Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

11. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 19. nóvember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 11. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Svanhildur Kaaber. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir María Norðdal frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem ritaði fundargerð.

1. Lagðar fram og kynntar breyttar teikningar af Rimaskóla í Grafarvogi. Vísað til afgreiðslu borgarráðs.

2. Lögð aftur fram til umræðu Fimm ára áætlun vegna einsetningar grunnskóla Reykjavíkur. Rætt um að hafa sveigjanleika í skiptingu milli miðstigs grunnskóla og safnskóla á unglingastigi. Fræðslustjóri benti á að við hönnun skólahúsnæðis skyldi hafa í huga að í nágrannalöndunum takast menn nú á við nýtingu umframrýmis í skólabyggingum þar eð fólki er hætt að fjölga. Ekki er ólíklegt að svipuð þróun verði hér á landi að einhverjum áratugum liðnum. Fimm ára áætlun vísað til afgreiðslu borgarráðs með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið kl. 14.05

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Svanhildur Kaaber