafriðunarnefnd ríkisins, dags. 4. október, varðandi friðun 20. aldar húsa í Reykjavík, þ.á.m. Melaskóla.
Einnig lagt fram bréf borgarlögmanns til Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 16. október 1996, varðandi sama mál.

2. Lagt fram til kynningar erindi Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, dags. 8. okt. 1996, um samstarf um tónlistarfræðslu í borginni. Formaður fræðsluráðs og fræðslustjóri munu hitta fulltrúa samtakanna á fundi í Fræðslumiðstöð n.k. miðvikudag.

3. Lagt fram erindi skólastjóra Fellaskóla, dags. 4. október 1996, um viðgerðir á skólahúsinu utanhúss.
Vísað til embættis borgarverkfræðings.

4. Lagt fram erindi skólastjóra Laugalækjarskóla, dags. 7. október 1996, um viðbyggingu við skólann og lóð hans.
Vísað til umfjöllunar byggingarnefndar skóla og leikskóla og þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvar.

5. Lagt fram erindi skólastjóra Foldaskóla, dags. 14. október 1996, varðandi áform um einsetningu og byggingu íþróttahúss.
Samþykkt að efna til fundar fulltrúa fræðsluráðs og fræðslustjóra með skólastjóra Foldaskóla um málið.

6. Lagður fram til umfjöllunar kaflinn Menntun og menning í greinagerð með nýrri aðalskipulagstillögu, ásamt meðfylgjandi bréfi frá Borgarskipulagi Reykjavíkur, dags. 14. október 1996.
Vísað til formanns og fræðslustjóra að vinna að lagfæringum á kaflanum.

7. Lögð fram greinargerð frá Fræðslumiðstöð, dags. 21 október 1996, þar sem lýst er nauðsyn þess að koma sem fyrst upp þjófavarnakerfi í Grandaskóla.
Samþykkt að fela Fræðslumiðstöð að kanna hvort hægt sé að setja þjófavarnarkerfi upp í skólanum sem fyrst, en að kostnaður verði settur á fjárhagsáætlun næsta árs.

8. Lögð fram til kynningar tillaga Gísla B. Björnssonar að merki Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fræðsluráð lýsti ánægju með merkið.

9. Lagðar fram upplýsingar frá Fræðslumiðstöð, dags. 17. október 1996, varðandi framhaldsnám kennara í Kennaraháskóla Íslands veturinn 1996-1997 og erindi frá 8 kennurum í framhaldsnámi við KHÍ, dags. 12. október 1996, þar sem óskað er eftir svari við beiðni Kennarasambands Íslands um kennsluafslátt vegna þessa náms.
Einnig lagt fram minnisblað fræðslustjóra til formanns fræðsluráðs með tillögu þess efnis að þeir sem stunda framhaldsnám í KHÍ og kenna minna en sem kennsluskyldu þeirra nemur í vetur, fái afslátt af kennsluskyldu og að allir kennarar í framhaldsnámi í KHÍ fái leyfi á launum til að sækja tíma í námslotum.
Tillaga fræðslustjóra samþykkt með fjórum atkvæðum gegn mótatkvæði Guðmundar Gunnarssonar.

Lögð fram eftirfarandi bókun frá áheyrnarfulltrúum kennara í fræðsluráði:
Við undirrituð, áheyrnarfulltrúar kennara í fræðsluráði Reykjavíkur, krefjumst þess að meðferð kennsluafsláttar vegna M.Ed. náms við KHÍ verði í samræmi við það sem verið hefur undanfarin ár. Jafnframt áteljum við harðlega þau vinnubrögð sem viðgengist hafa nú í haust, þ.e. að vekja væntingar fólks með fullyrðingum um að allt verði óbreytt miðað við síðasta skólaár en ráðast síðan að launum fólks með skerðingu sem rekja má beint til mistaka fræðsluyfirvalda borgarinnar. Verði ekki unnið úr þessu máli á þann hátt sem væntingar fólks stóðu til, teljum við það skýlaust brot á samkomulaginu um yfirfærslu grunnskólans og stefna komandi samningaviðræðum um kaup og kjör í hættu. Það sama á við ef ekki verður gengið frá ásættanlegu samkomulagi um leyfisveitingar til kennara.

10. Lagðar fram til kynningar starfsreglur Reykjavíkurborgar um leyfi án launa, sbr. ósk ráðsins frá síðasta fundi.

11. Rætt um Drög að Fimm ára áætlun vegna einsetningar grunnskóla Reykjavíkur. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

12. Lagt fram bréf frá starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar þar sem upplýst er að Sólveig Karvelsdóttir kt. 191240 4219, kennari við Ísaksskóla, sé í launalausu leyfi veturinn 1996 - 1997, skv. upplýsingum frá skólanefnd Ísaksskóla sem veitir slík leyfi.

13. Lögð fram fyrirspurn frá Kennarafélagi Reykjavíkur þar sem óskað er skriflegra svara fræðsluráðs við spurningum um kennararáðningar í haust, ráðningar leiðbeinenda og nemendafjölda í bekkjardeildum í einstökum árgöngum.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Hulda Ólafsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Svanhildur Kaaber