Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

Skóla- og frístundaráð

13. fundur

FRÆÐSLURÁÐ

Ár 1996, mánudaginn 9. desember, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og var þetta 13. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Árni Sigfússon, Hulda Ólafsdóttir og Kristín Dýrfjörð. Auk þeirra sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Finnbogi Sigurðsson og Guðrún Sturlaugsdóttir frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Kristjana M. Kristjánsdóttir frá Félagi skólastjóra og Kristín Jónasdóttir frá Samfok. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, og Steinunn Stefánsdóttir, deildarstjóri almennrar skrifstofu, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra, dags. 9. desember s.l. vegna tillögu um stefnumótun um málefni hæfileikaríkra barna sem samþykkt var á fundi fræðsluráðs 2. desember s.l. Umræðum fram haldið á næsta fundi.

2. Lagt fram til kynningar bréf umhvefismálaráðs, dags. 2. desember s.l., varðandi aukið samráð um skólalóðir og opin leiksvæði.

3. Lagt fram munnlegt erindi frá húsnæðisnefnd Reykjavíkur varðandi hugsanlega byggingu 70 félagslegra íbúða í skólahverfi Austurbæjarskóla. Samþykkt að senda húsnæðisnefnd erindi þar sem eftirfarandi komi fram: Austurbæjarskóli er nú fullsetinn og þolir ekki meiri fjölda nemenda eins og staðan er. Því kallar fjölgun barna á þessu svæði á nýjan skóla í Kirkjutúni. Jafnframt vill fræðsluráð taka fram að það telur óheppilegt að þjappa saman félagslegu húsnæði. Kaup á fjölda íbúða í einni byggingasamstæðu skapar í flestum tilvikum vanda í viðkomandi skólahverfi.

4. Lagt fram erindi frá Varmalandsskóla í Borgarfirði varðandi skólakostnað barna sem eiga lögheimili í Reykjavík (börn nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst). Samþykkt að greiða kostnað vegna skólagöngu þessara barna samkvæmt viðmiðunarreglum sem Samband sveitarfélaga hefur gefið út.

5. Lagt fram bréf frá Sverri Teitssyni, nemanda í 10. bekk í Hagaskóla, um fjölda kennsludaga á yfirstandandi skólaári. Vísað til fræðslustjóra og skólastjóra Hagaskóla.

6. Lagt fram að nýju yfirlit yfir erindi sem borist hafa fræðsluráði í ágúst til nóvember 1996. Fræðslustjóri gerði grein fyrir þeim málum sem ekki enn hafa fengið úrlausn.

7. Lagðar fram starfsreglur um auglýsingu og afgreiðslu almennra styrkumsókna til menningar-, uppeldis- og félagsmála á árinu 1997. Fræðslustjóri gerði grein fyrir því að ekki hefðu enn borist umsóknir frá ýmsum aðilum sem áður hafa sótt um og fengið styrki.

Fundi slitið kl. 14.00

Sigrún Magnúsdóttir
Árni Sigfússon Hulda Ólafsdóttir
Kristín Dýrfjörð